Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 10:03 Shinzo Abe er hér lengst til hægri. Hann segist vonast til þess að með því að draga úr samskiptum fólks við aðra um 70 til 80 prósent í tvær vikur, megi svo gott sem stöðva útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. AP/Franck Robichon Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið í Tokyo, Osaka og fimm öðrum stöðum þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er mikil. Samhliða því tilkynnti Abe stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum. Björgunarpakkinn samsvarar um 20 prósentum af vergri landsframleiðslu Japan, eða um það bil 990 milljörðum dala, og er það með heimsins stærstu slíku aðgerðum. Til marks um það samsvara björgunaraðgerðir Bandaríkjanna um ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu og aðgerðir Þýskalands um fimm prósentum. Meðal annars stendur til að gefa fjölskyldum peninga ef þau hafa orðið eða verða fyrir miklu tekjutapi vegna faraldursins, samkvæmt frétt Japan Times. Þá stendur einnig til að aðstoða fyrirtæki sem verða við tekjutapi að halda fólki í vinnu. Neyðarástandsyfirlýsingin mun veita yfirvöldum meiri völd til að þvinga fólk til að halda sig heima og loka fyrirtækjum og verða í gildi til 6. maí. Um 44 prósent íbúa landsins búa á þeim svæðum þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi. 3.906 smit hafa geinst í Japan og 92 hafa dáið. Fjölda smitaðra hefur þó verið að fjölga jafnt og þétt á undanförnum vikum. „Það mikilvægasta núna er að hver borgari breyti aðgerðum sínum,“ sagði Abe í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingarinnar. „Ef hvert okkar gæti dregið úr samskiptum við aðra um 70 prósent, helst 80 prósent, gætum við náð hámarki smita á tveimur vikum.“ Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið í Tokyo, Osaka og fimm öðrum stöðum þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er mikil. Samhliða því tilkynnti Abe stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum. Björgunarpakkinn samsvarar um 20 prósentum af vergri landsframleiðslu Japan, eða um það bil 990 milljörðum dala, og er það með heimsins stærstu slíku aðgerðum. Til marks um það samsvara björgunaraðgerðir Bandaríkjanna um ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu og aðgerðir Þýskalands um fimm prósentum. Meðal annars stendur til að gefa fjölskyldum peninga ef þau hafa orðið eða verða fyrir miklu tekjutapi vegna faraldursins, samkvæmt frétt Japan Times. Þá stendur einnig til að aðstoða fyrirtæki sem verða við tekjutapi að halda fólki í vinnu. Neyðarástandsyfirlýsingin mun veita yfirvöldum meiri völd til að þvinga fólk til að halda sig heima og loka fyrirtækjum og verða í gildi til 6. maí. Um 44 prósent íbúa landsins búa á þeim svæðum þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi. 3.906 smit hafa geinst í Japan og 92 hafa dáið. Fjölda smitaðra hefur þó verið að fjölga jafnt og þétt á undanförnum vikum. „Það mikilvægasta núna er að hver borgari breyti aðgerðum sínum,“ sagði Abe í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingarinnar. „Ef hvert okkar gæti dregið úr samskiptum við aðra um 70 prósent, helst 80 prósent, gætum við náð hámarki smita á tveimur vikum.“
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33
Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06