Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2020 22:09 Tom er nú búinn að tíuþúsundfalda þá upphæð sem hann stefndi að í fyrstu. Hinn 99 ára gamli Tom Moore, sem setti sér það markmið að ganga hundrað sinnum yfir garð sinn fyrir hundrað ára afmæli sitt í lok apríl og safna í leiðinni þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands, segist himinlifandi með viðtökurnar sem söfnun hans hefur fengið. Tom, sem býr í Bedfordskíri, er nú búinn að safna tíu milljónum punda, eða tíu þúsund sinnum hærri upphæð en hann ætlaði sér í fyrstu. Tíu milljónir punda samsvara tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Fyrr í dag var greint frá því að Tom hefði safnað sex og hálfri milljón punda. Hann hefur þannig bætt við sig um það bil þremur og hálfri milljón punda síðan um hádegisbil í dag. Í samtali við breska ríkisútvarpið BBC sagðist hann, ásamt dætrum sínum sem hjálpuðu honum að skipuleggja söfnunina, gáttaður á viðtökunum sem söfnun hans hefur fengið. „Þegar við byrjuðum með þessa æfingu bjuggumst við ekki við að safna neinu nálægt þessari upphæð,“ sagði Tom í viðtali við BBC. Viðtalið var tekið eftir að hann náði yfir fimm milljón punda markið. Upphæð sem hann er á góðri leið með að tvöfalda. Ætlar ekki að hætta að tölta um garðinn eftir hundrað ferðir „Öll hjá Heilbrigðisstofnuninni, hvert og eitt einasta, eiga skilið allt sem við getum mögulega látið þau hafa. Þau eru öll svo hugrökk. Á hverjum degi og hverju kvöldi setja þau sig í hættu, og við verðum að gefa þeim hæstu einkunn fyrir það. Það er svolítið eins og við eigum í stríði, en það eru læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir sem eru í fremstu víglínu,“ sagði Tom og vísaði þar til þess gríðarlega álags sem heilbrigðiskerfið í Bretlandi er nú undir vegna kórónuveirufaraldursins. „Við hin sem stöndum fyrir aftan verðum að láta þau hafa allt sem þau þurfa, svo þau geti sinnt starfi sínu jafnvel enn betur en nú,“ sagði Tom, sem sjálfur barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Þá hefur Tom sagt, í ljósi árangursins sem söfnun hans hefur náð, að hann muni halda áfram að ganga um garðinn sinn svo lengi sem fólk heldur áfram að heita á hann og styrkja þannig Heilbrigðisstofnun Bretlands. Hér að neðan má sjá viðtal BBC við kappann, sem var tekið eftir að söfnunin náði fimm milljónum punda. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Hinn 99 ára gamli Tom Moore, sem setti sér það markmið að ganga hundrað sinnum yfir garð sinn fyrir hundrað ára afmæli sitt í lok apríl og safna í leiðinni þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands, segist himinlifandi með viðtökurnar sem söfnun hans hefur fengið. Tom, sem býr í Bedfordskíri, er nú búinn að safna tíu milljónum punda, eða tíu þúsund sinnum hærri upphæð en hann ætlaði sér í fyrstu. Tíu milljónir punda samsvara tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Fyrr í dag var greint frá því að Tom hefði safnað sex og hálfri milljón punda. Hann hefur þannig bætt við sig um það bil þremur og hálfri milljón punda síðan um hádegisbil í dag. Í samtali við breska ríkisútvarpið BBC sagðist hann, ásamt dætrum sínum sem hjálpuðu honum að skipuleggja söfnunina, gáttaður á viðtökunum sem söfnun hans hefur fengið. „Þegar við byrjuðum með þessa æfingu bjuggumst við ekki við að safna neinu nálægt þessari upphæð,“ sagði Tom í viðtali við BBC. Viðtalið var tekið eftir að hann náði yfir fimm milljón punda markið. Upphæð sem hann er á góðri leið með að tvöfalda. Ætlar ekki að hætta að tölta um garðinn eftir hundrað ferðir „Öll hjá Heilbrigðisstofnuninni, hvert og eitt einasta, eiga skilið allt sem við getum mögulega látið þau hafa. Þau eru öll svo hugrökk. Á hverjum degi og hverju kvöldi setja þau sig í hættu, og við verðum að gefa þeim hæstu einkunn fyrir það. Það er svolítið eins og við eigum í stríði, en það eru læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir sem eru í fremstu víglínu,“ sagði Tom og vísaði þar til þess gríðarlega álags sem heilbrigðiskerfið í Bretlandi er nú undir vegna kórónuveirufaraldursins. „Við hin sem stöndum fyrir aftan verðum að láta þau hafa allt sem þau þurfa, svo þau geti sinnt starfi sínu jafnvel enn betur en nú,“ sagði Tom, sem sjálfur barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Þá hefur Tom sagt, í ljósi árangursins sem söfnun hans hefur náð, að hann muni halda áfram að ganga um garðinn sinn svo lengi sem fólk heldur áfram að heita á hann og styrkja þannig Heilbrigðisstofnun Bretlands. Hér að neðan má sjá viðtal BBC við kappann, sem var tekið eftir að söfnunin náði fimm milljónum punda.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira