Fjölskylda Söndru biður fólk um að skoða upptökur úr myndavélum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2020 13:00 Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru Lífar. Fjölskylda og vinir Söndru Lífar sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag hófu í morgun leit að henni við Seltjarnarnes. Hópur aðstandenda hittist við golfskálann á Seltjarnarnesi klukkan hálf ellefu. Í dag munu þau leita í fjörunum frá smábátahöfnunni, fram hjá golfvellinum og að Gróttu, samkvæmt leiðbeiningum frá lögreglu. „Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag. Við vitum í raun ekkert meira,“ segir Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru, sem er í leitarhópnum. „Hún fer í hádegismat til ömmu og afa á skírdag og þau töldu ekkert óvenjulegt í fari hennar. Svo hittir hún vinkonu sína rétt áður en hún fer út á Álftanes og hún tók ekki heldur eftir neinu.“ Fjölskylda og vinir Söndru Lífar hófu leit að henni í fjörunum við Seltjarnarnes í morgun Bíll Söndru, ljósgrár Ford Focus, fannst við Kasthúsatjörn á Álftanesi aðfaranótt laugardags. Fjölskyldan gekk þar um svæðið í gær. „Það er mikið af húsum þarna í kring og þetta er mjög opið svæði. Það hlýtur að vera að einhver hafi séð eitthvað á þessum eina og hálfa sólarhring sem bíllinn var þarna.“ Sandra Líf ÞórarinsdóttirLögreglan Sandra er 27 ára gömul, 172 cm á hæð, grannvaxin og með mjög sítt rauðleitt ár „Hún er mjög falleg ung stelpa, með sítt rautt hár, og var í neongulri peysu sem fer ekki fram hjá neinum. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Ef fólk á svæðinu gæti farið í gegnum myndavélakerfi ef það er með svoleiðis, eins ef það var úti í garði á þessum tíma. Hvort sem það eru litlar upplýsingar eða bara hvað sem er, þá tökum við því,“ segir Olga. Fjölskyldan leitar í dag við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi, fram hjá golfvellinum og að Gróttu. Björgunarsveitir hafa leitað Söndru á síðustu dögum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar jafnframt verið notuð. Leit við Gróttu var hætt um klukkan hálf sex í gær en síðan aftur hafin klukkan tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum. Henni var aftur hætt á öðrum tímanum í nótt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Nánar verður rætt við Olgu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumál Björgunarsveitir Garðabær Seltjarnarnes Landhelgisgæslan Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira
Fjölskylda og vinir Söndru Lífar sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag hófu í morgun leit að henni við Seltjarnarnes. Hópur aðstandenda hittist við golfskálann á Seltjarnarnesi klukkan hálf ellefu. Í dag munu þau leita í fjörunum frá smábátahöfnunni, fram hjá golfvellinum og að Gróttu, samkvæmt leiðbeiningum frá lögreglu. „Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag. Við vitum í raun ekkert meira,“ segir Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru, sem er í leitarhópnum. „Hún fer í hádegismat til ömmu og afa á skírdag og þau töldu ekkert óvenjulegt í fari hennar. Svo hittir hún vinkonu sína rétt áður en hún fer út á Álftanes og hún tók ekki heldur eftir neinu.“ Fjölskylda og vinir Söndru Lífar hófu leit að henni í fjörunum við Seltjarnarnes í morgun Bíll Söndru, ljósgrár Ford Focus, fannst við Kasthúsatjörn á Álftanesi aðfaranótt laugardags. Fjölskyldan gekk þar um svæðið í gær. „Það er mikið af húsum þarna í kring og þetta er mjög opið svæði. Það hlýtur að vera að einhver hafi séð eitthvað á þessum eina og hálfa sólarhring sem bíllinn var þarna.“ Sandra Líf ÞórarinsdóttirLögreglan Sandra er 27 ára gömul, 172 cm á hæð, grannvaxin og með mjög sítt rauðleitt ár „Hún er mjög falleg ung stelpa, með sítt rautt hár, og var í neongulri peysu sem fer ekki fram hjá neinum. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Ef fólk á svæðinu gæti farið í gegnum myndavélakerfi ef það er með svoleiðis, eins ef það var úti í garði á þessum tíma. Hvort sem það eru litlar upplýsingar eða bara hvað sem er, þá tökum við því,“ segir Olga. Fjölskyldan leitar í dag við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi, fram hjá golfvellinum og að Gróttu. Björgunarsveitir hafa leitað Söndru á síðustu dögum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar jafnframt verið notuð. Leit við Gróttu var hætt um klukkan hálf sex í gær en síðan aftur hafin klukkan tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum. Henni var aftur hætt á öðrum tímanum í nótt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Nánar verður rætt við Olgu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Lögreglumál Björgunarsveitir Garðabær Seltjarnarnes Landhelgisgæslan Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira