Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. maí 2020 11:31 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem gerði kjarasamning við Icelandair til fimm ára í nótt, segir að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. Samningurinn milli FÍA og Icelandair gildir til 30. september 2025. Hann náðist loks milli félaganna eftir viðræður síðustu vikna en Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur lagt áherslu á það við flugstéttir félagsins að lækka þurfi launakostnað á meðan félagið rær lífróður á tímum kórónuveiru. Gengur sáttur frá borði Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir í samtali við fréttastofu að ágætlega hafi gengið að ná samningum í nótt. Það hafi verið flókið að vissu leyti þar sem liggja þurfti yfir reglum um hvíldartíma og leiðakerfi. „Þannig að allir væru sammála um hvernig við værum að ná fram hagræðingunum. En þetta gekk vel. Það voru allir algjörlega mótíveraðir í því að ná þessu saman,“ segir Jón Þór. Þannig að þú gengur sáttur frá borði? „Já, ég held að allir hafi gengið sáttir frá borði í nótt.“ Inntur eftir því hvort samningurinn feli í sér kjaraskerðingu segir Jón Þór að aðalmálið sé að tryggja flugrekstur á Íslandi til framtíðar. „Þetta er tímamótasamningur. Við lögðum af stað með markmið að tryggja samkeppnishæfni Icelandair til framtíðar. Og við erum bara búin að auka enn og meira á samkeppnishæfi félagsins. Okkar áherslur eru náttúrulega þær í þessu að tryggja íslenskan flugrekstur vegna þess að mikilvægi hans er gríðarlegt fyrir hagkerfið og atvinnulífið allt,“ segir Jón Þór. „Við erum að taka á okkur kjaraskerðingu. En það er til þess að mæta þessu ástandi. Og þær eru varanlegar.“ Taka á sig meiri vinnu Inntur eftir því hvort í samningnum felist ákvæði um það hvort kjör flugmanna gætu batnað á ný þegar rekstur félagsins byrjar að ganga betur segir Jón Þór að það verði skoðað nú í framhaldinu. „Við tökum á okkur meiri vinnu og rýmkum verulega til í því. Við finnum bara til ábyrgðar. Við vorum búin að segja það að við ætluðum að taka slaginn með félaginu, fyrir íslenskt hagkerfi og atvinnulíf og við stóðum bara við það.“ Eruð þið að taka á ykkur launalækkun? „Eins og ég var búinn að segja áður, þetta er sambland af nokkrum þáttum. Það eru laun, það er aukinn vinnutími og við gefum eftir orlof og svona lífsgæði í samningnum. Það er bara til þess líka að tryggja störf til framtíðar.“ Jón Þór gerir ráð fyrir að samningurinn verði lagður fyrir félagsmenn í dag og atkvæðagreiðsla standi yfir næstu daga. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. 14. maí 2020 10:42 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem gerði kjarasamning við Icelandair til fimm ára í nótt, segir að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. Samningurinn milli FÍA og Icelandair gildir til 30. september 2025. Hann náðist loks milli félaganna eftir viðræður síðustu vikna en Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur lagt áherslu á það við flugstéttir félagsins að lækka þurfi launakostnað á meðan félagið rær lífróður á tímum kórónuveiru. Gengur sáttur frá borði Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir í samtali við fréttastofu að ágætlega hafi gengið að ná samningum í nótt. Það hafi verið flókið að vissu leyti þar sem liggja þurfti yfir reglum um hvíldartíma og leiðakerfi. „Þannig að allir væru sammála um hvernig við værum að ná fram hagræðingunum. En þetta gekk vel. Það voru allir algjörlega mótíveraðir í því að ná þessu saman,“ segir Jón Þór. Þannig að þú gengur sáttur frá borði? „Já, ég held að allir hafi gengið sáttir frá borði í nótt.“ Inntur eftir því hvort samningurinn feli í sér kjaraskerðingu segir Jón Þór að aðalmálið sé að tryggja flugrekstur á Íslandi til framtíðar. „Þetta er tímamótasamningur. Við lögðum af stað með markmið að tryggja samkeppnishæfni Icelandair til framtíðar. Og við erum bara búin að auka enn og meira á samkeppnishæfi félagsins. Okkar áherslur eru náttúrulega þær í þessu að tryggja íslenskan flugrekstur vegna þess að mikilvægi hans er gríðarlegt fyrir hagkerfið og atvinnulífið allt,“ segir Jón Þór. „Við erum að taka á okkur kjaraskerðingu. En það er til þess að mæta þessu ástandi. Og þær eru varanlegar.“ Taka á sig meiri vinnu Inntur eftir því hvort í samningnum felist ákvæði um það hvort kjör flugmanna gætu batnað á ný þegar rekstur félagsins byrjar að ganga betur segir Jón Þór að það verði skoðað nú í framhaldinu. „Við tökum á okkur meiri vinnu og rýmkum verulega til í því. Við finnum bara til ábyrgðar. Við vorum búin að segja það að við ætluðum að taka slaginn með félaginu, fyrir íslenskt hagkerfi og atvinnulíf og við stóðum bara við það.“ Eruð þið að taka á ykkur launalækkun? „Eins og ég var búinn að segja áður, þetta er sambland af nokkrum þáttum. Það eru laun, það er aukinn vinnutími og við gefum eftir orlof og svona lífsgæði í samningnum. Það er bara til þess líka að tryggja störf til framtíðar.“ Jón Þór gerir ráð fyrir að samningurinn verði lagður fyrir félagsmenn í dag og atkvæðagreiðsla standi yfir næstu daga. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. 14. maí 2020 10:42 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53
Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. 14. maí 2020 10:42
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent