Grafíski hönnuðurinn Viktor Weisshappel setti saman langan föstudagsplaylista í tilefni föstudagsins langa.
Þar er farið um víðan völl, frá ítaló-diskói yfir í sveskjukraut, út fyrir endimörk alheimsins og til baka.
Viktor rekur hönnunarstofuna Ulysses ásamt Albert Muñoz, og er þar að auki á bak við vefinn Postprent ásamt Þórði Hans Baldurssyni.
Postprent stendur fyrir Sóttqueen átakinu um þessar mundir, en í því er safnað saman list sem íslenskir listamenn eru að vinna að í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Á vefnum er svo hægt að fjárfesta í alls kyns prentverkum úr því sem safnast hefur saman.