„Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 20:00 Rut Jónsdóttir leikmaður Íslands, Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals og Aron Pálmarsson leikmaður Íslands. Karla- og kvennalandslið Íslands í handbolta eiga fyrirhugaða leiki í undankeppnum EM og HM en óvíst er hvort þessir leikir fara fram á tilsettum tíma. Einnig eiga Valsmenn að leika í EHF-bikarnum í júní en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn þar eins og á fleiri stöðum. Guðjón Guðmundsson ræddi við Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóra HSÍ, í Sportpakka kvöldsins þar sem þeir fóru yfir stöðuna hjá landsliðinu og Val. Það er ekki allt búið hjá HSÍ nefnilega. „Við erum enn með á dagskránni í sumar bæði karla- og kvennalandsleiki. Karlalandsliðið er fyrirhugað að spila við Sviss, heima og heiman, mánaðarmótin júlí og júní og kvennalandsliðið með fjóra leiki í undankeppni EM í byrjun júní. Við erum að bíða svara frá EHF hvað varðar um þessa leiki.“ Valsmenn eru komnir í 8-liða úrslit Áskorendabikarsins og áttu að leika gegn Halden frá Noregi í mars en þeim leikjum var frestað fram í júní. Óvíst er hvort eða hvenær þeir fara fram. „Áður en við tókum ákvörðunina í gær um að aflýsa öllu hér heima þá vorum við í sambandi við Evrópusambandið. Við vorum að óska eftir svörum frá þeim bæði varðandi landsliðin og varðandi leiki Vals í Evrópukeppninni. Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna.“ „Þeir stefna á því að vera með svör tilbúin fljótlega eftir páska. Þangað til er bara óvissa. Við vitum ekki hvað þeir gera. Umræðan um Meistaradeildina er að spila hana í ágúst. Hvað verður vitum við ekki og bíðum svara eins og aðrir.“ Hefur Róbert trú á að allir þessir leikir fari fram? „Ég hef trú á því að landsleikirnir verði leiknir á einhverjum tímapunkti. Ég efast um að kvennalandsleikirnir verði leiknir í byrjun júní. Það er bara svo skammt í það. Varðandi karlalandsliðið mánaðarmótin júní og júlí, ég veit ekki hvort við leikum þá eða í haust. Þeir leikir verða alltaf leiknir því við þurfum að skera úr hvaða lið fer á HM í Egyptalandi. Eins þarf að skera úr hvaða lið fer á EM í desember,“ sagði Róbert. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Róbert um stöðuna hjá landsliðinu og Val Handbolti Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira
Karla- og kvennalandslið Íslands í handbolta eiga fyrirhugaða leiki í undankeppnum EM og HM en óvíst er hvort þessir leikir fara fram á tilsettum tíma. Einnig eiga Valsmenn að leika í EHF-bikarnum í júní en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn þar eins og á fleiri stöðum. Guðjón Guðmundsson ræddi við Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóra HSÍ, í Sportpakka kvöldsins þar sem þeir fóru yfir stöðuna hjá landsliðinu og Val. Það er ekki allt búið hjá HSÍ nefnilega. „Við erum enn með á dagskránni í sumar bæði karla- og kvennalandsleiki. Karlalandsliðið er fyrirhugað að spila við Sviss, heima og heiman, mánaðarmótin júlí og júní og kvennalandsliðið með fjóra leiki í undankeppni EM í byrjun júní. Við erum að bíða svara frá EHF hvað varðar um þessa leiki.“ Valsmenn eru komnir í 8-liða úrslit Áskorendabikarsins og áttu að leika gegn Halden frá Noregi í mars en þeim leikjum var frestað fram í júní. Óvíst er hvort eða hvenær þeir fara fram. „Áður en við tókum ákvörðunina í gær um að aflýsa öllu hér heima þá vorum við í sambandi við Evrópusambandið. Við vorum að óska eftir svörum frá þeim bæði varðandi landsliðin og varðandi leiki Vals í Evrópukeppninni. Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna.“ „Þeir stefna á því að vera með svör tilbúin fljótlega eftir páska. Þangað til er bara óvissa. Við vitum ekki hvað þeir gera. Umræðan um Meistaradeildina er að spila hana í ágúst. Hvað verður vitum við ekki og bíðum svara eins og aðrir.“ Hefur Róbert trú á að allir þessir leikir fari fram? „Ég hef trú á því að landsleikirnir verði leiknir á einhverjum tímapunkti. Ég efast um að kvennalandsleikirnir verði leiknir í byrjun júní. Það er bara svo skammt í það. Varðandi karlalandsliðið mánaðarmótin júní og júlí, ég veit ekki hvort við leikum þá eða í haust. Þeir leikir verða alltaf leiknir því við þurfum að skera úr hvaða lið fer á HM í Egyptalandi. Eins þarf að skera úr hvaða lið fer á EM í desember,“ sagði Róbert. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Róbert um stöðuna hjá landsliðinu og Val
Handbolti Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira