Eiginmaðurinn tók þríþrautarkempuna bókstaflega úr sambandi: „Þvílíkur bjáni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 10:45 Mirinda Carfrae kemur hér í mark í þríþrautarkeppni árið 2018 en vegna COVID-19 hefur hún ekki getað keppt að undanförnu EPA-EFE/BRUCE OMOR Samkomubann og útbreiðsla kórónuveirunnar hefur séð til þess að þríþrautarfólk keppir ekki þessa dagana ekki frekar en flest annað íþróttafólk. Íþróttakeppnum hefur verið frestað út um allan heim. Hin ástralska Mirinda Carfrae er fyrrum heimsmeistari í þríþraut og hefur enn mikla þörf fyrir að keppa. Hún ætlaði ekki að láta samkomubann stoppa sig og ákvað að nýta sér nýjustu tækni til að fá útrás fyrir keppnisskapið. 'What an idiot!' Triathlete forced out of virtual bike race ... after husband trips over power cord https://t.co/M7sJYHSc0g— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Mirinda fann nefnilega leið til þess að keppa þegar sett var upp sýndarveruleikakeppni þar sem keppendur kepptu í gegnum netið frá heimilum sínum. Keppnin hét „Ironman VR Pro Challenge“ og Mirinda Carfrae tók þátt frá heimili sínu í Colarado fylki í Bandaríkjunum. Keppnin var send út í beinni á fésbókinni og var mjög spennandi. Mirinda Carfrae varð í öðru sæti þegar ógæfan dundi yfir. Tim O’Donnell, eiginmaður Mirinda Carfrae og einnig þríþrautarkappi, varð þá á þau mistök að taka eiginkonu sína bókstaflega úr sambandi. Hann kom inn í herbergið til hennar og féll um rafmagnssnúruna og tók vélina um leið úr sambandi. A triathlete had her virtual race derailed by her husband. Three-time world champion Mirinda Carfrae was doing well in the race until her husband accidentally tripped and unplugged her bike.... https://t.co/37hjSuGJf8 #coronaproblems— Sam Baker (@SamBaker) April 6, 2020 Mirinda Carfrae sagði frá því í viðtali í fésbókarútsendingu keppninnar að eiginmaðurinn hafi komið inn í herbergið til að hvetja hana áfram en endaði á því að klúðra keppninni fyrir hana. „Hann tók þá ákvörðun að koma með bikarana mína inn í herbergið til að hvetja mig áfram en þegar hann labbaði aftur fyrir vélina þá tók hana úr sambandi. Þvílíkur bjáni,“ sagði hin 39 ára gamla Mirinda Carfrae. Það þarf varla að taka það fram en keppnin var búin fyrir Mirinda Carfrae og það dugði ekkert að setja hana aftur í samband. Mirinda Carfrae ætlar samt ekki að hefna sín þegar eiginmaðurinn keppir í karlaflokki. „Tim er að keppa um næstu helgi en ég ætla ekki að taka hann úr sambandi,“ sagði Mirinda Carfrae. Þríþraut Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira
Samkomubann og útbreiðsla kórónuveirunnar hefur séð til þess að þríþrautarfólk keppir ekki þessa dagana ekki frekar en flest annað íþróttafólk. Íþróttakeppnum hefur verið frestað út um allan heim. Hin ástralska Mirinda Carfrae er fyrrum heimsmeistari í þríþraut og hefur enn mikla þörf fyrir að keppa. Hún ætlaði ekki að láta samkomubann stoppa sig og ákvað að nýta sér nýjustu tækni til að fá útrás fyrir keppnisskapið. 'What an idiot!' Triathlete forced out of virtual bike race ... after husband trips over power cord https://t.co/M7sJYHSc0g— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Mirinda fann nefnilega leið til þess að keppa þegar sett var upp sýndarveruleikakeppni þar sem keppendur kepptu í gegnum netið frá heimilum sínum. Keppnin hét „Ironman VR Pro Challenge“ og Mirinda Carfrae tók þátt frá heimili sínu í Colarado fylki í Bandaríkjunum. Keppnin var send út í beinni á fésbókinni og var mjög spennandi. Mirinda Carfrae varð í öðru sæti þegar ógæfan dundi yfir. Tim O’Donnell, eiginmaður Mirinda Carfrae og einnig þríþrautarkappi, varð þá á þau mistök að taka eiginkonu sína bókstaflega úr sambandi. Hann kom inn í herbergið til hennar og féll um rafmagnssnúruna og tók vélina um leið úr sambandi. A triathlete had her virtual race derailed by her husband. Three-time world champion Mirinda Carfrae was doing well in the race until her husband accidentally tripped and unplugged her bike.... https://t.co/37hjSuGJf8 #coronaproblems— Sam Baker (@SamBaker) April 6, 2020 Mirinda Carfrae sagði frá því í viðtali í fésbókarútsendingu keppninnar að eiginmaðurinn hafi komið inn í herbergið til að hvetja hana áfram en endaði á því að klúðra keppninni fyrir hana. „Hann tók þá ákvörðun að koma með bikarana mína inn í herbergið til að hvetja mig áfram en þegar hann labbaði aftur fyrir vélina þá tók hana úr sambandi. Þvílíkur bjáni,“ sagði hin 39 ára gamla Mirinda Carfrae. Það þarf varla að taka það fram en keppnin var búin fyrir Mirinda Carfrae og það dugði ekkert að setja hana aftur í samband. Mirinda Carfrae ætlar samt ekki að hefna sín þegar eiginmaðurinn keppir í karlaflokki. „Tim er að keppa um næstu helgi en ég ætla ekki að taka hann úr sambandi,“ sagði Mirinda Carfrae.
Þríþraut Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira