Smitum fjölgar á norðanverðum Vestfjörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 10:52 Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Tveir einstaklingar með tengsl við hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík, greindust í gær með Covid-19. Smitum heldur áfram að fjölga á norðanverðum Vestfjörðum en í vikunni hefst skimun meðal íbúa fyrir Covid-19. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum þar sem fram kemur að alls hafi 74 greinst með Covid-19 frá 26. mars á norðanverðum Vestfjörðum. Í færslu lögreglunnar er þó bent á að hafa þurfi í huga að umrædd talning byggi á lögheimilisskráningu viðkomandi, sem kann að dvelja utan umdæmisins. Þannig sé því til að mynda háttað með hið nýskráða tilvik í Vesturbyggð og hið sama á við um skráða tilvikið í Hólmavík/Ströndum. Þó sé ljóst að smitin séu í vexti en eins og staðan er í dag er sjúkdómurinn bundinn við norðanverða Vestfirði. Engin virk smit eru í Reykhólahreppi, Hólmavík, Árnesi og Kaldrananeshreppi og hið sama á við um Vesturbyggð og Tálknafjörð. Þannig er brýnt fyrir Vestfirðingum, sem og landsmönnum öllum, að halda sig heima finni þeir fyrir flensueinkennum og hafa samband við sína heilsugæslustöð. Á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að í vikunni hefjist skimun meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum fyrir Covid-19. Skimað verður í Bolungarvík og á Ísafirði. Þetta er samvinnuverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða´. Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Skimað verður miðvikudaginn 15. apríl, fimmtudaginn 16. apríl og föstudaginn 17. apríl á fimm stöðum í Bolungarvík og á Ísafirði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vestfirðir á réttri leið Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að smituðum einstaklingum á svæðinu hefur fjölgað um sex frá 10. apríl. 13. apríl 2020 18:44 Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Ekki er grunur um að smit hafi borist til heimilismanna. 8. apríl 2020 12:00 Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp hópsýking. 7. apríl 2020 19:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Tveir einstaklingar með tengsl við hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík, greindust í gær með Covid-19. Smitum heldur áfram að fjölga á norðanverðum Vestfjörðum en í vikunni hefst skimun meðal íbúa fyrir Covid-19. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum þar sem fram kemur að alls hafi 74 greinst með Covid-19 frá 26. mars á norðanverðum Vestfjörðum. Í færslu lögreglunnar er þó bent á að hafa þurfi í huga að umrædd talning byggi á lögheimilisskráningu viðkomandi, sem kann að dvelja utan umdæmisins. Þannig sé því til að mynda háttað með hið nýskráða tilvik í Vesturbyggð og hið sama á við um skráða tilvikið í Hólmavík/Ströndum. Þó sé ljóst að smitin séu í vexti en eins og staðan er í dag er sjúkdómurinn bundinn við norðanverða Vestfirði. Engin virk smit eru í Reykhólahreppi, Hólmavík, Árnesi og Kaldrananeshreppi og hið sama á við um Vesturbyggð og Tálknafjörð. Þannig er brýnt fyrir Vestfirðingum, sem og landsmönnum öllum, að halda sig heima finni þeir fyrir flensueinkennum og hafa samband við sína heilsugæslustöð. Á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að í vikunni hefjist skimun meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum fyrir Covid-19. Skimað verður í Bolungarvík og á Ísafirði. Þetta er samvinnuverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða´. Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Skimað verður miðvikudaginn 15. apríl, fimmtudaginn 16. apríl og föstudaginn 17. apríl á fimm stöðum í Bolungarvík og á Ísafirði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vestfirðir á réttri leið Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að smituðum einstaklingum á svæðinu hefur fjölgað um sex frá 10. apríl. 13. apríl 2020 18:44 Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Ekki er grunur um að smit hafi borist til heimilismanna. 8. apríl 2020 12:00 Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp hópsýking. 7. apríl 2020 19:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Vestfirðir á réttri leið Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að smituðum einstaklingum á svæðinu hefur fjölgað um sex frá 10. apríl. 13. apríl 2020 18:44
Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Ekki er grunur um að smit hafi borist til heimilismanna. 8. apríl 2020 12:00
Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp hópsýking. 7. apríl 2020 19:24