Lækkar eigin laun um fimmtung Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. apríl 2020 10:22 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, greindi frá launalækkun ráðamanna á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í morgun. Hér er hún í opinberri heimsókn í Ástralíu. EPA/BIANCA DE MARCH Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við um laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. Að sögn forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, er launalækkuninni ætlað að vera virðingarvottur til þeirra Nýsjálendinga sem eiga um sárt að binda vegna kórónuveirufaraldursins. Það væri þannig mikilvægt að mati forsætisráðherrans að hæstlaunuðu embættismenn þjóðarinnar tækju af skarið og sýndu samstöðu með fólki í fremstu víglínu baráttunnar og þeim sem kunna að hafa misst vinnuna í faraldrinum. Launalækkunin tekur strax gildi og mun skerða laun ráðherranna næsta hálfa árið. Mánaðarlaun forsætisráðherrans námu næstum 3,3 milljónum íslenskra króna á mánuði og munu þau því lækka um tæplega 660 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru 25 talsins og munu laun þeirra lækka að meðaltali um 385 þúsund krónur á mánuði. Sem fyrr segir verða laun forstjóra 34 ríkisstofnanna, þeirra á meðal landlæknis Nýja-Sjálands, jafnframt lækkuð og mun það spara nýsjálenska ríkinu rúmlega 154 milljónir króna næstu sex mánuði. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi, Simon Bridges, hefur að sama skapi staðfest í samtali við þarlenda fjölmiðla að hann muni lækka laun sín. Þegar hún tilkynnti um fyrirhugaða launalækkun sagði Ardern að ef einhvern tímann væri rétti tíminn til að minnka bilið milli Nýsjálendinga þá væri það í dag. „Ég fer fyrir framkvæmdavaldinu og hér getum við látið til skarar skríða. Þetta snýst um að sýna samstöðu þegar á móti blæs á Nýja-Sjálandi,“ sagði Ardern. Útgöngubann hefur verið í gildi í landinu í þrjár vikur. Rúmlega 1300 Nýsjálendingar hafa verið greindir með veiruna, sem dregið hefur 9 til dauða. Öll voru þau eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega 1,5 milljón Nýsjálendinga hefur sótt um mótframlag frá stjórnvöldum vegna tekjumissis í faraldrinum. Dragist útgöngubannið á langinn gera dekkstu sviðsmyndir þarlenda fjármálaráðuneytisins ráð fyrir að næstum fjórðungur landsmanna, sem eru um fimm milljón talsins, gætu misst vinnuna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að samdrátturinn á Nýja-Sjálandi muni nema um 7,2 prósentum í ár. Það yrði til marks um dýpstu kreppu í heiminum utan Evrópu og Venesúela. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við um laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. Að sögn forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, er launalækkuninni ætlað að vera virðingarvottur til þeirra Nýsjálendinga sem eiga um sárt að binda vegna kórónuveirufaraldursins. Það væri þannig mikilvægt að mati forsætisráðherrans að hæstlaunuðu embættismenn þjóðarinnar tækju af skarið og sýndu samstöðu með fólki í fremstu víglínu baráttunnar og þeim sem kunna að hafa misst vinnuna í faraldrinum. Launalækkunin tekur strax gildi og mun skerða laun ráðherranna næsta hálfa árið. Mánaðarlaun forsætisráðherrans námu næstum 3,3 milljónum íslenskra króna á mánuði og munu þau því lækka um tæplega 660 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru 25 talsins og munu laun þeirra lækka að meðaltali um 385 þúsund krónur á mánuði. Sem fyrr segir verða laun forstjóra 34 ríkisstofnanna, þeirra á meðal landlæknis Nýja-Sjálands, jafnframt lækkuð og mun það spara nýsjálenska ríkinu rúmlega 154 milljónir króna næstu sex mánuði. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi, Simon Bridges, hefur að sama skapi staðfest í samtali við þarlenda fjölmiðla að hann muni lækka laun sín. Þegar hún tilkynnti um fyrirhugaða launalækkun sagði Ardern að ef einhvern tímann væri rétti tíminn til að minnka bilið milli Nýsjálendinga þá væri það í dag. „Ég fer fyrir framkvæmdavaldinu og hér getum við látið til skarar skríða. Þetta snýst um að sýna samstöðu þegar á móti blæs á Nýja-Sjálandi,“ sagði Ardern. Útgöngubann hefur verið í gildi í landinu í þrjár vikur. Rúmlega 1300 Nýsjálendingar hafa verið greindir með veiruna, sem dregið hefur 9 til dauða. Öll voru þau eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega 1,5 milljón Nýsjálendinga hefur sótt um mótframlag frá stjórnvöldum vegna tekjumissis í faraldrinum. Dragist útgöngubannið á langinn gera dekkstu sviðsmyndir þarlenda fjármálaráðuneytisins ráð fyrir að næstum fjórðungur landsmanna, sem eru um fimm milljón talsins, gætu misst vinnuna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að samdrátturinn á Nýja-Sjálandi muni nema um 7,2 prósentum í ár. Það yrði til marks um dýpstu kreppu í heiminum utan Evrópu og Venesúela.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira