Algjört tekjufall hjá leiðsögumönnum og takmarkaðar bætur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2020 15:19 Óttast er að leiðsögumenn hafi ekki atvinnu næstu þrjá mánuði hið minnsta enda hefur alveg verið skrúfað fyrir ferðamannastrauminn. Vísir/getty Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður leiðsögumannafélagsins, bendir á að þar sem leiðsögumenn eru sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur þá sé staðan grafalvarleg. „Það varð algjört tekjufall strax og svo er ekkert bjart framundan. Það er búið að aflýsa öllum ferðum í apríl, maí og sjálfsagt í júní líka. Svo veit maður ekkert hvort það verði einhverjar takmarkanir á komu ferðamanna í sumar og hvort það verði þá einhver vinna þá. Þannig að ástandið er erfitt og lítur ekkert vel út,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn geta sótt um atvinnuleysisbætur en vandinn er að bæturnar eru í engum takti við tekjurnar, að sögn Péturs. Útreiknað starfshlutfall sé afar óheppileg leið, bæði vegna verkefnanna og árstímans. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, hefur miklar áhyggjur af félagsmönnum sínum. „Atvinnuleysisbætur miða oft við síðustu mánuði og hvernig tekjurnar og vinnan var þá. Þar sem þetta gerist á þessum tíma árs, þar sem hefur lítið verið að gera yfir háveturinn, þá hafa leiðsögumenn ekki haft mikla vinnu núna. Hefði þetta gerst í október, eftir sumarvertíðina, þá hefðu allir verið með fulla vinnu og getað tekið smá högg. En núna er lítið í buddunni.“ Óttast flótta úr stéttinni Pétur Gauti segir heppilegri leiðað skoða síðasta skattaár og miða viðtekjur ársins 2019 og menn fengju hlutfall af þvísem þeir höfðu að meðaltali ílaun á mánuði það ár. Erindi og fyrirspurnir hafi verið sendar til yfirvalda, bæði Vinnumálastofnunar og stjórnmálamanna, en engin svör borist. Hann segir þungt hljóð íleiðsögumönnum, flestir séu að fánokkra tugi þúsunda í bætur og engin verkefni í sjónmáli. „Eftir síðustu kreppu var það ferðaþjónustan sem kom Íslandi út úr því og leiðsögumenn eru þar í framlínustétt. Þegar þessu linnir þá koma hingað fullt af ferðamönnum aftur og við höfum stórar áhyggjur af því að það verði engir leiðsögumenn eftir í stéttinni ef atvinnuöryggi og tryggingar eru svona. Leiðsögumenn verði bara komnir í eitthvað annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður leiðsögumannafélagsins, bendir á að þar sem leiðsögumenn eru sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur þá sé staðan grafalvarleg. „Það varð algjört tekjufall strax og svo er ekkert bjart framundan. Það er búið að aflýsa öllum ferðum í apríl, maí og sjálfsagt í júní líka. Svo veit maður ekkert hvort það verði einhverjar takmarkanir á komu ferðamanna í sumar og hvort það verði þá einhver vinna þá. Þannig að ástandið er erfitt og lítur ekkert vel út,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn geta sótt um atvinnuleysisbætur en vandinn er að bæturnar eru í engum takti við tekjurnar, að sögn Péturs. Útreiknað starfshlutfall sé afar óheppileg leið, bæði vegna verkefnanna og árstímans. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, hefur miklar áhyggjur af félagsmönnum sínum. „Atvinnuleysisbætur miða oft við síðustu mánuði og hvernig tekjurnar og vinnan var þá. Þar sem þetta gerist á þessum tíma árs, þar sem hefur lítið verið að gera yfir háveturinn, þá hafa leiðsögumenn ekki haft mikla vinnu núna. Hefði þetta gerst í október, eftir sumarvertíðina, þá hefðu allir verið með fulla vinnu og getað tekið smá högg. En núna er lítið í buddunni.“ Óttast flótta úr stéttinni Pétur Gauti segir heppilegri leiðað skoða síðasta skattaár og miða viðtekjur ársins 2019 og menn fengju hlutfall af þvísem þeir höfðu að meðaltali ílaun á mánuði það ár. Erindi og fyrirspurnir hafi verið sendar til yfirvalda, bæði Vinnumálastofnunar og stjórnmálamanna, en engin svör borist. Hann segir þungt hljóð íleiðsögumönnum, flestir séu að fánokkra tugi þúsunda í bætur og engin verkefni í sjónmáli. „Eftir síðustu kreppu var það ferðaþjónustan sem kom Íslandi út úr því og leiðsögumenn eru þar í framlínustétt. Þegar þessu linnir þá koma hingað fullt af ferðamönnum aftur og við höfum stórar áhyggjur af því að það verði engir leiðsögumenn eftir í stéttinni ef atvinnuöryggi og tryggingar eru svona. Leiðsögumenn verði bara komnir í eitthvað annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira