Tryggvi: Hemmi var svo lélegur í bakverðinum að hann varð að vera í miðverðinum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 16:00 Tryggvi og Hermann ólust upp saman í Vestmannaeyjum og léku einnig saman með landsliðinu. VÍSIR Tryggvi Guðmundsson var með Hermann Hreiðarsson í miðverðinum í draumaliði sínu á Íslandi. Ástæðan var einfaldlega sú að hann gat ekki látið Hermann, eða Hemma eins og hann er oftast kallaður, í vinstri bakvörðinn því hann hafi verið svo slakur þar. Tryggvi var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi en þessi magnaði markaskorari valdi meðal annars úrvalslið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Ég hefði getað sett Hemma í vinstri bakvörðinn í stað Matt Garner og komið þar af leiðandi öðrum varnarmanni inn í staðinn en Hemmi var bara svo lélegur í bakverðinum,“ sagði Tryggvi og glotti við tönn. „Hann þurfti að fá miðvörðinn en ég og Hemmi erum jafnaldrar og ólumst upp saman. Hann var í Týr en ég var mesta partinn í Þór þó að ég hafi stolist yfir í Týr í lokin og spilað með Hemma. Við þekkjum hvorn annan vel og höfum gert. Við spiluðum auðvitað saman með ÍBV.“ Tryggvi segir að Hermann hafi látið vel finna fyrir sér; bæði inni á vellinum sem og utan hans. „Eftir að hann stækkaði. Hann var náttúrlega bara peð og svo á stuttum tíma þá verður hann þetta „monster“. Við vorum auðvitað líka saman í landsliðinu þó að þetta lið sé ekki tengt landsliðinu. Herbergisfélagar í mörg ár með landsliðinu og hann var allt í einu fílhraustur. Hann datt úr því að vera ekkert í að verða allt. Hann var alltaf að lemja mig og sýna sig fyrir strákunum í landsliðinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Tryggva um Hermann Hreiðarsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson var með Hermann Hreiðarsson í miðverðinum í draumaliði sínu á Íslandi. Ástæðan var einfaldlega sú að hann gat ekki látið Hermann, eða Hemma eins og hann er oftast kallaður, í vinstri bakvörðinn því hann hafi verið svo slakur þar. Tryggvi var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi en þessi magnaði markaskorari valdi meðal annars úrvalslið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Ég hefði getað sett Hemma í vinstri bakvörðinn í stað Matt Garner og komið þar af leiðandi öðrum varnarmanni inn í staðinn en Hemmi var bara svo lélegur í bakverðinum,“ sagði Tryggvi og glotti við tönn. „Hann þurfti að fá miðvörðinn en ég og Hemmi erum jafnaldrar og ólumst upp saman. Hann var í Týr en ég var mesta partinn í Þór þó að ég hafi stolist yfir í Týr í lokin og spilað með Hemma. Við þekkjum hvorn annan vel og höfum gert. Við spiluðum auðvitað saman með ÍBV.“ Tryggvi segir að Hermann hafi látið vel finna fyrir sér; bæði inni á vellinum sem og utan hans. „Eftir að hann stækkaði. Hann var náttúrlega bara peð og svo á stuttum tíma þá verður hann þetta „monster“. Við vorum auðvitað líka saman í landsliðinu þó að þetta lið sé ekki tengt landsliðinu. Herbergisfélagar í mörg ár með landsliðinu og hann var allt í einu fílhraustur. Hann datt úr því að vera ekkert í að verða allt. Hann var alltaf að lemja mig og sýna sig fyrir strákunum í landsliðinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Tryggva um Hermann Hreiðarsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira