Dana White reddar einkaeyju fyrir UFC bardaga í hverri viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 10:00 Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að láta neitt stoppa sig eða næsta bardagakvöld. EPA/SHAWN THEW Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að gefa það upp á bátinn að halda UFC bardagakvöld þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar út um allan heim. Hann telur sig nú vera búinn að finna lausnina. Mikil pressa hefur verið á UFC um að fresta bardagakvöldum sínum og nú síðast þurfti Dana White að finna nýjan mann í næsta stóra bardaga af því að Khabib Nurmagomedov afboðaði sig. Khabib er fastur í Rússlandi vegna veirunnar og komst hvergi. Það verður því ekkert að bardaga Khabib og Tony Ferguson á UFC 249 sem fara á fram 18. apríl næstkomandi. Kvöldið er samt enn á dagskrá en enginn veit enn hvar það fer fram. Tony Ferguson mætir þar Justin Gaethje. Dana is taking the UFC to the islands pic.twitter.com/nIp1XeshMW— ESPN MMA (@espnmma) April 7, 2020 Dana White er að hugsa út fyrir kassann og það má vissulega sjá á þessum nýjustu fréttum úr hans búðum. Dana White sagði TMZ frá næstu skrefum hjá UFC varðandi UFC 249 bardagakvöldið. Dana White segist þar vera mjög nálægt því að redda einkaeyju þar sem hann getur boðið upp á sín bardagakvöld. Hann myndi síðan fljúga með bardagakappana á staðinn í einkaflugvélum. Meðal þeirra sem berjast á UFC 249 og hugsanlega á þessari einkaeyju eru Rose Namajunas á móti Jessicu Andrade annars vegar og Francis Ngannou á móti Jairzinho Rozenstruik hins vegar. Greg Hardy, Ray Borg og Jeremy Stephens munu einnig berjast þetta hugsanlega sögulega kvöld. Dana White Securing Private Island for UFC Fights, 'Fights Every Week' https://t.co/EFpSkJvBEv— TMZ (@TMZ) April 7, 2020 Dana White lofar því að það verði passað vel upp á heilsu allra og að hver einasti verði skoðaður vel áður en sá hinn sami fái leyfi til að koma inn í salinn. Þessi bardagaeyja hljómar vissulega spennandi en eins og er þá veit enginn hvar hún er ekki einu sinni í hvaða heimsálfu hún er. Dana White segist hins vera við það að ganga frá samningum og því má búast við frekari fréttum fljótlega enda er bara aðeins ellefu dagar í UFC 249 bardagakvöldið. MMA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að gefa það upp á bátinn að halda UFC bardagakvöld þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar út um allan heim. Hann telur sig nú vera búinn að finna lausnina. Mikil pressa hefur verið á UFC um að fresta bardagakvöldum sínum og nú síðast þurfti Dana White að finna nýjan mann í næsta stóra bardaga af því að Khabib Nurmagomedov afboðaði sig. Khabib er fastur í Rússlandi vegna veirunnar og komst hvergi. Það verður því ekkert að bardaga Khabib og Tony Ferguson á UFC 249 sem fara á fram 18. apríl næstkomandi. Kvöldið er samt enn á dagskrá en enginn veit enn hvar það fer fram. Tony Ferguson mætir þar Justin Gaethje. Dana is taking the UFC to the islands pic.twitter.com/nIp1XeshMW— ESPN MMA (@espnmma) April 7, 2020 Dana White er að hugsa út fyrir kassann og það má vissulega sjá á þessum nýjustu fréttum úr hans búðum. Dana White sagði TMZ frá næstu skrefum hjá UFC varðandi UFC 249 bardagakvöldið. Dana White segist þar vera mjög nálægt því að redda einkaeyju þar sem hann getur boðið upp á sín bardagakvöld. Hann myndi síðan fljúga með bardagakappana á staðinn í einkaflugvélum. Meðal þeirra sem berjast á UFC 249 og hugsanlega á þessari einkaeyju eru Rose Namajunas á móti Jessicu Andrade annars vegar og Francis Ngannou á móti Jairzinho Rozenstruik hins vegar. Greg Hardy, Ray Borg og Jeremy Stephens munu einnig berjast þetta hugsanlega sögulega kvöld. Dana White Securing Private Island for UFC Fights, 'Fights Every Week' https://t.co/EFpSkJvBEv— TMZ (@TMZ) April 7, 2020 Dana White lofar því að það verði passað vel upp á heilsu allra og að hver einasti verði skoðaður vel áður en sá hinn sami fái leyfi til að koma inn í salinn. Þessi bardagaeyja hljómar vissulega spennandi en eins og er þá veit enginn hvar hún er ekki einu sinni í hvaða heimsálfu hún er. Dana White segist hins vera við það að ganga frá samningum og því má búast við frekari fréttum fljótlega enda er bara aðeins ellefu dagar í UFC 249 bardagakvöldið.
MMA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn