Heimsóknarbann líklega áfram í mánuði en mögulega sund í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. apríl 2020 18:30 Víðir Reynisson á upplýsingafundi dagsins. Lögreglan Tólf greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring. Alls hafa 889 náð bata og það er í fyrsta skipti sem þeir eru fleiri en þeir sem eru með virkt smit, sem eru 804. Yfirvöld vinna nú að áætlun um það hvernig samkomubanninu verður aflétt og stendur til að kynna þær í vikunni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að það verði að öllum líkindum gert í þremur til fjórum skrefum. Fyrsta þann 4 maí. „Sérfræðingar eru nokkuð sammála um að það þurfi að líða þrjár til fjórar vikur á milli skrefa til að sjá hvaða áhrif þessar afléttingar hafi á faraldurinn þannig það má reikna með því að þetta verði nokkur skref fram á sumarið sem við munum sjá breytingar í. Þetta mun ekki gerast allt saman 4. maí og við reiknum með tveimur til þremur skrefum eftir það,“ segir Víðir. Þannig verði einhvers konar takmarkanir út sumarið. Þá verði líklega slakað á banninu í öfugri röð miðað við hvernig það hvernig það var sett á. „Og dæmi um það sem er í skoðun er opnun á ýmissi starfsemi sem var lokað í síðustu aðgerð. Það er hugsanleg fjölgun á þeim sem mega koma saman í samkomubannið,“ segir Víðir og bætir við að ólíklegt sé að fjöldi þeirra sem mega koma saman verði færður úr tuttugu í hundrað í fyrstu aðgerðunum. „Frekar eitthvað þar á milli.“ Víðir segir að litið sé til annarra þjóða hvað fjöldann varðar. „Til dæmis í Danmörku er verið að opna leik og grunnskóla í komandi viku. Síðan ætla þeir að fara með samkomubannið sitt úr fimm í tíu um miðjan maí, þannig þjóðir eru greinilega að gera þetta mjög varlega,“ segir Víðir. Heimsóknarbann til viðkvæmustu hópana var með fyrstu takmörkununum sem settar voru á og má því ætla að verði síðast aflétt. „Vonandi fyrr en seinna en ég held að raunhæft sé að horfa á það sem hluta af aðgerðunum þegar komið er inn á sumarið,“ sergir Víðir. Hann telur að fólk komi til með að geta farið í sund í sumar. Heldurðu að það verði aflétt í fyrsta skrefinu ? „Nei mér finnst það ekki líklegt, en það er ekki ómögulegt,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring. Alls hafa 889 náð bata og það er í fyrsta skipti sem þeir eru fleiri en þeir sem eru með virkt smit, sem eru 804. Yfirvöld vinna nú að áætlun um það hvernig samkomubanninu verður aflétt og stendur til að kynna þær í vikunni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að það verði að öllum líkindum gert í þremur til fjórum skrefum. Fyrsta þann 4 maí. „Sérfræðingar eru nokkuð sammála um að það þurfi að líða þrjár til fjórar vikur á milli skrefa til að sjá hvaða áhrif þessar afléttingar hafi á faraldurinn þannig það má reikna með því að þetta verði nokkur skref fram á sumarið sem við munum sjá breytingar í. Þetta mun ekki gerast allt saman 4. maí og við reiknum með tveimur til þremur skrefum eftir það,“ segir Víðir. Þannig verði einhvers konar takmarkanir út sumarið. Þá verði líklega slakað á banninu í öfugri röð miðað við hvernig það hvernig það var sett á. „Og dæmi um það sem er í skoðun er opnun á ýmissi starfsemi sem var lokað í síðustu aðgerð. Það er hugsanleg fjölgun á þeim sem mega koma saman í samkomubannið,“ segir Víðir og bætir við að ólíklegt sé að fjöldi þeirra sem mega koma saman verði færður úr tuttugu í hundrað í fyrstu aðgerðunum. „Frekar eitthvað þar á milli.“ Víðir segir að litið sé til annarra þjóða hvað fjöldann varðar. „Til dæmis í Danmörku er verið að opna leik og grunnskóla í komandi viku. Síðan ætla þeir að fara með samkomubannið sitt úr fimm í tíu um miðjan maí, þannig þjóðir eru greinilega að gera þetta mjög varlega,“ segir Víðir. Heimsóknarbann til viðkvæmustu hópana var með fyrstu takmörkununum sem settar voru á og má því ætla að verði síðast aflétt. „Vonandi fyrr en seinna en ég held að raunhæft sé að horfa á það sem hluta af aðgerðunum þegar komið er inn á sumarið,“ sergir Víðir. Hann telur að fólk komi til með að geta farið í sund í sumar. Heldurðu að það verði aflétt í fyrsta skrefinu ? „Nei mér finnst það ekki líklegt, en það er ekki ómögulegt,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31