25 dagar í Pepsi Max: Bjarni Ben var lykilmaður í liði sem fór sömu leið og Grótta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 12:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands, sést hér hitta blaðamenn í Ráðherrabústaðnum. Hann var öflugur miðvörður í fótbolta á sínum yngri árum. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 25 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nýliðarnir af Seltjarnarnesi munu í sumar spila í efstu deild í fyrsta sinna. Grótta hefur oft átt handboltalið í efstu deild karla en fótboltastrákar félagsins náðu sögulegu takmarki síðasta haust. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar Grótta er sjötta liðið sem nær því að komast upp í efstu deild með því að fara upp úr C-deildinni og upp í A-deildina á aðeins tveimur árum. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar en þetta gerðu einnig Leiftur frá Ólafsfirði og Fylkir úr Árbænum þegar þau komust upp í fyrsta sinn á níunda áratugnum. Það er þó eitt lið sem stendur upp úr þessum hópi og það eru Stjörnumenn. Stjörnuliðið frá 1990 er eina liðið sem hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og svo haldið sæti sínu í efstu deild. Náðu fimmta sæti sem nýliðar í Hörpudeildinni Þessu náðu Stjörnumenn á árunum 1988 til 1990 en Garðabæjarliðið endaði í fimmta sæti sem nýliði í Hörpudeildinni sumarið 1990. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og fyrrum forsætisráðherra var lykilmaður í þessu spútnikliði Stjörnunnar. Hann var tvítugur þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Bjarni spilaði alla 17 leikina og skoraði 3 mörk þegar Stjarnan vann C-deildina (þá 3. deild) sumarið 1988. Sumarið eftir spilaði Bjarni alla 18 leikina og skoraði í þeim eitt mark þegar Stjarnan vann B-deildina (þá 2. deild). Þetta þýddi að Stjarnan átti lið í efstu deild í fyrsta sinn. Stjörnuliðið hafði unnið 29 af 35 leikjum sínum á þessum tveimur tímabilum og skoraði í þeim 111 mörk eða 3,17 mörk að meðaltali í leik. Bjarni Benediktsson lék alla leikina á þessum þremur tímabilum Skagamennirnir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson skoruðu saman 43 deildar mörk á þessum tveimur tímabilum, 1988 og 1989, Árni 27 og Sveinbjörn 16. Þá var hinn ungi Valdimar Kristófersson með 21 deildarmark fyrir Stjörnuna frá 1988-89. Bjarni lék líka alla 18 leikina á þessu fyrsta tímabili Stjörnunnar í efstu deild og hinir þrír voru allir í stórum hlutverkum áfram. Árni skoraði fimm mörk, Sveinbjörn fjögur mörk og Valdimar var með tvö. Bjarni Benediktsson var ásamt Birgi Sigfússon eini leikmaður Garðabæjarliðsins sem náði að spila alls 53 leikina á þessum þremur sögulegu tímabilum. Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ??? Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 25 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nýliðarnir af Seltjarnarnesi munu í sumar spila í efstu deild í fyrsta sinna. Grótta hefur oft átt handboltalið í efstu deild karla en fótboltastrákar félagsins náðu sögulegu takmarki síðasta haust. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar Grótta er sjötta liðið sem nær því að komast upp í efstu deild með því að fara upp úr C-deildinni og upp í A-deildina á aðeins tveimur árum. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar en þetta gerðu einnig Leiftur frá Ólafsfirði og Fylkir úr Árbænum þegar þau komust upp í fyrsta sinn á níunda áratugnum. Það er þó eitt lið sem stendur upp úr þessum hópi og það eru Stjörnumenn. Stjörnuliðið frá 1990 er eina liðið sem hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og svo haldið sæti sínu í efstu deild. Náðu fimmta sæti sem nýliðar í Hörpudeildinni Þessu náðu Stjörnumenn á árunum 1988 til 1990 en Garðabæjarliðið endaði í fimmta sæti sem nýliði í Hörpudeildinni sumarið 1990. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og fyrrum forsætisráðherra var lykilmaður í þessu spútnikliði Stjörnunnar. Hann var tvítugur þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Bjarni spilaði alla 17 leikina og skoraði 3 mörk þegar Stjarnan vann C-deildina (þá 3. deild) sumarið 1988. Sumarið eftir spilaði Bjarni alla 18 leikina og skoraði í þeim eitt mark þegar Stjarnan vann B-deildina (þá 2. deild). Þetta þýddi að Stjarnan átti lið í efstu deild í fyrsta sinn. Stjörnuliðið hafði unnið 29 af 35 leikjum sínum á þessum tveimur tímabilum og skoraði í þeim 111 mörk eða 3,17 mörk að meðaltali í leik. Bjarni Benediktsson lék alla leikina á þessum þremur tímabilum Skagamennirnir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson skoruðu saman 43 deildar mörk á þessum tveimur tímabilum, 1988 og 1989, Árni 27 og Sveinbjörn 16. Þá var hinn ungi Valdimar Kristófersson með 21 deildarmark fyrir Stjörnuna frá 1988-89. Bjarni lék líka alla 18 leikina á þessu fyrsta tímabili Stjörnunnar í efstu deild og hinir þrír voru allir í stórum hlutverkum áfram. Árni skoraði fimm mörk, Sveinbjörn fjögur mörk og Valdimar var með tvö. Bjarni Benediktsson var ásamt Birgi Sigfússon eini leikmaður Garðabæjarliðsins sem náði að spila alls 53 leikina á þessum þremur sögulegu tímabilum. Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ???
Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ???
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira