John Kavanagh heyrði næstum því í Conor McGregor alla leið til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 08:30 Conor McGregor svaraði loksins símanum og var síðan stjarna fyrsta bardagakvöldsins í Stokkhólmi. vísir/getty Conor McGregor er einn allra frægasti UFC bardagamaður allra tíma en fyrir sjö árum síðan þá vissu ekki alltof margir hver hann var. Það breyttist allt þegar Conor fékk sinn fyrsta UFC-bardaga og sló síðan í gegn á stóra sviðinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor, var í viðtali hjá Ariel Helwani og sagði skemmtilega sögu af því þegar hann lét Conor McGregor vita af hann væri búinn að fá sinn fyrsta UFC bardaga. Brimage Holloway Brandao Poirier Siver Mendes Aldo Diaz I Diaz II Alvarez Khabib Cowboy Every single fight, back to back Conor McGregor Day | Monday, April 6th | BT Sport 3 HD pic.twitter.com/oE36YU4bFY— UFC on BT Sport (@btsportufc) April 3, 2020 John Kavanagh var þarna að tala um upphafsár Conors McGregor þar sem írski bardagakappinn var ekki að fá mikinn pening fyrir sitt framlag í búrinu þrátt fyrir að hann væri að vinna alla bardaga sína. „Conor McGregor var að missa áhugann á þessum tíma og sást minna og minna í salnum,“ sagði John Kavanagh og hélt áfram: „Ég held að hann hafi bara verið að fá 500 til 1000 dollara fyrir bardaga þrátt fyrir að vera vinna svokallaða heimsmeistaratitla,“ sagði John Kavanagh. „Þetta var fyrir jólin og hann var farinn að hugsa um það að hann þyrfti að gera eitthvað annað með sitt líf,“ sagði John Kavanagh sem var sjálfur ekki tilbúinn að missa Conor út úr sportinu. „Ég hafði komist yfir tölvupóstinn hjá Sean Shelby [hjá UFC] og lét hann ekki í friði. Að lokum svaraði hann mér í lok janúar og ég á enn þann tölvupóst. Hann talaði þar um bardagakvöld 6. apríl,“ sagði John Kavanagh. „Ég var þarna staddur á Íslandi og varð mjög spenntur við að fá þessar fréttir. Ég fór að hringja í Conor en hann svaraði ekki símanum. Ég fréttir líka þá að hann lét ekki sjá sig þegar hann átti að kenna tíma í salnum. Hann átti að taka einn tíma á viku fyrir mig,“ sagði John Kavanagh. „Hann hélt ég væri að hringja í hann til að agnúast út af því. Ég endaði á að senda honum smáskilboð: Svaraðu andskotans símanum því UFC var að hafa samband,“ sagði Kavanagh. „Hann svaraði loksins símanum og þú veist hvernig Conor er, róleg og yfirveguð týpa sem æsir sig aldrei,“ sagði John Kavanagh af kaldhæðni en hélt svo áfram: „Ég gat næstum því heyrt öskrin í honum frá Írlandi til Íslands án þess að nota símann. Ég man líka sérstaklega eftir því að Conor spurði aldrei í símtalinu um það við hvern hann væri að fara að berjast,“ sagði John Kavanagh. Fyrsti UFC-bardagi Conor McGregor var á móti Marcus Brimage og Conor tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu. Hann fékk líka verðlaunin fyrir rothögg kvöldsins. Eftir það var frami hans hraður innan UFC. Það má heyra þetta viðtalsbrot hér fyrir neðan. "I could almost hear him screaming from Ireland, all the way to Iceland."@John_Kavanagh recalls the phone call to @TheNotoriousMMA to tell him that he would be making his UFC debut (via @arielhelwani) pic.twitter.com/CrqwFmVRX4— ESPN MMA (@espnmma) April 6, 2020 MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Sjá meira
Conor McGregor er einn allra frægasti UFC bardagamaður allra tíma en fyrir sjö árum síðan þá vissu ekki alltof margir hver hann var. Það breyttist allt þegar Conor fékk sinn fyrsta UFC-bardaga og sló síðan í gegn á stóra sviðinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor, var í viðtali hjá Ariel Helwani og sagði skemmtilega sögu af því þegar hann lét Conor McGregor vita af hann væri búinn að fá sinn fyrsta UFC bardaga. Brimage Holloway Brandao Poirier Siver Mendes Aldo Diaz I Diaz II Alvarez Khabib Cowboy Every single fight, back to back Conor McGregor Day | Monday, April 6th | BT Sport 3 HD pic.twitter.com/oE36YU4bFY— UFC on BT Sport (@btsportufc) April 3, 2020 John Kavanagh var þarna að tala um upphafsár Conors McGregor þar sem írski bardagakappinn var ekki að fá mikinn pening fyrir sitt framlag í búrinu þrátt fyrir að hann væri að vinna alla bardaga sína. „Conor McGregor var að missa áhugann á þessum tíma og sást minna og minna í salnum,“ sagði John Kavanagh og hélt áfram: „Ég held að hann hafi bara verið að fá 500 til 1000 dollara fyrir bardaga þrátt fyrir að vera vinna svokallaða heimsmeistaratitla,“ sagði John Kavanagh. „Þetta var fyrir jólin og hann var farinn að hugsa um það að hann þyrfti að gera eitthvað annað með sitt líf,“ sagði John Kavanagh sem var sjálfur ekki tilbúinn að missa Conor út úr sportinu. „Ég hafði komist yfir tölvupóstinn hjá Sean Shelby [hjá UFC] og lét hann ekki í friði. Að lokum svaraði hann mér í lok janúar og ég á enn þann tölvupóst. Hann talaði þar um bardagakvöld 6. apríl,“ sagði John Kavanagh. „Ég var þarna staddur á Íslandi og varð mjög spenntur við að fá þessar fréttir. Ég fór að hringja í Conor en hann svaraði ekki símanum. Ég fréttir líka þá að hann lét ekki sjá sig þegar hann átti að kenna tíma í salnum. Hann átti að taka einn tíma á viku fyrir mig,“ sagði John Kavanagh. „Hann hélt ég væri að hringja í hann til að agnúast út af því. Ég endaði á að senda honum smáskilboð: Svaraðu andskotans símanum því UFC var að hafa samband,“ sagði Kavanagh. „Hann svaraði loksins símanum og þú veist hvernig Conor er, róleg og yfirveguð týpa sem æsir sig aldrei,“ sagði John Kavanagh af kaldhæðni en hélt svo áfram: „Ég gat næstum því heyrt öskrin í honum frá Írlandi til Íslands án þess að nota símann. Ég man líka sérstaklega eftir því að Conor spurði aldrei í símtalinu um það við hvern hann væri að fara að berjast,“ sagði John Kavanagh. Fyrsti UFC-bardagi Conor McGregor var á móti Marcus Brimage og Conor tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu. Hann fékk líka verðlaunin fyrir rothögg kvöldsins. Eftir það var frami hans hraður innan UFC. Það má heyra þetta viðtalsbrot hér fyrir neðan. "I could almost hear him screaming from Ireland, all the way to Iceland."@John_Kavanagh recalls the phone call to @TheNotoriousMMA to tell him that he would be making his UFC debut (via @arielhelwani) pic.twitter.com/CrqwFmVRX4— ESPN MMA (@espnmma) April 6, 2020
MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Sjá meira