Kórónuveiran herjar á þau varnarlausu Þórir Guðmundsson skrifar 11. apríl 2020 17:25 Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast bæði veirunni og kreppunni sem hún er að valda. Þessi veira legst af mestu afli á þau sem geta ekki varið sig, þurfa að mæta á vinnustað til að afla sér tekna og búa í samfélögum þar sem þéttbýlið og mannmergðin koma í veg fyrir að hægt sé að halda fjarlægðarmörkum milli fólks. Í Bandaríkjunum eru menn farnir að taka eftir því að dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum eru hlutfallslega fleiri meðal blökkufólks en hvítra. Í Maryland, þar sem svartir eru 30 prósent íbúanna, eru svartir rúmlega helmingur þeirra sem hafa látist úr faraldrinum. Í Chicago eru líka 30 prósent íbúa svartir en 70 prósent þeirra sem hafa smitast. Í New York borg eru 34 prósent þeirra sem hafa látið lífið upprunnir frá rómönsku Ameríku en þeir eru 29 prósent íbúa borgarinnar. Enn er ekki hægt að segja til um hvort ójafnvægið sé vegna þess að blökkufólk búi þrengra, gegni oftar störfum sem krefjast nálægðar, sé heilsufarslega ver á sig komið eða eigi ekki kost á jafn góðri læknisþjónustu. Það er hins vegar alveg hægt að gera því skóna að það tengist á einhvern hátt því að svartir eru almennt tekjulægri en hvítir með öllum þeim afleiðingum sem það hefur. Um allan heim sjáum við fram á gífurlegt efnahagslegt áfall. Hér á landi og annars staðar á vesturlöndum héldu margir í upphafi faraldursins að áfallið myndi vara í nokkrar vikur, kannski tvo til þrjá mánuði. Nú er ljóst að niðursveiflan verður kreppa sem varir að minnsta kosti fram á næsta vetur og afleiðingar hennar miklu lengur. Eins og alltaf í áföllum þá verða berskjaldaðir fyrir mestu tjóni og eiga í mestum vanda við að komast í gegnum storminn. Því lengur sem hann geisar því ólíklegra er að þau sem ekki hafa bjargráð af einhverju tagi komist yfirleitt í gegnum hann. Fáir eru varnarlausari en íbúar fátækrahverfa og flóttamannabúða. Þeir búa þétt saman og reiða sig oft á störf sem krefjast nálægðar, svo sem götusölu, akstur eða íhlaupaverk. Um allan heim er fólk sem þarf að gera upp við sig hvort það ætlar að halda áfram að afla tekna með störfum sem setur það í hættu eða halda sig heima og láta fjölskylduna svelta. Þrettán milljónir manna búa í favelum í Brasilíu, kofaþyrpingum sem eru byggðar í hlíðum stórborganna, þar sem þrjár eða fjórar kynslóðir búa oft í litlum íbúðum. Hreinlætisaðstaða er léleg og velferðarnetið gisið þar sem það er yfirleitt til staðar. Á sama tíma og forseti landsins hlær að viðvörunum þá hækka dánartölurnar í landinu og veiran læðir sér um margmennið. Þau sem tilheyra hinum 70 milljóna manna hópi í heiminum, sem hefur orðið að flýja heimili sitt, geta ekki hlýtt tilmælum um að halda sig heima. Mörg þeirra hafast við eins og síld í tunnu í flóttamannabúðum þar sem þau þurfa að bíða í biðröð eftir að komast að vatni til að þvo hendurnar. Það eru ekki tveir metrar á milli fólks í þeirri biðröð. Stjórnvöld í Bangladess hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum meðal annars með því að loka milljón manna flóttamannabúðum Rohingja, sem hafa flúið frá Burma undanfarin ár. Í þéttbýlum búðunum er skortur á heilbrigðisþjónustu og þar, eins og víða, koma efnahagsþrengingar í ríku löndunum með hörku niður á þeim þegar félagasamtök og alþjóðastofnanir fá ekki lengur fé til hjálparstarfs. Flóttamannabúðir víða um heim eru tifandi tímasprengja kórónuveirunnar. Í Jemen kom upp tilfelli kórónuveiru í vikunni. Það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér skelfingarástandið í því stríðshrjáða landi nú þegar, hvað þá ef faraldurinn nær sér á strik. Þá verður ekki talað um álag á heilbrigðiskerfið. Það verður sem verða vill. Kórónuveiran er þannig langt frá því að ráðast jafnt á alla þó að hún fari í sjálfu sér ekki í manngreinarálit. Hér á Íslandi hefur hún nú þegar gert gífurlegan skaða sem ekki sér fyrir endann á. Annars staðar í heiminum eru þjóðir og samfélög rétt að uppgötva þennan vágest og hafa engar varnir við honum, engar leiðir til að forðast hann og engin bjargráð til að milda höggið þegar það kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Guðmundsson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast bæði veirunni og kreppunni sem hún er að valda. Þessi veira legst af mestu afli á þau sem geta ekki varið sig, þurfa að mæta á vinnustað til að afla sér tekna og búa í samfélögum þar sem þéttbýlið og mannmergðin koma í veg fyrir að hægt sé að halda fjarlægðarmörkum milli fólks. Í Bandaríkjunum eru menn farnir að taka eftir því að dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum eru hlutfallslega fleiri meðal blökkufólks en hvítra. Í Maryland, þar sem svartir eru 30 prósent íbúanna, eru svartir rúmlega helmingur þeirra sem hafa látist úr faraldrinum. Í Chicago eru líka 30 prósent íbúa svartir en 70 prósent þeirra sem hafa smitast. Í New York borg eru 34 prósent þeirra sem hafa látið lífið upprunnir frá rómönsku Ameríku en þeir eru 29 prósent íbúa borgarinnar. Enn er ekki hægt að segja til um hvort ójafnvægið sé vegna þess að blökkufólk búi þrengra, gegni oftar störfum sem krefjast nálægðar, sé heilsufarslega ver á sig komið eða eigi ekki kost á jafn góðri læknisþjónustu. Það er hins vegar alveg hægt að gera því skóna að það tengist á einhvern hátt því að svartir eru almennt tekjulægri en hvítir með öllum þeim afleiðingum sem það hefur. Um allan heim sjáum við fram á gífurlegt efnahagslegt áfall. Hér á landi og annars staðar á vesturlöndum héldu margir í upphafi faraldursins að áfallið myndi vara í nokkrar vikur, kannski tvo til þrjá mánuði. Nú er ljóst að niðursveiflan verður kreppa sem varir að minnsta kosti fram á næsta vetur og afleiðingar hennar miklu lengur. Eins og alltaf í áföllum þá verða berskjaldaðir fyrir mestu tjóni og eiga í mestum vanda við að komast í gegnum storminn. Því lengur sem hann geisar því ólíklegra er að þau sem ekki hafa bjargráð af einhverju tagi komist yfirleitt í gegnum hann. Fáir eru varnarlausari en íbúar fátækrahverfa og flóttamannabúða. Þeir búa þétt saman og reiða sig oft á störf sem krefjast nálægðar, svo sem götusölu, akstur eða íhlaupaverk. Um allan heim er fólk sem þarf að gera upp við sig hvort það ætlar að halda áfram að afla tekna með störfum sem setur það í hættu eða halda sig heima og láta fjölskylduna svelta. Þrettán milljónir manna búa í favelum í Brasilíu, kofaþyrpingum sem eru byggðar í hlíðum stórborganna, þar sem þrjár eða fjórar kynslóðir búa oft í litlum íbúðum. Hreinlætisaðstaða er léleg og velferðarnetið gisið þar sem það er yfirleitt til staðar. Á sama tíma og forseti landsins hlær að viðvörunum þá hækka dánartölurnar í landinu og veiran læðir sér um margmennið. Þau sem tilheyra hinum 70 milljóna manna hópi í heiminum, sem hefur orðið að flýja heimili sitt, geta ekki hlýtt tilmælum um að halda sig heima. Mörg þeirra hafast við eins og síld í tunnu í flóttamannabúðum þar sem þau þurfa að bíða í biðröð eftir að komast að vatni til að þvo hendurnar. Það eru ekki tveir metrar á milli fólks í þeirri biðröð. Stjórnvöld í Bangladess hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum meðal annars með því að loka milljón manna flóttamannabúðum Rohingja, sem hafa flúið frá Burma undanfarin ár. Í þéttbýlum búðunum er skortur á heilbrigðisþjónustu og þar, eins og víða, koma efnahagsþrengingar í ríku löndunum með hörku niður á þeim þegar félagasamtök og alþjóðastofnanir fá ekki lengur fé til hjálparstarfs. Flóttamannabúðir víða um heim eru tifandi tímasprengja kórónuveirunnar. Í Jemen kom upp tilfelli kórónuveiru í vikunni. Það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér skelfingarástandið í því stríðshrjáða landi nú þegar, hvað þá ef faraldurinn nær sér á strik. Þá verður ekki talað um álag á heilbrigðiskerfið. Það verður sem verða vill. Kórónuveiran er þannig langt frá því að ráðast jafnt á alla þó að hún fari í sjálfu sér ekki í manngreinarálit. Hér á Íslandi hefur hún nú þegar gert gífurlegan skaða sem ekki sér fyrir endann á. Annars staðar í heiminum eru þjóðir og samfélög rétt að uppgötva þennan vágest og hafa engar varnir við honum, engar leiðir til að forðast hann og engin bjargráð til að milda höggið þegar það kemur.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun