Gummi Ben stýrir nýjum þætti um Pepsi Max deildina í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 15:15 Guðmundur Benediktsson mun fjalla um Pepsi Max deild karla á Stöð 2 Sport í sumar. Vísir Guðmundur Benediktsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í dag í þáttinn Sportið og kynnti þar nýjan þátt sem mun fjalla um Pepsi Max deild karla í sumar. Tveir þættir verða á dagskrá eftir hverja umferð í Pepsi Max deild karla í sumar. Annar verður markaþáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar en hinn verður umræðuþáttur um deildina sem Guðmundur Benediktsson stjórnar. Markaþátturinn verður fyrri daginn en svo verður farið mun nánar yfir umferðina hjá Gumma Ben daginn eftir. Sjö sérfræðingar verða til taks í sumar í umfjöllun Stöðvar tvö um Pepsi Max deild karla. Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson snúa báðir aftur en eftir að hafa báðir verið í mislöngum hléi frá slíkum sérfræðingastörfum í Pepsi Max deildinni. Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson verða áfram eins og í fyrra. Það eru líka tveir nýir sérfræðingar eða þeir Davíð Þór Viðarsson og Sigurvin Ólafsson sem eru báðir margfaldir Íslandsmeistarar. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari en Sigurvin vann fimm Íslandsmeistaratitla. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund kynna umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla. Klippa: Sportið í dag - Gummi Ben um umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla Guðmund Benediktsson og Kjartan Atla Kjartansson þarf ekki að kynna enda hafa þeir unnið báðir lengi við þáttargerð hjá Stöð 2 Sport. Guðmundur stýrði síðast þætti um Pepsi deildina sumarið 2017 þegar hann sá um Teiginn en þetta verður í fyrsta sinn sem Kjartan Atli fjallar um íslenska fótboltann. Hjörvar Hafliðason hefur mikla reynslu af störfum sínum sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi og var þar á meðal í mörg ár í Pepsi mörkunum. Hann lék á sínum tíma 40 leiki í efstu deild í marki Vals og Breiðabliks. Tómas Ingi Tómasson var annar af fyrstu tveimur sérfræðingum Pepsi markanna þegar þau byrjuðu í núverandi mynd á Stöð 2 Sport fyrir rúmum áratug. Hann var farsæll leikmaður sjálfur og hefur einnig þjálfað þar á meðal sem aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá 21 árs landsliðinu. Atli Viðar Björnsson er á sínu öðru tímabili í Pepsi mörkunum en hann vann átta Íslandsmeistaratitla með FH og er eini leikmaður sem hefur náð bæði að spila yfir 200 leiki og skora yfir 100 mörk fyrir eitt lið í efstu deild á Íslandi. Reynir Leósson hefur verið sérfræðingur í Pepsi mörkunum undanfarin tvö tímabil en hann átti sjálfur mjög farsælan feril sem leikmaður og var atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir spilaði yfir tvö hundruð leiki í efstu deild fyrir ÍA, Val og Fram og náði því að vera Íslandsmeistari með Skagamönnum. Þorkell Máni Pétursson er á sínu öðru ári sem sérfræðingur Pepsi Max deildarinnar á Stöð 2 Sport en var áður sérfræðingur í Pepsi deild kvenna. Þorkell Máni er þekktur fyrir alvöru skoðanir og hefur mikla reynslu sem knattspyrnuþjálfari í efstu deild kvenna. Davíð Þór Viðarsson er annar af tveimur nýliðum í hópi sérfræðinganna í ár. Davíð Þór setti skóna upp á hillu í fyrra en hann tók fjórum sinnum við Íslandsbikarnum sem fyrirliði FH og vann hann alls sjö sinnum. Davíð Þór lék 240 leiki fyrir FH í efstu deild. Sigurvin Ólafsson er hinn nýliðinn en líkt og Davíð Þór var hann mjög sigursæll á sínum ferli. Sigurvin náði því að vera Íslandsmeistari með þremur félögum eða ÍBV, KR og FH. Sigurvin spilaði með mörgum félögum á ferlum þar á meðal Gróttu sem er nú í efstu deild í fyrsta sinn. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í dag í þáttinn Sportið og kynnti þar nýjan þátt sem mun fjalla um Pepsi Max deild karla í sumar. Tveir þættir verða á dagskrá eftir hverja umferð í Pepsi Max deild karla í sumar. Annar verður markaþáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar en hinn verður umræðuþáttur um deildina sem Guðmundur Benediktsson stjórnar. Markaþátturinn verður fyrri daginn en svo verður farið mun nánar yfir umferðina hjá Gumma Ben daginn eftir. Sjö sérfræðingar verða til taks í sumar í umfjöllun Stöðvar tvö um Pepsi Max deild karla. Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson snúa báðir aftur en eftir að hafa báðir verið í mislöngum hléi frá slíkum sérfræðingastörfum í Pepsi Max deildinni. Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson verða áfram eins og í fyrra. Það eru líka tveir nýir sérfræðingar eða þeir Davíð Þór Viðarsson og Sigurvin Ólafsson sem eru báðir margfaldir Íslandsmeistarar. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari en Sigurvin vann fimm Íslandsmeistaratitla. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund kynna umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla. Klippa: Sportið í dag - Gummi Ben um umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla Guðmund Benediktsson og Kjartan Atla Kjartansson þarf ekki að kynna enda hafa þeir unnið báðir lengi við þáttargerð hjá Stöð 2 Sport. Guðmundur stýrði síðast þætti um Pepsi deildina sumarið 2017 þegar hann sá um Teiginn en þetta verður í fyrsta sinn sem Kjartan Atli fjallar um íslenska fótboltann. Hjörvar Hafliðason hefur mikla reynslu af störfum sínum sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi og var þar á meðal í mörg ár í Pepsi mörkunum. Hann lék á sínum tíma 40 leiki í efstu deild í marki Vals og Breiðabliks. Tómas Ingi Tómasson var annar af fyrstu tveimur sérfræðingum Pepsi markanna þegar þau byrjuðu í núverandi mynd á Stöð 2 Sport fyrir rúmum áratug. Hann var farsæll leikmaður sjálfur og hefur einnig þjálfað þar á meðal sem aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá 21 árs landsliðinu. Atli Viðar Björnsson er á sínu öðru tímabili í Pepsi mörkunum en hann vann átta Íslandsmeistaratitla með FH og er eini leikmaður sem hefur náð bæði að spila yfir 200 leiki og skora yfir 100 mörk fyrir eitt lið í efstu deild á Íslandi. Reynir Leósson hefur verið sérfræðingur í Pepsi mörkunum undanfarin tvö tímabil en hann átti sjálfur mjög farsælan feril sem leikmaður og var atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir spilaði yfir tvö hundruð leiki í efstu deild fyrir ÍA, Val og Fram og náði því að vera Íslandsmeistari með Skagamönnum. Þorkell Máni Pétursson er á sínu öðru ári sem sérfræðingur Pepsi Max deildarinnar á Stöð 2 Sport en var áður sérfræðingur í Pepsi deild kvenna. Þorkell Máni er þekktur fyrir alvöru skoðanir og hefur mikla reynslu sem knattspyrnuþjálfari í efstu deild kvenna. Davíð Þór Viðarsson er annar af tveimur nýliðum í hópi sérfræðinganna í ár. Davíð Þór setti skóna upp á hillu í fyrra en hann tók fjórum sinnum við Íslandsbikarnum sem fyrirliði FH og vann hann alls sjö sinnum. Davíð Þór lék 240 leiki fyrir FH í efstu deild. Sigurvin Ólafsson er hinn nýliðinn en líkt og Davíð Þór var hann mjög sigursæll á sínum ferli. Sigurvin náði því að vera Íslandsmeistari með þremur félögum eða ÍBV, KR og FH. Sigurvin spilaði með mörgum félögum á ferlum þar á meðal Gróttu sem er nú í efstu deild í fyrsta sinn. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira