Sjálfsögðu miðlarnir Olga Björt Þórðardóttir skrifar 8. apríl 2020 12:00 Sem barni fannst mér spennandi þegar svarthvítu bæjarblöð þess tíma komu inn um bréfalúguna. Það var skemmtilegt að fletta þeim og skoða hvort ég þekkti einhver andlit. Oftast var um að ræða krakka sem höfðu efnt til hlutaveltu og mynd tekin af þeim á skrifstofu bæjarblaðsins eða krakkar sem höfðu náð góðum árangri í íþróttum með bikara og verðlaunapeninga. Einstaka sinnum kannaðist ég við andlit í spurningu vikunnar og hrópaði þá upp yfir mig af ánægju og sýndi foreldrum. Um og yfir tvítugt fór ég að taka meira eftir auglýsingum, m.a. frá tískuvöruverslunum, hárgreiðslustofum og slíku. Þá voru margar auglýsingar í blöðunum. Og ég las greinar eftir fólk sem ég kannaðist við eða hafði mætur á. Áfram skiptu þó myndir af fólki mestu máli og hvort ég náði að greina einhvern sem ég þekkti. Í kringum kosningar reyndi ég að kynna mér einhver mál af dýpt sem fjallað var um í bæjarblaðinu en þó hafði ýmislegt annað áhrif á ákvarðanir í kjörklefum, eins og hvort fólk var góðlegt í framan, hafði traust yfirbragð - eða hvort ég þekkti andlitin. Eftir að hafa starfað í banka og gjaldheimtu fór ég meira að taka eftir nauðungaruppboðum og risastórum auglýsingum bankanna, síðu eftir síðu, um mikilvægi þess að stofna gjaldeyrisreikninga og trompbækur með háum innlánsvöxtum. Og ég fór jafnframt að lesa viðtöl við áhugavert fólk og fjölbreyttar fréttir. Áhugi á málefnum breytist með þroska, aldri og reynslu en bæjarblöð eru samt einhvern veginn fastur hluti af tilverunni. Þrátt fyrir að þau hafi líka breyst út frá tíðaranda hverju sinni, sinna þau alltaf mikilvægu hlutverki og höfða til margra kynslóða. Þau þykja einhvern veginn orðin sjálfsögð. Þegar ég kynntist bæjarblaðamennsku fyrst sem starfsvettvangi fyrir sjö árum tók ég sérstaklega eftir einlægum vilja ritstjórna til að vekja athygli á og fjalla um menningu, listir, íþróttir og ýmsa viðburði af metnaði og áhuga. Og leyfa ólíkum röddum að hljóma í aðsendum greinum. Hjá bæjarblöðum hefur einhvern veginn ávallt verið vís skilningur í garð fólks sem hefur haft úr litlu fjármagni að moða til að koma fallegum hugsjónum í framkvæmd sem hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á bæjarbrag, menningu og samstöðu í nærsamfélögum. Eftir að ég varð ritstjóri bæjarblaðs fyrir þremur árum, og síðar útgefandi, hef ég fundið sterkt hversu mikið nærsamfélagið reiðir sig á þessa tegund fjölmiðlunar til að koma málefnum á framfæri, benda á fólk sem er að gera góða hluti eða hefur áhugaverða sögu að segja. Ég hef oft fengið skilaboð á samfélagsmiðlum um eitthvað sem er að gerast akkúrat þá stundina og hvort ég vilji ekki skjótast með myndavélina og gera því skil. Og svo eru það öll félagasamtökin sem sífellt safna fjármunum til að láta gott af sér leiða og ég er alltaf stolt af að vekja athygli á. Efnistökin eru endalaus. Eins og víða hefur komið fram hafa einkareknir fjölmiðlar líklega aldrei átt jafn mikið undir högg að sækja og um þessar mundir. Krafan um framleiðslu á efni frá þeim hefur þó á sama tíma líklega aldrei verið meiri - og samkeppnin er hörð á óvenju rýrum auglýsingamarkaði vegna covid-19. Prentunar- og dreifingarkostnaður er mikill og æ fleiri auglýsendur velja aðrar leiðir en bæjarblöðin og þá oftast samfélagsmiðla sem enn eru ekki skattlagðir á Íslandi. Eigendur margra bæjarblaða hafa undanfarin ár haldið úti rekstri nánast einungis því þeir eygðu von um stuðning frá ríkinu fyrir tilstuðlan fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir bundu vonir við það en munu að öllum líkindum týna tölunni hver af öðrum á næstu mánuðum ef ekki verður gripið inn í. Bæjarmiðlar eru ekki einhver munaðarvara sem má missa sín í fjölmiðlaflórunni. Þvert á móti gegna þeir mikilvægu hlutverki í nærsamfélögum sem þeir sinna, hver á sinn hátt, einmitt á tímum eins og núna þegar samtakamátturinn er mikilvægari en allt. Þeir fanga sálina í hverju bæjarfélagi og við þurfum saman að standa vörð um hlutverk þeirra. Við höfum reitt okkur á þjónustu þeirra áratugum saman. Núna reiða þeir sig á okkar stuðning. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Hafnfirðings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sem barni fannst mér spennandi þegar svarthvítu bæjarblöð þess tíma komu inn um bréfalúguna. Það var skemmtilegt að fletta þeim og skoða hvort ég þekkti einhver andlit. Oftast var um að ræða krakka sem höfðu efnt til hlutaveltu og mynd tekin af þeim á skrifstofu bæjarblaðsins eða krakkar sem höfðu náð góðum árangri í íþróttum með bikara og verðlaunapeninga. Einstaka sinnum kannaðist ég við andlit í spurningu vikunnar og hrópaði þá upp yfir mig af ánægju og sýndi foreldrum. Um og yfir tvítugt fór ég að taka meira eftir auglýsingum, m.a. frá tískuvöruverslunum, hárgreiðslustofum og slíku. Þá voru margar auglýsingar í blöðunum. Og ég las greinar eftir fólk sem ég kannaðist við eða hafði mætur á. Áfram skiptu þó myndir af fólki mestu máli og hvort ég náði að greina einhvern sem ég þekkti. Í kringum kosningar reyndi ég að kynna mér einhver mál af dýpt sem fjallað var um í bæjarblaðinu en þó hafði ýmislegt annað áhrif á ákvarðanir í kjörklefum, eins og hvort fólk var góðlegt í framan, hafði traust yfirbragð - eða hvort ég þekkti andlitin. Eftir að hafa starfað í banka og gjaldheimtu fór ég meira að taka eftir nauðungaruppboðum og risastórum auglýsingum bankanna, síðu eftir síðu, um mikilvægi þess að stofna gjaldeyrisreikninga og trompbækur með háum innlánsvöxtum. Og ég fór jafnframt að lesa viðtöl við áhugavert fólk og fjölbreyttar fréttir. Áhugi á málefnum breytist með þroska, aldri og reynslu en bæjarblöð eru samt einhvern veginn fastur hluti af tilverunni. Þrátt fyrir að þau hafi líka breyst út frá tíðaranda hverju sinni, sinna þau alltaf mikilvægu hlutverki og höfða til margra kynslóða. Þau þykja einhvern veginn orðin sjálfsögð. Þegar ég kynntist bæjarblaðamennsku fyrst sem starfsvettvangi fyrir sjö árum tók ég sérstaklega eftir einlægum vilja ritstjórna til að vekja athygli á og fjalla um menningu, listir, íþróttir og ýmsa viðburði af metnaði og áhuga. Og leyfa ólíkum röddum að hljóma í aðsendum greinum. Hjá bæjarblöðum hefur einhvern veginn ávallt verið vís skilningur í garð fólks sem hefur haft úr litlu fjármagni að moða til að koma fallegum hugsjónum í framkvæmd sem hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á bæjarbrag, menningu og samstöðu í nærsamfélögum. Eftir að ég varð ritstjóri bæjarblaðs fyrir þremur árum, og síðar útgefandi, hef ég fundið sterkt hversu mikið nærsamfélagið reiðir sig á þessa tegund fjölmiðlunar til að koma málefnum á framfæri, benda á fólk sem er að gera góða hluti eða hefur áhugaverða sögu að segja. Ég hef oft fengið skilaboð á samfélagsmiðlum um eitthvað sem er að gerast akkúrat þá stundina og hvort ég vilji ekki skjótast með myndavélina og gera því skil. Og svo eru það öll félagasamtökin sem sífellt safna fjármunum til að láta gott af sér leiða og ég er alltaf stolt af að vekja athygli á. Efnistökin eru endalaus. Eins og víða hefur komið fram hafa einkareknir fjölmiðlar líklega aldrei átt jafn mikið undir högg að sækja og um þessar mundir. Krafan um framleiðslu á efni frá þeim hefur þó á sama tíma líklega aldrei verið meiri - og samkeppnin er hörð á óvenju rýrum auglýsingamarkaði vegna covid-19. Prentunar- og dreifingarkostnaður er mikill og æ fleiri auglýsendur velja aðrar leiðir en bæjarblöðin og þá oftast samfélagsmiðla sem enn eru ekki skattlagðir á Íslandi. Eigendur margra bæjarblaða hafa undanfarin ár haldið úti rekstri nánast einungis því þeir eygðu von um stuðning frá ríkinu fyrir tilstuðlan fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir bundu vonir við það en munu að öllum líkindum týna tölunni hver af öðrum á næstu mánuðum ef ekki verður gripið inn í. Bæjarmiðlar eru ekki einhver munaðarvara sem má missa sín í fjölmiðlaflórunni. Þvert á móti gegna þeir mikilvægu hlutverki í nærsamfélögum sem þeir sinna, hver á sinn hátt, einmitt á tímum eins og núna þegar samtakamátturinn er mikilvægari en allt. Þeir fanga sálina í hverju bæjarfélagi og við þurfum saman að standa vörð um hlutverk þeirra. Við höfum reitt okkur á þjónustu þeirra áratugum saman. Núna reiða þeir sig á okkar stuðning. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Hafnfirðings.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun