Lífið

Skrýtnasti heiti pottur landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þau Gunnar og Lilja eiga eins manna heitan pott uppi á Skaga. 
Þau Gunnar og Lilja eiga eins manna heitan pott uppi á Skaga. 

Ýmislegt skemmtilegt og jákvætt hefur gerst í samkomubanninu eins og skrýtnasti heiti pottur landsins sem er heimagerður. Vala Matt leit við hjá þeim Gunnari Smára Jónbjarnarsyni og Lilju Kjartansdóttur á Akranesi og úr pottinum er útsýni til allra átta.

„Mér leist ekkert sérstaklega vel á þetta fyrst en hann seldi mér hugmyndina að ég gæti haft heitt vatn líka. Þá gæti ég alveg notað þetta en ég hef ekki enn gert það,“ segir Lilja.

Það eina sem þarf að gera til að losa vatnið úr baðkarinu er einfaldlega að taka tappann úr og vatnið lekur þá að lokum út í sjó.

„Ég var byrjaðu að skoða hvernig ég gæti krafið leið fyrir vatnið en síðan sagði píparavinur minn að það rigndi meira vatni á jörðina en það sem er í þessu baðkari svo ég tek bara tappann út,“ segir Gunnar.

Potturinn er gamalt baðkar sem grafið er ofan í heimagarð við sjóinn á Akranesi með ótrúlegu útsýni til allra átta.

Vala Hitti einnig baráttukonurnar í Á allra vörum þær Elísabetu Sveinsdóttur, Gróu Ásgeirsdóttur og Guðnýju Pálsdóttur en þær hafa stofnað Varasjóð fyrir fólk sem hefur fundið illa fyrir ástandinu að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×