Fá fjölda símtala vegna sjálfsvígshugleiðinga um páskana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 10:04 Frá vetrarsólstöðugöngu samtakanna árið 2017. Facebook/Pieta Píeta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við bakið á aðstandendum, hefur merkt aukna aðsókn í símtalsúrræði sitt. Ákveðið var að hafa síma samtakanna opinn allan sólarhringinn um páskana. Framkvæmdastjóri samtakanna segir ljóst að samkomubann og einangrun reyni á marga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í dag. „Við bregðumst við lífinu eins og það er núna á þann hátt að hafa símann opinn og bjóða upp á hlýlegt spjall. Svo er ráðgjafi til staðar til að veita viðtal samdægurs og vinnur að því að koma viðkomandi til meðferðaraðila sem fyrst. Við erum afar meðvituð um að okkar hlutverk er að bregðast við aðstæðum með öllum leiðum sem mögulegar eru og okkur færar“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Hún bætir við að engum sé vísað frá samtökunum og allir séu velkomnir. Eins minnir hún á einkunnarorð samtakanna: „Það er alltaf von.“ „Þó svo að almenn þjónusta þarna úti í samfélaginu hafi breyst eða skerst þá er mikilvægt að muna að fæstum líður vel í svona ástandi og því verður að minna á það. Það hefur hvarflað að mér sá möguleiki að fólk upplifi að það sé skortur á heilbrigðisþjónustu og fólk jafnvel hugsi að það sé að taka tíma frá öðrum sem þurfi meira á honum að halda en það sjálft. Það er ekki rétt. Til að koma til móts við samfélagið þá höfum við aukið síma- og fjarþjónustu okkar, netspjallið er opið og meðferðaraðilar okkar leggja mikið á sig til þess að finna leiðir til að halda áfram meðferðarstarfi. Engum er vísað frá og besta leiðin er fundin fyrir hvern einstakling fyrir sig.“ Samtökin starfa undir leyfi Landlæknisembættisins bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir einstaklinga sem hafa tíðar hugsanir um að vilja ekki lifa, sjá ekki tilgang með lífinu, leita leiða til að binda endi á líf sitt, hafa misst vonina og líta á sjálfsvíg sem leið út úr vanlíðan. Einnig er boðið upp á viðtöl fyrir aðstandendur þeirra. Þegar einstaklingar þurfa önnur meðferðarúrræði en þau sem samtökin bjóða upp á er reynt eftir fremsta megni að aðstoða við leit á öðru úrræði. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Einnig er hægt að hafa samband við Píeta samtökin í gegn um netspjall, í síma 552-2218 eða á netfangið pieta@pieta.is. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Píeta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við bakið á aðstandendum, hefur merkt aukna aðsókn í símtalsúrræði sitt. Ákveðið var að hafa síma samtakanna opinn allan sólarhringinn um páskana. Framkvæmdastjóri samtakanna segir ljóst að samkomubann og einangrun reyni á marga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í dag. „Við bregðumst við lífinu eins og það er núna á þann hátt að hafa símann opinn og bjóða upp á hlýlegt spjall. Svo er ráðgjafi til staðar til að veita viðtal samdægurs og vinnur að því að koma viðkomandi til meðferðaraðila sem fyrst. Við erum afar meðvituð um að okkar hlutverk er að bregðast við aðstæðum með öllum leiðum sem mögulegar eru og okkur færar“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Hún bætir við að engum sé vísað frá samtökunum og allir séu velkomnir. Eins minnir hún á einkunnarorð samtakanna: „Það er alltaf von.“ „Þó svo að almenn þjónusta þarna úti í samfélaginu hafi breyst eða skerst þá er mikilvægt að muna að fæstum líður vel í svona ástandi og því verður að minna á það. Það hefur hvarflað að mér sá möguleiki að fólk upplifi að það sé skortur á heilbrigðisþjónustu og fólk jafnvel hugsi að það sé að taka tíma frá öðrum sem þurfi meira á honum að halda en það sjálft. Það er ekki rétt. Til að koma til móts við samfélagið þá höfum við aukið síma- og fjarþjónustu okkar, netspjallið er opið og meðferðaraðilar okkar leggja mikið á sig til þess að finna leiðir til að halda áfram meðferðarstarfi. Engum er vísað frá og besta leiðin er fundin fyrir hvern einstakling fyrir sig.“ Samtökin starfa undir leyfi Landlæknisembættisins bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir einstaklinga sem hafa tíðar hugsanir um að vilja ekki lifa, sjá ekki tilgang með lífinu, leita leiða til að binda endi á líf sitt, hafa misst vonina og líta á sjálfsvíg sem leið út úr vanlíðan. Einnig er boðið upp á viðtöl fyrir aðstandendur þeirra. Þegar einstaklingar þurfa önnur meðferðarúrræði en þau sem samtökin bjóða upp á er reynt eftir fremsta megni að aðstoða við leit á öðru úrræði. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Einnig er hægt að hafa samband við Píeta samtökin í gegn um netspjall, í síma 552-2218 eða á netfangið pieta@pieta.is.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira