Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. apríl 2020 19:00 Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. Heimilisfriður er meðferðarúrrði fyrir gerendur heimilisofbeldis. Í meðferðinni er miðað við að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sálfræðingar hjá Heimilisfriði fundið fyrir auknum þunga. „Bæði hjá þeim sem hafa verið hjá okkur og þeim sem eru í meðferð, hafa verið um skemmri eða lengri tíma. Maður finnur að það er að þyngjast róðurinn, það er erfiðari undiraldan og það er aukning á nýjum málum,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Ákveðið hefur verið að auka þjónustu um páskana til að bregðast við. Opið verður fyrir síma á dagvinnutíma um pásakana. Andrés segir að nú sé mikið um að fólk, sem áður hefur leitað sér aðstoðar vegna ofbeldishegðunar, hafi samband. „Það er að hringja, passa sig meira, koma oftar, vilja koma oftar og hraðar. Þau hafa áhyggjur af því að nú þegar spennan er meiri, yfirvofandi óvissa, þá er hættara við að þeir gera eitthvað sem þau verða mjög ósátt við,“ segir Andrés. Þá sé alveg ljóst að aukning hafi orðið á heimilisofbeldismálum á síðustu vikum. Það sjáist á fjölda nýrra skjólstæðinga. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Það eru auðvitað merki sem við erum að sjá sem eru ekki góð,“ segir Andrés og bætir við að áfengisnotkun sé áhyggjuefni. „Við vitum það að þegar svona er þá er alltaf hætta, fólk er meira heima að líta á þetta sem einhvern allsherjar frítíma þar sem við erum að nota áfengi mikið meira en áður og því fylgja bara ákveðnar áhættur, sérstaklega í kring um ofbeldishegðun,“ segir Andrés. Fjölskyldumál Félagsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. Heimilisfriður er meðferðarúrrði fyrir gerendur heimilisofbeldis. Í meðferðinni er miðað við að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sálfræðingar hjá Heimilisfriði fundið fyrir auknum þunga. „Bæði hjá þeim sem hafa verið hjá okkur og þeim sem eru í meðferð, hafa verið um skemmri eða lengri tíma. Maður finnur að það er að þyngjast róðurinn, það er erfiðari undiraldan og það er aukning á nýjum málum,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Ákveðið hefur verið að auka þjónustu um páskana til að bregðast við. Opið verður fyrir síma á dagvinnutíma um pásakana. Andrés segir að nú sé mikið um að fólk, sem áður hefur leitað sér aðstoðar vegna ofbeldishegðunar, hafi samband. „Það er að hringja, passa sig meira, koma oftar, vilja koma oftar og hraðar. Þau hafa áhyggjur af því að nú þegar spennan er meiri, yfirvofandi óvissa, þá er hættara við að þeir gera eitthvað sem þau verða mjög ósátt við,“ segir Andrés. Þá sé alveg ljóst að aukning hafi orðið á heimilisofbeldismálum á síðustu vikum. Það sjáist á fjölda nýrra skjólstæðinga. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Það eru auðvitað merki sem við erum að sjá sem eru ekki góð,“ segir Andrés og bætir við að áfengisnotkun sé áhyggjuefni. „Við vitum það að þegar svona er þá er alltaf hætta, fólk er meira heima að líta á þetta sem einhvern allsherjar frítíma þar sem við erum að nota áfengi mikið meira en áður og því fylgja bara ákveðnar áhættur, sérstaklega í kring um ofbeldishegðun,“ segir Andrés.
Fjölskyldumál Félagsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29