Lýsa yfir neyðarástandi í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 12:09 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa Eþíópíu. EPA/Stian Lysberg Solum Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ríkisstjórn hans hefur þegar gripið til umfangsmikilla aðgerða ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og til marks um það hefur skólum verið lokað og samkomubann sett á, auk annarra aðgerða. Einungis 52 smit hafa verið staðfest í Eþíópíu og tveir eru dánir. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir ekkert um hvaða viðbótaraðgerðum verði beitt en Eþíópía hefur ekki gripið til útgöngubanns eins og gert hefur verið í ýmsum öðrum ríkjum á svæðinu eins og Rúanda og Úganda. Þingmenn þurfa samkvæmt stjórnarskrá landsins að samþykkja neyðarástandið og á það að gilda í sex mánuði. Considering the gravity of the #COVID19, the Government of Ethiopia has enacted a State of Emergency according to Article 93 of the Constitution. PM @AbiyAhmedAli calls upon all to follow the ensuing measures that will further define the SOE. #PMOEthiopia https://t.co/wE93q32CLq— Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) April 8, 2020 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa. Hann hefur biðlað til íbúa að fylgja tilmælum yfirvalda og varaði hann þá sem grafa undan baráttunni gegn veirunni við því að það hefði alvarlega lagalegar afleiðingar. Um helgina sagði Abiy að harðari aðgerðir eins og útgöngubann væri óraunsætt í Eþíópíu þar sem svo margir væri heimilislausir og fátækt mikil, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Jawar Mohammed, einn forsvarsmanna stjórnarandstöðu Eþíópíu, segir að í ljósi þessa sé óljóst til hvers þurfi að lýsa yfir neyðarástandi. Stjórnarandstaðan óttast að neyðarástandið muni leiða til mannréttindabrota, sem hefur verið algengt vandamál í ríkinu á undanförnum árum og þá sérstaklega í tengslum við umfangsmikil mótmæli undanfarin ára. Þau mótmæli komu Abiy í raun til valda og fyrri ríkisstjórn barðist gegn þeim af mikilli hörku. Þar að auki stóð til að halda kosningar í ágúst. Þeim hefur þó verið frestað vegna faraldursins en ekki liggur fyrir enn hvenær þær munu fara fram. Eþíópía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ríkisstjórn hans hefur þegar gripið til umfangsmikilla aðgerða ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og til marks um það hefur skólum verið lokað og samkomubann sett á, auk annarra aðgerða. Einungis 52 smit hafa verið staðfest í Eþíópíu og tveir eru dánir. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir ekkert um hvaða viðbótaraðgerðum verði beitt en Eþíópía hefur ekki gripið til útgöngubanns eins og gert hefur verið í ýmsum öðrum ríkjum á svæðinu eins og Rúanda og Úganda. Þingmenn þurfa samkvæmt stjórnarskrá landsins að samþykkja neyðarástandið og á það að gilda í sex mánuði. Considering the gravity of the #COVID19, the Government of Ethiopia has enacted a State of Emergency according to Article 93 of the Constitution. PM @AbiyAhmedAli calls upon all to follow the ensuing measures that will further define the SOE. #PMOEthiopia https://t.co/wE93q32CLq— Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) April 8, 2020 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa. Hann hefur biðlað til íbúa að fylgja tilmælum yfirvalda og varaði hann þá sem grafa undan baráttunni gegn veirunni við því að það hefði alvarlega lagalegar afleiðingar. Um helgina sagði Abiy að harðari aðgerðir eins og útgöngubann væri óraunsætt í Eþíópíu þar sem svo margir væri heimilislausir og fátækt mikil, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Jawar Mohammed, einn forsvarsmanna stjórnarandstöðu Eþíópíu, segir að í ljósi þessa sé óljóst til hvers þurfi að lýsa yfir neyðarástandi. Stjórnarandstaðan óttast að neyðarástandið muni leiða til mannréttindabrota, sem hefur verið algengt vandamál í ríkinu á undanförnum árum og þá sérstaklega í tengslum við umfangsmikil mótmæli undanfarin ára. Þau mótmæli komu Abiy í raun til valda og fyrri ríkisstjórn barðist gegn þeim af mikilli hörku. Þar að auki stóð til að halda kosningar í ágúst. Þeim hefur þó verið frestað vegna faraldursins en ekki liggur fyrir enn hvenær þær munu fara fram.
Eþíópía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira