Víðir ánægður með páskana en boðar hænuskref Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 10:18 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Þetta gekk bara vel,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um hvort að landsmenn hafi fylgt fyrirmælum um að ferðast innanhús um páskana. Breytingar á samkomubanni sem kynntar verða í hádeginu verða gerðar í litlum skömmtum í einu. Víðir ræddi páskahelgina Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að það hafi verið ánægjulegt að vakna í morgun eftir stórslysalausa páska. „Það voru engin stórslys og ekkert sem gerðist sem jók álagið á heilbrigðiskerfið. Það var það sem maður var að leitast eftir og auðvitað er maður bara alsæll með það að þetta hafi gengið. Við höfðum verulegar áhyggjur af þessu fyrir páska eins og kom skýrt fram að ef eitthvað myndi ganga á þannig að kerfið myndi fá meira álag sem það má ekki við,“ sagði Víðir. Líkt og kom fram á Vísi um helgina var töluvert af fólki sem lagði leið sína í sumarbústaði um páskana. Sagðist Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar meðal annars vera mjög hneykslaður á öllu því fólki sem hafi ætlað sér að vera í sumarbústöðum í sveitarfélaginu yfir páskana. Var Víðir spurður að því hvort að þessar fregnir hafi valdið honum vonbrigðum. „Nei, maður veit ekki hvað maður á að segja. Maður veit alveg hvernig þetta er í mörgum tilfellum. Fjölskyldan kannski búin að vera saman heima og svo fer fjölskyldan bara saman í bústað og er þar og hittir engann og gerir ekkert öðruvísi en heima þá kannski minnka líkurnar,“ sagði Víðir. Ástæðan fyrir því að fólk hafi verið hvatt til að ferðast innanhús hafi meðal annars verið hættan á því að ferðalög um páskana myndu losa um samkomubannið. Hvort það hafi gerst mun koma í ljós síðar. „Það vitum við svo sem ekki fyrr en eftir 10-14 daga hvort eitthvað hafi gengið á um páskana sem veldur því hvort smitum fjölgi. Við sjáum þá ekki fyrr en um mánaðarmótin,“ sagði Víðir. Ekki allt búið 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag, þar sem meðal annars verða kynnt fyrstu skrefin sem tekin verða í átt að því að afnema yfirstandi samkomubann sem stendur til 4. maí. Það verður gert í litlum skrefum í einu að sögn Víðis. „Við erum ekki að fara að standa 4. maí þannig að allt sé bara búið og við klöppum hverju öðru á bakið og fögnum því að þetta sé búið og við förum að gera eitthvað allt annað. Það er ekki það sem er að fara að gerast,“ sagði Víðir. Ýmsir lögðu leið sína um Suðurland um páskana.Vísir/vilhelm Líklega verði breytingar á samkomubanninni gerðar með þriggja til fjögurra vikna millibili. „Það er eitt af því fáa sem mér finnst sérfræðingar þessa heims vera sammála um, að þessar afléttingar verði að gerast mjög hægt. Það er mjög skynsamlegt að bíða í þrjár til fjórar vikur til að sjá hver áhrifin af breytingunni verða.“ Þannig munu áhrifin af þeim breytingum á samkomubanninu sem kynntar verða í dag koma í ljós undir lok næsta mánaðar. „Þá geta menn farið að taka ákvörðum um hvað sé óhætt að gera í næstu skrefum.“ Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Þetta gekk bara vel,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um hvort að landsmenn hafi fylgt fyrirmælum um að ferðast innanhús um páskana. Breytingar á samkomubanni sem kynntar verða í hádeginu verða gerðar í litlum skömmtum í einu. Víðir ræddi páskahelgina Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að það hafi verið ánægjulegt að vakna í morgun eftir stórslysalausa páska. „Það voru engin stórslys og ekkert sem gerðist sem jók álagið á heilbrigðiskerfið. Það var það sem maður var að leitast eftir og auðvitað er maður bara alsæll með það að þetta hafi gengið. Við höfðum verulegar áhyggjur af þessu fyrir páska eins og kom skýrt fram að ef eitthvað myndi ganga á þannig að kerfið myndi fá meira álag sem það má ekki við,“ sagði Víðir. Líkt og kom fram á Vísi um helgina var töluvert af fólki sem lagði leið sína í sumarbústaði um páskana. Sagðist Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar meðal annars vera mjög hneykslaður á öllu því fólki sem hafi ætlað sér að vera í sumarbústöðum í sveitarfélaginu yfir páskana. Var Víðir spurður að því hvort að þessar fregnir hafi valdið honum vonbrigðum. „Nei, maður veit ekki hvað maður á að segja. Maður veit alveg hvernig þetta er í mörgum tilfellum. Fjölskyldan kannski búin að vera saman heima og svo fer fjölskyldan bara saman í bústað og er þar og hittir engann og gerir ekkert öðruvísi en heima þá kannski minnka líkurnar,“ sagði Víðir. Ástæðan fyrir því að fólk hafi verið hvatt til að ferðast innanhús hafi meðal annars verið hættan á því að ferðalög um páskana myndu losa um samkomubannið. Hvort það hafi gerst mun koma í ljós síðar. „Það vitum við svo sem ekki fyrr en eftir 10-14 daga hvort eitthvað hafi gengið á um páskana sem veldur því hvort smitum fjölgi. Við sjáum þá ekki fyrr en um mánaðarmótin,“ sagði Víðir. Ekki allt búið 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag, þar sem meðal annars verða kynnt fyrstu skrefin sem tekin verða í átt að því að afnema yfirstandi samkomubann sem stendur til 4. maí. Það verður gert í litlum skrefum í einu að sögn Víðis. „Við erum ekki að fara að standa 4. maí þannig að allt sé bara búið og við klöppum hverju öðru á bakið og fögnum því að þetta sé búið og við förum að gera eitthvað allt annað. Það er ekki það sem er að fara að gerast,“ sagði Víðir. Ýmsir lögðu leið sína um Suðurland um páskana.Vísir/vilhelm Líklega verði breytingar á samkomubanninni gerðar með þriggja til fjögurra vikna millibili. „Það er eitt af því fáa sem mér finnst sérfræðingar þessa heims vera sammála um, að þessar afléttingar verði að gerast mjög hægt. Það er mjög skynsamlegt að bíða í þrjár til fjórar vikur til að sjá hver áhrifin af breytingunni verða.“ Þannig munu áhrifin af þeim breytingum á samkomubanninu sem kynntar verða í dag koma í ljós undir lok næsta mánaðar. „Þá geta menn farið að taka ákvörðum um hvað sé óhætt að gera í næstu skrefum.“
Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira