Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 16:38 Súpueldhús fyrir slasaða eða ólaunaða farandverkamenn í Singapúr. Slasist verkamennirnir missa þeir oft vinnuna og hafa ekki efni á að koma sér heim. Vísir/EPA Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. Yfirvöld í Singapúr tilkynntu í gær að þau hefði sett nærri því tuttugu þúsund farandverkamenn í sóttkví í tveimur svefnsölum eftir að um níutíu kórónuveirusmit greindust í hópnum. Verkamennirnir koma flestir frá Bangladess og öðrum löndum Suður-Asíu en efnahagur Singapúr er að miklu leyti háður innfluttu vinnuafli. Sóttkvíin var sögð nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í borgríkinu. Verkamennirnir fái laun, mat og læknisaðstoð og reynt verði að takmarka samskipti á milli þeirra í svefnsölunum. Skólum og fyrirtækjum verður lokað í vikunni eftir að smituðum fjölgaði. Mannréttindasamtök eru ósátt við aðgerðina og segja hana setja frískt fólk í hættu á að veikjast. Mannréttindavaktin segir að sóttkvíin skapi „púðurtunnu“ fyrir smit og hvatti yfirvöld til þess að skima alla verkamennina og flytja þá smituðu úr svefnsölunum. Amnesty International segir innilokun verkamannanna „uppskrift að stórslysi“. Verkamenn sem lýsa aðstæðunum í sölunum við Reuters-fréttastofuna segja að þeir sofi í herbergjum með tólf kojum. Þeir deili salerni sem stíflist reglulega. Kakkalakkar og yfirfullar ruslatunnur séu út um allt. „Ef einhver er smitaður af veirunni í herberginu okkar eða í blokkinni okkar er það bara tímaspursmál hvenær við smitumst,“ segir Majidul Haq, 25 ára gamall farandverkamaður frá Bangladess. Hann býr í öðrum svefnsalnum með um 13.000 öðum. Shahadat Hossain, þrítugur byggingaverkamaður frá Bangladess, segir að hann og félagar hans óttist tveggja vikna einangrun. „Það yrði alger hörmung ef einhver er smitaður í herberginu mínu. Hvernig getum við haft stjórn á smiti þegar við búum á svo fjölmennum stað?“ spyr Hossain. Stjórnvöld segjast vinna með eigendum salanna að því að tryggja velferð verkamannanna, þar á meðal með því að bæta ræstingar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. Yfirvöld í Singapúr tilkynntu í gær að þau hefði sett nærri því tuttugu þúsund farandverkamenn í sóttkví í tveimur svefnsölum eftir að um níutíu kórónuveirusmit greindust í hópnum. Verkamennirnir koma flestir frá Bangladess og öðrum löndum Suður-Asíu en efnahagur Singapúr er að miklu leyti háður innfluttu vinnuafli. Sóttkvíin var sögð nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í borgríkinu. Verkamennirnir fái laun, mat og læknisaðstoð og reynt verði að takmarka samskipti á milli þeirra í svefnsölunum. Skólum og fyrirtækjum verður lokað í vikunni eftir að smituðum fjölgaði. Mannréttindasamtök eru ósátt við aðgerðina og segja hana setja frískt fólk í hættu á að veikjast. Mannréttindavaktin segir að sóttkvíin skapi „púðurtunnu“ fyrir smit og hvatti yfirvöld til þess að skima alla verkamennina og flytja þá smituðu úr svefnsölunum. Amnesty International segir innilokun verkamannanna „uppskrift að stórslysi“. Verkamenn sem lýsa aðstæðunum í sölunum við Reuters-fréttastofuna segja að þeir sofi í herbergjum með tólf kojum. Þeir deili salerni sem stíflist reglulega. Kakkalakkar og yfirfullar ruslatunnur séu út um allt. „Ef einhver er smitaður af veirunni í herberginu okkar eða í blokkinni okkar er það bara tímaspursmál hvenær við smitumst,“ segir Majidul Haq, 25 ára gamall farandverkamaður frá Bangladess. Hann býr í öðrum svefnsalnum með um 13.000 öðum. Shahadat Hossain, þrítugur byggingaverkamaður frá Bangladess, segir að hann og félagar hans óttist tveggja vikna einangrun. „Það yrði alger hörmung ef einhver er smitaður í herberginu mínu. Hvernig getum við haft stjórn á smiti þegar við búum á svo fjölmennum stað?“ spyr Hossain. Stjórnvöld segjast vinna með eigendum salanna að því að tryggja velferð verkamannanna, þar á meðal með því að bæta ræstingar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira