Fréttir á tímum veirunnar Hjálmar Jónsson skrifar 6. apríl 2020 18:00 Aldrei er mikilvægi upplýsingakerfis samfélagsins og ritstýrðra fjölmiðla, sem bera það uppi, augljósara en á tímum eins og þessum þegar öllu skiptir að almenningur fái áreiðanlegar og greinargóðar upplýsingar um aðstæður í samfélaginu og ástæður aðgerða sem allur almenningur þarf að taka þátt í til þess að þær nái tilætluðum árangri. Skilningi á þessum veruleika er ekki síst að þakka það hversu vel hefur tekist til við að virkja allan almenning í baráttu við þann vágest sem veiran COVID-19 sannarlega er. Daglegir upplýsingafundir þríeykisins frá upphafi faraldursins eru til fyrirmyndar og forsenda þess trúverðugleika sem aðgerðir til þess að berjast við hann hafa í huga almennings. Gagnsæi og gagnrýnin umfjöllun er það sem fólk horfir til á tímum eins og þessum og mikilvægi hefðbundinna fjölmiðla er meira en ella vegna útbreiddrar notkunar samfélagsmiðla og viðhorfa sem þar koma fram sem oft og tíðum eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Almenningur þarf sannreyndar upplýsingar og þær fær hann í hefðbundnum ritstýrðum fjölmiðlum. Nú þarf ekki að fjölyrða um erfiðar rekstraraðstæður einkarekinna fjölmiðla hér á landi og annars staðar í heiminum. Fáar ef nokkrar starfsgreinar hafa mátt þola jafn stórfelldar breytingar og fölmiðlar hafa mátt upplifa á síðustu 30 árum. Margvíslega tækifæri eru vissulega fólgin í þeirri þróun, að mínu mati, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tekjumódel fjölmiðla er í uppnámi og hefur verið síðustu 15-20 árin. Það er augljóst öllum sem til þekkja að komið er að sársaukamörkum í þeim efnum. Almenningur þarf að fjármagna upplýsingakerfi samfélagsins með einum eða öðrum hætti nú um stundir, eins og hann gerði forðum með áskrfitum sínum, sem jafnframt voru lengst af undirstaða auglýsingatekna hefðbundinna fjölmiðla. Almenningur fjármagnar auðvitað fjölmiðla í samfélagseigu, eins og hefð er fyrir, en við þurfum að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja rekstrargrunn einkrekinna fjölmiðla einnig. Stærstur hluti frétta sem birtast daglega og eiga erindi við almenning er birtur í þeim. Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stuðningt við fjölmiðla. Það er góðra gjalda vert, þó mun lengra þurfi að ganga að mínu viti. Aðstæður nú kalla hins vegar á aðgerðir strax. Það er augljóst að fjölmiðlar eru að verða fyrir tekjutapi vegna þeirra hremminga sem efnahagslífið er í vegna faraldursins. Það er jafn augljóst að fjölmiðlar geta ekki nýtt sér úrræði um skert starfshlutfall, þar sem að aldrei er meiri þörf fyrir upplýsta og vandaða umfjöllun en einmitt nú. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð hafa þegar brugðist við með sértækum aðgerðum til styrktar fjölmiðlum og ég vil hér með skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við með sambærilegum hætti. Stjórnvöld hafa hingað til sýnt að þau geta brugðist við hratt og markvisst og ég hef fulla trú á að þau geti einnig gert það í þessum efnum. Höfundur er formaður BÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálmar Jónsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aldrei er mikilvægi upplýsingakerfis samfélagsins og ritstýrðra fjölmiðla, sem bera það uppi, augljósara en á tímum eins og þessum þegar öllu skiptir að almenningur fái áreiðanlegar og greinargóðar upplýsingar um aðstæður í samfélaginu og ástæður aðgerða sem allur almenningur þarf að taka þátt í til þess að þær nái tilætluðum árangri. Skilningi á þessum veruleika er ekki síst að þakka það hversu vel hefur tekist til við að virkja allan almenning í baráttu við þann vágest sem veiran COVID-19 sannarlega er. Daglegir upplýsingafundir þríeykisins frá upphafi faraldursins eru til fyrirmyndar og forsenda þess trúverðugleika sem aðgerðir til þess að berjast við hann hafa í huga almennings. Gagnsæi og gagnrýnin umfjöllun er það sem fólk horfir til á tímum eins og þessum og mikilvægi hefðbundinna fjölmiðla er meira en ella vegna útbreiddrar notkunar samfélagsmiðla og viðhorfa sem þar koma fram sem oft og tíðum eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Almenningur þarf sannreyndar upplýsingar og þær fær hann í hefðbundnum ritstýrðum fjölmiðlum. Nú þarf ekki að fjölyrða um erfiðar rekstraraðstæður einkarekinna fjölmiðla hér á landi og annars staðar í heiminum. Fáar ef nokkrar starfsgreinar hafa mátt þola jafn stórfelldar breytingar og fölmiðlar hafa mátt upplifa á síðustu 30 árum. Margvíslega tækifæri eru vissulega fólgin í þeirri þróun, að mínu mati, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tekjumódel fjölmiðla er í uppnámi og hefur verið síðustu 15-20 árin. Það er augljóst öllum sem til þekkja að komið er að sársaukamörkum í þeim efnum. Almenningur þarf að fjármagna upplýsingakerfi samfélagsins með einum eða öðrum hætti nú um stundir, eins og hann gerði forðum með áskrfitum sínum, sem jafnframt voru lengst af undirstaða auglýsingatekna hefðbundinna fjölmiðla. Almenningur fjármagnar auðvitað fjölmiðla í samfélagseigu, eins og hefð er fyrir, en við þurfum að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja rekstrargrunn einkrekinna fjölmiðla einnig. Stærstur hluti frétta sem birtast daglega og eiga erindi við almenning er birtur í þeim. Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stuðningt við fjölmiðla. Það er góðra gjalda vert, þó mun lengra þurfi að ganga að mínu viti. Aðstæður nú kalla hins vegar á aðgerðir strax. Það er augljóst að fjölmiðlar eru að verða fyrir tekjutapi vegna þeirra hremminga sem efnahagslífið er í vegna faraldursins. Það er jafn augljóst að fjölmiðlar geta ekki nýtt sér úrræði um skert starfshlutfall, þar sem að aldrei er meiri þörf fyrir upplýsta og vandaða umfjöllun en einmitt nú. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð hafa þegar brugðist við með sértækum aðgerðum til styrktar fjölmiðlum og ég vil hér með skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við með sambærilegum hætti. Stjórnvöld hafa hingað til sýnt að þau geta brugðist við hratt og markvisst og ég hef fulla trú á að þau geti einnig gert það í þessum efnum. Höfundur er formaður BÍ
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun