28 dagar í Pepsi Max: Óskar getur bætt leikjamet Birkis í 13. umferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2020 12:00 Óskar Örn getur bætt leikjametið í efstu deild þegar KR tekur á móti Val í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla. vísir/bára Óskar Örn Hauksson, fyrirliða Íslandsmeistara KR, vantar aðeins tólf leiki til að verða leikjahæstur í sögu efstu deildar á Íslandi. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða stóran áfanga sem Óskar Örn Hauksson getur náð í sumar. Óskar er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar með 309 leiki. Metið á Birkir Kristinsson en hann lék 321 leik fyrir ÍBV, Fram, KA og ÍA á sínum tíma. Óskar getur jafnað leikjamet Birkis þegar KR tekur á móti FH í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Leikurinn á að fara fram 16. ágúst. Hann getur svo slegið met Birkis og orðið leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla þegar KR fær Val í heimsókn í 13. umferð þremur dögum eftir leikinn gegn FH. Auk þess að vera næstleikjahæstur í sögu efstu deildar er Óskar sá fjórtándi markahæstur með 75 mörk. Óskar er leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild en hann sló bæði þau met síðasta sumar. KR varð þá Íslandsmeistari og Óskar valinn besti leikmaður deildarinnar, 35 ára gamall. Óskar hefur leikið 257 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 63 mörk. Áður en hann kom í KR hafði hann leikið 52 leiki fyrir Grindavík í efstu deild og skorað tólf mörk. Aðeins þrír leikmenn hafa leikið 300 leiki eða meira í efstu deild á Íslandi; Birkir, Óskar og Gunnleifur Gunnleifsson. Sá síðastnefndi hefur leikið 304 leiki í efstu deild. Hann gæti bætt leikjametið í sumar en það verður að teljast ólíklegt þar sem hann orðinn varamarkvörður Breiðabliks. Leikjahæstir í efstu deild karla á Íslandi Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254 Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Óskar Örn Hauksson, fyrirliða Íslandsmeistara KR, vantar aðeins tólf leiki til að verða leikjahæstur í sögu efstu deildar á Íslandi. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða stóran áfanga sem Óskar Örn Hauksson getur náð í sumar. Óskar er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar með 309 leiki. Metið á Birkir Kristinsson en hann lék 321 leik fyrir ÍBV, Fram, KA og ÍA á sínum tíma. Óskar getur jafnað leikjamet Birkis þegar KR tekur á móti FH í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Leikurinn á að fara fram 16. ágúst. Hann getur svo slegið met Birkis og orðið leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla þegar KR fær Val í heimsókn í 13. umferð þremur dögum eftir leikinn gegn FH. Auk þess að vera næstleikjahæstur í sögu efstu deildar er Óskar sá fjórtándi markahæstur með 75 mörk. Óskar er leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild en hann sló bæði þau met síðasta sumar. KR varð þá Íslandsmeistari og Óskar valinn besti leikmaður deildarinnar, 35 ára gamall. Óskar hefur leikið 257 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 63 mörk. Áður en hann kom í KR hafði hann leikið 52 leiki fyrir Grindavík í efstu deild og skorað tólf mörk. Aðeins þrír leikmenn hafa leikið 300 leiki eða meira í efstu deild á Íslandi; Birkir, Óskar og Gunnleifur Gunnleifsson. Sá síðastnefndi hefur leikið 304 leiki í efstu deild. Hann gæti bætt leikjametið í sumar en það verður að teljast ólíklegt þar sem hann orðinn varamarkvörður Breiðabliks. Leikjahæstir í efstu deild karla á Íslandi Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254
Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira