„Auðvitað eru skiptar skoðanir á milli félaganna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 22:00 Sigurbjörn Grétar Eggertsson ræddi við Henry Birgi í Sportinu í dag. vísir/s2s Blaksamband Íslands ákvað í gær að blása tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Formaður Blaksambandsins segir að þegar horft verði til baka verði allir sáttir við þessa niðurstöðu. KKÍ var fyrst til að blása allt af og nú hefur blakið fylgt á eftir en þetta var tilkynnt í gær. Formaðurinn, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, fór yfir ákvörðunina í Sportinu í dag. „Við höfðum nú þegar blásið deildarkeppnina af fyrir neðri deildirnar. Í samráði við félögin í kringum 20. mars þá gáfum við okkur tvær vikur til að endurskoða þetta; hvað myndi gerast við úrslitakeppnina hjá okkur og bikarkeppnina. Það var ein umferð eftir í efstu deildinni og það var sjálfsagt að við hættum þar og deildarmeistarar krýndir það,“ sagði Sigurbjörn. „Við urðum að flauta bikarkeppnina af þar sem það greindist smit í liði á síðustu mínútunni og það lið var sett í sóttkví. Það var stjórnarfundur hjá okkur á föstudaginn þar sem við fórum yfir sviðsmyndina og við fengum betri upplýsingar frá Almannavörnum. Það er lengra samkomubann svo í ljósi þessa og eftir samráð við félögin sáum við ekki að það væri tímarammi til þess að klára bæði úrslita- og bikarkeppni.“ Hann segir að auðvitað hafi verið skiptar skoðanir á milli félaganna en hann segir hins vegar að flestir hafi verið sammála því að þetta hafi verið sú eina rétta ákvörðun í stöðunni. „Ég held að það hafi allir viljað klára þetta og það var uppleggið fyrir tveimur vikum að leita allra leiða. Við teiknuðum upp ansi margar myndir og möguleika. Eftir því sem lengra leið var ljóst að það yrði minna rými. Auðvitað eru skiptar skoðanir milli félaganna. Sum vildu gefa þessu lengri tíma á meðan önnur sögðu að það væri ekki hægt að halda áfram. Eftir þessi samtöl og samtöl innan stjórnar var þetta niðurstaðan.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Blaktímabilið blásið af Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Blak Sportið í dag Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Blaksamband Íslands ákvað í gær að blása tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Formaður Blaksambandsins segir að þegar horft verði til baka verði allir sáttir við þessa niðurstöðu. KKÍ var fyrst til að blása allt af og nú hefur blakið fylgt á eftir en þetta var tilkynnt í gær. Formaðurinn, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, fór yfir ákvörðunina í Sportinu í dag. „Við höfðum nú þegar blásið deildarkeppnina af fyrir neðri deildirnar. Í samráði við félögin í kringum 20. mars þá gáfum við okkur tvær vikur til að endurskoða þetta; hvað myndi gerast við úrslitakeppnina hjá okkur og bikarkeppnina. Það var ein umferð eftir í efstu deildinni og það var sjálfsagt að við hættum þar og deildarmeistarar krýndir það,“ sagði Sigurbjörn. „Við urðum að flauta bikarkeppnina af þar sem það greindist smit í liði á síðustu mínútunni og það lið var sett í sóttkví. Það var stjórnarfundur hjá okkur á föstudaginn þar sem við fórum yfir sviðsmyndina og við fengum betri upplýsingar frá Almannavörnum. Það er lengra samkomubann svo í ljósi þessa og eftir samráð við félögin sáum við ekki að það væri tímarammi til þess að klára bæði úrslita- og bikarkeppni.“ Hann segir að auðvitað hafi verið skiptar skoðanir á milli félaganna en hann segir hins vegar að flestir hafi verið sammála því að þetta hafi verið sú eina rétta ákvörðun í stöðunni. „Ég held að það hafi allir viljað klára þetta og það var uppleggið fyrir tveimur vikum að leita allra leiða. Við teiknuðum upp ansi margar myndir og möguleika. Eftir því sem lengra leið var ljóst að það yrði minna rými. Auðvitað eru skiptar skoðanir milli félaganna. Sum vildu gefa þessu lengri tíma á meðan önnur sögðu að það væri ekki hægt að halda áfram. Eftir þessi samtöl og samtöl innan stjórnar var þetta niðurstaðan.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Blaktímabilið blásið af Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Blak Sportið í dag Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira