Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, hefur tilkynnt indversku þjóðinni að útgöngubannið, sem í gildi er, verði framlengt til 3. maí.
Staðfest kórónuveirusmit eru nú yfir tíu þúsund í landinu þrátt fyrir íþyngjandi aðgerðir síðustu þriggja vikna.
Í sjónvarpsávarpi sagði Modi að aðalmarkmiðið væri, sem stendur, að koma í veg fyrir að veiran breiddist út til landsvæða þar sem smit hefur ekki komið upp.
„Hver einasti Indverji verður að sæta útgöngubanni til 3. maí. Ég fer fram á það við alla Indverja að við komum í veg fyrir að kórónuveiran breiðist út til annarra svæða,“ sagði Modi í ávarpi sínu.