Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 07:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Vísir/Getty Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Guðni sat fyrir svörum í Sportinu í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gær. Þar fór hann yfir það hvað KSÍ hefði gert til að styðja við aðildarfélög sín á þeim erfiðu tímum sem þau ganga nú í gegnum, líkt og reyndar KSÍ sem hefur skert starfshlutfall starfsmanna á skrifstofu. Þá hefur formaðurinn tekið á sig launaskerðingu. Hálfur milljarður til íþrótta Guðni segir KSÍ hafa verið í góðu sambandi við aðildarfélög sín og stjórnvöld, meðal annars til að leita leiða til að knattspyrnufélög, sem oft séu með starfsfólk í hlutastarfi, geti nýtt launaúrræði stjórnvalda. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að verja hálfum milljarði króna til að styðja við íþróttastarf í landinu, en ekki er ljóst hvernig þeim fjármunum verður dreift og er starfshópur á vegum ÍSÍ að skoða leiðir til þess. KSÍ hefur styrkt aðildarfélög sín með því að flýta greiðslum vegna barna- og unglingastarfs, og greiðslum vegna sjónvarpssamninga. Þá er eins og fyrr segir von á stuðningi frá stóru samböndunum, þó aðallega FIFA. Miklir fjármunir í sjóðum FIFA „Við vonum að allt saman geri þetta að verkum að við komumst í gegnum þetta. Við gerum það á endanum. En þar fyrir utan eru auðvitað allir þessir einstaklingar sem þurfa að leggja sitt að mörkum eins og leikmenn, þjálfarar og stjórnendur, og annað launafólk hjá íþróttafélögunum, sem er að koma til móts við félögin,“ sagði Guðni í Sportinu í dag. Hann kvaðst ekki geta svarað því hvernig UEFA og FIFA myndu styðja sín sambönd: „Ég held að það sé ótímabært að tjá sig um það en það eru miklir fjármunir í sjóðum hjá FIFA, og mér skilst að FIFA ætli sér að koma með einhvers konar aðstoð til sambandanna og þá aðildarfélaganna innan hvers sambands. Að sama skapi er UEFA auðvitað með ágætis fjármuni. Þar eru menn þó að horfa mögulega fram á verulegt tap tekna vegna breytinganna á EM sem átti að fara fram í sumar, og óvissunnar með Meistaradeildina og svo framvegis. Menn þurfa því að fara varlega, alveg eins og við erum að gera í KSÍ. Við vitum ekki hvernig allir þessir atburðir munu hafa áhrif á okkar fjárhag líka. Við þurfum því að fara varlega en ég geri ráð fyrir því að það verði einhvers konar stuðningur þessara alþjóðasambanda við fótboltann. Við munum fyrst og fremst auðvitað láta okkar aðildarfélög njóta þess. Þetta mun vonandi koma í ljós á næstu dögum og vikum,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um stuðning FIFA og UEFA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Guðni sat fyrir svörum í Sportinu í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gær. Þar fór hann yfir það hvað KSÍ hefði gert til að styðja við aðildarfélög sín á þeim erfiðu tímum sem þau ganga nú í gegnum, líkt og reyndar KSÍ sem hefur skert starfshlutfall starfsmanna á skrifstofu. Þá hefur formaðurinn tekið á sig launaskerðingu. Hálfur milljarður til íþrótta Guðni segir KSÍ hafa verið í góðu sambandi við aðildarfélög sín og stjórnvöld, meðal annars til að leita leiða til að knattspyrnufélög, sem oft séu með starfsfólk í hlutastarfi, geti nýtt launaúrræði stjórnvalda. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að verja hálfum milljarði króna til að styðja við íþróttastarf í landinu, en ekki er ljóst hvernig þeim fjármunum verður dreift og er starfshópur á vegum ÍSÍ að skoða leiðir til þess. KSÍ hefur styrkt aðildarfélög sín með því að flýta greiðslum vegna barna- og unglingastarfs, og greiðslum vegna sjónvarpssamninga. Þá er eins og fyrr segir von á stuðningi frá stóru samböndunum, þó aðallega FIFA. Miklir fjármunir í sjóðum FIFA „Við vonum að allt saman geri þetta að verkum að við komumst í gegnum þetta. Við gerum það á endanum. En þar fyrir utan eru auðvitað allir þessir einstaklingar sem þurfa að leggja sitt að mörkum eins og leikmenn, þjálfarar og stjórnendur, og annað launafólk hjá íþróttafélögunum, sem er að koma til móts við félögin,“ sagði Guðni í Sportinu í dag. Hann kvaðst ekki geta svarað því hvernig UEFA og FIFA myndu styðja sín sambönd: „Ég held að það sé ótímabært að tjá sig um það en það eru miklir fjármunir í sjóðum hjá FIFA, og mér skilst að FIFA ætli sér að koma með einhvers konar aðstoð til sambandanna og þá aðildarfélaganna innan hvers sambands. Að sama skapi er UEFA auðvitað með ágætis fjármuni. Þar eru menn þó að horfa mögulega fram á verulegt tap tekna vegna breytinganna á EM sem átti að fara fram í sumar, og óvissunnar með Meistaradeildina og svo framvegis. Menn þurfa því að fara varlega, alveg eins og við erum að gera í KSÍ. Við vitum ekki hvernig allir þessir atburðir munu hafa áhrif á okkar fjárhag líka. Við þurfum því að fara varlega en ég geri ráð fyrir því að það verði einhvers konar stuðningur þessara alþjóðasambanda við fótboltann. Við munum fyrst og fremst auðvitað láta okkar aðildarfélög njóta þess. Þetta mun vonandi koma í ljós á næstu dögum og vikum,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um stuðning FIFA og UEFA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41