Hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðislega áreitni í rútu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 19:00 Það var talið dæmda til refsiþyngingar að áreitnin hefði valdið brotaþola andlegum erfiðleikum. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fólst áreitnin í því að hann strauk brjóst skólasystur sinnar, greip um þau, strauk innanvert læri hennar og lagði hönd á klof hennar. Brotið átti sér stað í rútu sem ók frá Skeifunni og niður í miðborg Reykjavíkur, aðfaranótt 25. nóvember 2017, en dæmdi og brotaþoli voru bæði háskólastúdentar á þeim tíma. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en auk þess að sæta skilorðsbundnum tveggja mánaða fangelsisdómi, var manninum gert að greiða brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur, að viðbættum vöxtum og dráttarvöxtum. Dæmda var einnig gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Í dómi héraðsdóms segir að dæmdi hafi skýlaust játað fyrir dómi alla þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Eins var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur við refsilög og að hann hefði fengið áminningu innan háskóla síns vegna málsins. „Þá verður ráðið af málsgögnum og framkomu ákærða fyrir dómi að hann iðrist mjög gjörða sinna og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar,“ segir einnig í dóminum. Þó var það talið dæmda til refsiþyngingar að brotaþoli hefði tekið áreitnina afar nærri sér, og hún valdið henni andlegum erfiðleikum, eftir því sem ráðið varð af greinargerðum sálfræðinga. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Herjólfur siglir í dag Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fólst áreitnin í því að hann strauk brjóst skólasystur sinnar, greip um þau, strauk innanvert læri hennar og lagði hönd á klof hennar. Brotið átti sér stað í rútu sem ók frá Skeifunni og niður í miðborg Reykjavíkur, aðfaranótt 25. nóvember 2017, en dæmdi og brotaþoli voru bæði háskólastúdentar á þeim tíma. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en auk þess að sæta skilorðsbundnum tveggja mánaða fangelsisdómi, var manninum gert að greiða brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur, að viðbættum vöxtum og dráttarvöxtum. Dæmda var einnig gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Í dómi héraðsdóms segir að dæmdi hafi skýlaust játað fyrir dómi alla þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Eins var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur við refsilög og að hann hefði fengið áminningu innan háskóla síns vegna málsins. „Þá verður ráðið af málsgögnum og framkomu ákærða fyrir dómi að hann iðrist mjög gjörða sinna og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar,“ segir einnig í dóminum. Þó var það talið dæmda til refsiþyngingar að brotaþoli hefði tekið áreitnina afar nærri sér, og hún valdið henni andlegum erfiðleikum, eftir því sem ráðið varð af greinargerðum sálfræðinga.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Herjólfur siglir í dag Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira