Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 11:51 María Jesús Montero, talskona spænsku ríkisstjórnarinnar. Spánn og fleiri ríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum telja nauðsynlegt að ESB grípi til róttækari aðgerða til að hjálpa aðildarríkjunum. Framtíð sambandsins velti jafnvel á því hversu vel ríkin standi saman nú. Vísir/EPA Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Viðræður fjármálaráðherra ríkjanna um björgunarpakka fyrir löndin sem eru verst stödd fóru út um þúfur í nótt. Samkomulag um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja er sagt hafa strandað á deilum Ítala og Hollendinga um skilmála lánveitinga til evruríkja sem glíma við faraldurinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjármálaráðherrarnir funduðu í alla nótt en án árangurs. María Jesús Montero, talskona ríkisstjórnar Spánar, segir að íbúar álfunnar missi traust á sambandinu standi aðildarríkin ekki saman í neyð sem hún líkir við síðari heimsstyrjöldina sem Spánverjar tóku raunar ekki þátt í. „Við þurfum að aðstoða önnur ríki og þess vegna var Evrópusambandið upphaflega stofnað, á þeim tíma eftir bókstaflegt stríð, nú háum við stríð gegn faraldri,“ sagði Montero í sjónvarpviðtali á Spáni. Í sama streng tók Luis Planas, landbúnaðarráðherra Spánar þar sem 14.555 manns hafa látið lífið í faraldrinum og hátt í 147.000 manns smitast. „Þetta er lykilmálefni sem framtíð Evrópusambandsins veltur á,“ sagði Planas í útvarpsviðtali. Til stendur þó að halda viðræðum evruríkjanna áfram á morgun og bæði Planas og Montero lýsa bjartsýni um gang þeirra. Evrópusambandið hefur þegar aflétt takmörkunum á ríkisaðstoð og leyft aðildarríkjunum að auka skuldsetningu sína til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum faraldursins. Spánn, Frakkland, Ítalía og fleiri ríki telja þó ekki nógu langt gengið. Spánn Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Viðræður fjármálaráðherra ríkjanna um björgunarpakka fyrir löndin sem eru verst stödd fóru út um þúfur í nótt. Samkomulag um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja er sagt hafa strandað á deilum Ítala og Hollendinga um skilmála lánveitinga til evruríkja sem glíma við faraldurinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjármálaráðherrarnir funduðu í alla nótt en án árangurs. María Jesús Montero, talskona ríkisstjórnar Spánar, segir að íbúar álfunnar missi traust á sambandinu standi aðildarríkin ekki saman í neyð sem hún líkir við síðari heimsstyrjöldina sem Spánverjar tóku raunar ekki þátt í. „Við þurfum að aðstoða önnur ríki og þess vegna var Evrópusambandið upphaflega stofnað, á þeim tíma eftir bókstaflegt stríð, nú háum við stríð gegn faraldri,“ sagði Montero í sjónvarpviðtali á Spáni. Í sama streng tók Luis Planas, landbúnaðarráðherra Spánar þar sem 14.555 manns hafa látið lífið í faraldrinum og hátt í 147.000 manns smitast. „Þetta er lykilmálefni sem framtíð Evrópusambandsins veltur á,“ sagði Planas í útvarpsviðtali. Til stendur þó að halda viðræðum evruríkjanna áfram á morgun og bæði Planas og Montero lýsa bjartsýni um gang þeirra. Evrópusambandið hefur þegar aflétt takmörkunum á ríkisaðstoð og leyft aðildarríkjunum að auka skuldsetningu sína til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum faraldursins. Spánn, Frakkland, Ítalía og fleiri ríki telja þó ekki nógu langt gengið.
Spánn Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20