Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 19:23 Merkel kynnti áform um afléttingu aðgerða gegn faraldrinum á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í skrefum í byrjun maí. Reglur um félagsforðun verða inn í gildi til að minnsta kosti 3. maí og mælti Merkel eindregið með því að fólk gengi með grímur á opinberum stöðum. Sagði kanslarinn að „brothættur millibilsárangur“ hefði náðst gegn faraldrinum með ströngum aðgerðum. Þjóðin yrði þó að halda sínu striki áfram því ekki mætti mikið út af bregða. Stórar samkomur verða áfram bannaðar til 31. ágúst og barir, kaffihús, veitingastaðir, kvikmyndahús og tónleikastaðir verða áfram lokaðir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leyft verður að opna skóla í áföngum eftir 4. maí en öryggisreglur verða settar um frímínútur og skólarútur. Nemendur sem eru á leiðinni í próf verða settir í forgang við opnun skólanna. Þá má opna verslanir sem eru allt að 800 fermetrar ef þær gera sóttvarnaráðstafanir á mánudag. Hárgreiðslustofur mega aftur taka við viðskiptavinum 4. maí með sama fyrirvara. Rúmlega 3.200 manns hafa látið lífið af völdum Covid-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í Þýskalandi og rúmlega 127.500 hafa greinst smitaðir. Fleiri Evrópuríki hafa byrjað að létta á aðgerðum gegn faraldrinum, þar á meðal Danmörk, Spánn, Austurríki og sum svæði Ítalíu. Á Íslandi verður byrjað að létta á samkomubanni og öðrum takmörkunum 4. maí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59 Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í skrefum í byrjun maí. Reglur um félagsforðun verða inn í gildi til að minnsta kosti 3. maí og mælti Merkel eindregið með því að fólk gengi með grímur á opinberum stöðum. Sagði kanslarinn að „brothættur millibilsárangur“ hefði náðst gegn faraldrinum með ströngum aðgerðum. Þjóðin yrði þó að halda sínu striki áfram því ekki mætti mikið út af bregða. Stórar samkomur verða áfram bannaðar til 31. ágúst og barir, kaffihús, veitingastaðir, kvikmyndahús og tónleikastaðir verða áfram lokaðir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leyft verður að opna skóla í áföngum eftir 4. maí en öryggisreglur verða settar um frímínútur og skólarútur. Nemendur sem eru á leiðinni í próf verða settir í forgang við opnun skólanna. Þá má opna verslanir sem eru allt að 800 fermetrar ef þær gera sóttvarnaráðstafanir á mánudag. Hárgreiðslustofur mega aftur taka við viðskiptavinum 4. maí með sama fyrirvara. Rúmlega 3.200 manns hafa látið lífið af völdum Covid-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í Þýskalandi og rúmlega 127.500 hafa greinst smitaðir. Fleiri Evrópuríki hafa byrjað að létta á aðgerðum gegn faraldrinum, þar á meðal Danmörk, Spánn, Austurríki og sum svæði Ítalíu. Á Íslandi verður byrjað að létta á samkomubanni og öðrum takmörkunum 4. maí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59 Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26
Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59
Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03