Víðir ánægður með páskana en boðar hænuskref Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 10:18 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Þetta gekk bara vel,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um hvort að landsmenn hafi fylgt fyrirmælum um að ferðast innanhús um páskana. Breytingar á samkomubanni sem kynntar verða í hádeginu verða gerðar í litlum skömmtum í einu. Víðir ræddi páskahelgina Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að það hafi verið ánægjulegt að vakna í morgun eftir stórslysalausa páska. „Það voru engin stórslys og ekkert sem gerðist sem jók álagið á heilbrigðiskerfið. Það var það sem maður var að leitast eftir og auðvitað er maður bara alsæll með það að þetta hafi gengið. Við höfðum verulegar áhyggjur af þessu fyrir páska eins og kom skýrt fram að ef eitthvað myndi ganga á þannig að kerfið myndi fá meira álag sem það má ekki við,“ sagði Víðir. Líkt og kom fram á Vísi um helgina var töluvert af fólki sem lagði leið sína í sumarbústaði um páskana. Sagðist Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar meðal annars vera mjög hneykslaður á öllu því fólki sem hafi ætlað sér að vera í sumarbústöðum í sveitarfélaginu yfir páskana. Var Víðir spurður að því hvort að þessar fregnir hafi valdið honum vonbrigðum. „Nei, maður veit ekki hvað maður á að segja. Maður veit alveg hvernig þetta er í mörgum tilfellum. Fjölskyldan kannski búin að vera saman heima og svo fer fjölskyldan bara saman í bústað og er þar og hittir engann og gerir ekkert öðruvísi en heima þá kannski minnka líkurnar,“ sagði Víðir. Ástæðan fyrir því að fólk hafi verið hvatt til að ferðast innanhús hafi meðal annars verið hættan á því að ferðalög um páskana myndu losa um samkomubannið. Hvort það hafi gerst mun koma í ljós síðar. „Það vitum við svo sem ekki fyrr en eftir 10-14 daga hvort eitthvað hafi gengið á um páskana sem veldur því hvort smitum fjölgi. Við sjáum þá ekki fyrr en um mánaðarmótin,“ sagði Víðir. Ekki allt búið 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag, þar sem meðal annars verða kynnt fyrstu skrefin sem tekin verða í átt að því að afnema yfirstandi samkomubann sem stendur til 4. maí. Það verður gert í litlum skrefum í einu að sögn Víðis. „Við erum ekki að fara að standa 4. maí þannig að allt sé bara búið og við klöppum hverju öðru á bakið og fögnum því að þetta sé búið og við förum að gera eitthvað allt annað. Það er ekki það sem er að fara að gerast,“ sagði Víðir. Ýmsir lögðu leið sína um Suðurland um páskana.Vísir/vilhelm Líklega verði breytingar á samkomubanninni gerðar með þriggja til fjögurra vikna millibili. „Það er eitt af því fáa sem mér finnst sérfræðingar þessa heims vera sammála um, að þessar afléttingar verði að gerast mjög hægt. Það er mjög skynsamlegt að bíða í þrjár til fjórar vikur til að sjá hver áhrifin af breytingunni verða.“ Þannig munu áhrifin af þeim breytingum á samkomubanninu sem kynntar verða í dag koma í ljós undir lok næsta mánaðar. „Þá geta menn farið að taka ákvörðum um hvað sé óhætt að gera í næstu skrefum.“ Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
„Þetta gekk bara vel,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um hvort að landsmenn hafi fylgt fyrirmælum um að ferðast innanhús um páskana. Breytingar á samkomubanni sem kynntar verða í hádeginu verða gerðar í litlum skömmtum í einu. Víðir ræddi páskahelgina Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að það hafi verið ánægjulegt að vakna í morgun eftir stórslysalausa páska. „Það voru engin stórslys og ekkert sem gerðist sem jók álagið á heilbrigðiskerfið. Það var það sem maður var að leitast eftir og auðvitað er maður bara alsæll með það að þetta hafi gengið. Við höfðum verulegar áhyggjur af þessu fyrir páska eins og kom skýrt fram að ef eitthvað myndi ganga á þannig að kerfið myndi fá meira álag sem það má ekki við,“ sagði Víðir. Líkt og kom fram á Vísi um helgina var töluvert af fólki sem lagði leið sína í sumarbústaði um páskana. Sagðist Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar meðal annars vera mjög hneykslaður á öllu því fólki sem hafi ætlað sér að vera í sumarbústöðum í sveitarfélaginu yfir páskana. Var Víðir spurður að því hvort að þessar fregnir hafi valdið honum vonbrigðum. „Nei, maður veit ekki hvað maður á að segja. Maður veit alveg hvernig þetta er í mörgum tilfellum. Fjölskyldan kannski búin að vera saman heima og svo fer fjölskyldan bara saman í bústað og er þar og hittir engann og gerir ekkert öðruvísi en heima þá kannski minnka líkurnar,“ sagði Víðir. Ástæðan fyrir því að fólk hafi verið hvatt til að ferðast innanhús hafi meðal annars verið hættan á því að ferðalög um páskana myndu losa um samkomubannið. Hvort það hafi gerst mun koma í ljós síðar. „Það vitum við svo sem ekki fyrr en eftir 10-14 daga hvort eitthvað hafi gengið á um páskana sem veldur því hvort smitum fjölgi. Við sjáum þá ekki fyrr en um mánaðarmótin,“ sagði Víðir. Ekki allt búið 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag, þar sem meðal annars verða kynnt fyrstu skrefin sem tekin verða í átt að því að afnema yfirstandi samkomubann sem stendur til 4. maí. Það verður gert í litlum skrefum í einu að sögn Víðis. „Við erum ekki að fara að standa 4. maí þannig að allt sé bara búið og við klöppum hverju öðru á bakið og fögnum því að þetta sé búið og við förum að gera eitthvað allt annað. Það er ekki það sem er að fara að gerast,“ sagði Víðir. Ýmsir lögðu leið sína um Suðurland um páskana.Vísir/vilhelm Líklega verði breytingar á samkomubanninni gerðar með þriggja til fjögurra vikna millibili. „Það er eitt af því fáa sem mér finnst sérfræðingar þessa heims vera sammála um, að þessar afléttingar verði að gerast mjög hægt. Það er mjög skynsamlegt að bíða í þrjár til fjórar vikur til að sjá hver áhrifin af breytingunni verða.“ Þannig munu áhrifin af þeim breytingum á samkomubanninu sem kynntar verða í dag koma í ljós undir lok næsta mánaðar. „Þá geta menn farið að taka ákvörðum um hvað sé óhætt að gera í næstu skrefum.“
Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira