„Var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 14:30 Brandur Olsen hafði spilað tvö sumur í Hafnarfirði. vísir/bára Freyr Alexandersson trúir því að FH geti barist við toppinn en Hjörvar Hafliðason segir að Fimleikafélagið þurfi leikmenn ætli liðið að berjast um gullið í Pepsi Max-deild karla. FH var á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld á miðvikudagskvöldið þar sem Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir sviðið. FH var eitt þeirra liða sem var rætt um. „FH getur hiklaust verið að keppa við toppinn. Þú nefnir þennan blástur sem var vegna launagreiðslna og fjármála í kringum áramót. Kannski var það ágætt að þeir voru búnir að rétta af sína reikninga og fara í endurskoðun fyrir þetta Covid sem er yfir okkur núna. Ég held að það hafi verið fleiri lið í sama pakka en FH-liðið var eina liðið sem var í umfjöllun. Það eru fullt af þjálfurum og leikmönnum sem eru búnir að taka á sig launalækkanir núna en það fer ekket endilega í fjölmiðla. Það er misjafnt hvað ratar þangað,“ sagði Freyr. Hann hélt áfram. „FH-liðið er að mínu mati með gríðarlega sterkt byrjunarlið. Það eru sterkir fyrstu ellefu eða tólf en þetta verður mjög áhugavert mót hvernig liðin koma undan þessu tímabili sem við erum að ganga í gegnum núna. Þá ætla ég að leyfa mér að setja ábyrgðina á Óla og hans teymi sem er eitt stærsta þjálfarateymið í deildinni. Gríðarlega reyndir og öflugir menn, allir með tölu, og ég set pressuna og væntingar til þeirra. Gæðin eru í leikmannahópnum.“ Hjörvar Hafliðason er ekki svo sammála aðstoðarlandsliðsþjálfaranum og segir að þeir hvítklæddu úr Hafnarfirði þurfi leikmenn í stað þeirra sem farnir eru. Brandur Olsen var meðal annars seldur til Helsingborgar í Svíþjóð. „Stóru karakterarnir eru farnir; Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson. Leikmannahópurinn er mjög lítill og þeir eru að fara í Evrópukeppni og mögulega verður þessu þjappað enn frekar. Lítill leikmannahópur og búnir að missa alla þessa leikmenn. Brandur er líka farinn. Hann var á sínum degi kannski besti fótboltamaður í liðinu,“ sagði Hjörvar og þá tók Freyr við boltanum á ný: „Brandur var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu á deginum sínum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld FH Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Freyr Alexandersson trúir því að FH geti barist við toppinn en Hjörvar Hafliðason segir að Fimleikafélagið þurfi leikmenn ætli liðið að berjast um gullið í Pepsi Max-deild karla. FH var á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld á miðvikudagskvöldið þar sem Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir sviðið. FH var eitt þeirra liða sem var rætt um. „FH getur hiklaust verið að keppa við toppinn. Þú nefnir þennan blástur sem var vegna launagreiðslna og fjármála í kringum áramót. Kannski var það ágætt að þeir voru búnir að rétta af sína reikninga og fara í endurskoðun fyrir þetta Covid sem er yfir okkur núna. Ég held að það hafi verið fleiri lið í sama pakka en FH-liðið var eina liðið sem var í umfjöllun. Það eru fullt af þjálfurum og leikmönnum sem eru búnir að taka á sig launalækkanir núna en það fer ekket endilega í fjölmiðla. Það er misjafnt hvað ratar þangað,“ sagði Freyr. Hann hélt áfram. „FH-liðið er að mínu mati með gríðarlega sterkt byrjunarlið. Það eru sterkir fyrstu ellefu eða tólf en þetta verður mjög áhugavert mót hvernig liðin koma undan þessu tímabili sem við erum að ganga í gegnum núna. Þá ætla ég að leyfa mér að setja ábyrgðina á Óla og hans teymi sem er eitt stærsta þjálfarateymið í deildinni. Gríðarlega reyndir og öflugir menn, allir með tölu, og ég set pressuna og væntingar til þeirra. Gæðin eru í leikmannahópnum.“ Hjörvar Hafliðason er ekki svo sammála aðstoðarlandsliðsþjálfaranum og segir að þeir hvítklæddu úr Hafnarfirði þurfi leikmenn í stað þeirra sem farnir eru. Brandur Olsen var meðal annars seldur til Helsingborgar í Svíþjóð. „Stóru karakterarnir eru farnir; Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson. Leikmannahópurinn er mjög lítill og þeir eru að fara í Evrópukeppni og mögulega verður þessu þjappað enn frekar. Lítill leikmannahópur og búnir að missa alla þessa leikmenn. Brandur er líka farinn. Hann var á sínum degi kannski besti fótboltamaður í liðinu,“ sagði Hjörvar og þá tók Freyr við boltanum á ný: „Brandur var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu á deginum sínum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld FH Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira