Segist hafa átt að svara meira fyrir sig opinberlega eftir úrslitaleikinn 2018 Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 07:32 Karius átti ekki sjö dagana sæla hjá Liverpool. vísir/getty Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Markvörðurinn gerði tvö skelfileg mistök er Liverpool tapaði gegn Real Madrid í Kiev árið 2018 en lokatölur urðu 3-1. Fyrru mistökin gerði hann þegar hann rétti Karim Benzema næstum því boltann og hann missti svo skot Gareth Bale af löngu færi í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir við þann þýska. Sumir gengu þó langt yfir strikið og fékk hann meðal annars líflátshótanir eftir leikinn en hann hefur ekki spilað leik fyrir félagið eftir leikinn afdrifaríka. Hann opnaði sig um þetta í viðtali við þýska blaðið Bild. „Trúðu mér. Ég hef lært mikið af þessu. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn þá hefði ég átt að svara meira opinberlega fyrir mig. Ég fékk heilahristing eftir samstuð við Ramos sem takmarkaði sjón mína. Þetta var staðfest af einum færasta heilalækni í heimi,“ sagði sá þýski við Bild. „Ég var ánægður að vita hvað hafði gerst í leiknum og ég vildi ekki gera það opinbert. Þegar niðurstöðurnar koma út, þá voru margir sem komu með móðganir og illsku ummæli, sem voru oftast fyrir neðan belti. Ég notaði þetta aldrei sem afsökun en þegar fólk gerir grín að einhverjum sem meiddist illa á höfði þá skil ég ekkert.“ Loris Karius regrets how he dealt with fallout of Liverpool's 2018 Champions League final defeat following his costly errors https://t.co/6lK5UCE8yo— MailOnline Sport (@MailSport) April 15, 2020 „Leikmenn mæta miklum fjandskap á netinu. Ef þú myndir lesa öll skilaboð sem væru skrifuð um þig þá myndiru ekki sofa í tvo daga. Það er ótrúlegt hvað fólk skrifar um annað fólk undir nafnleysi og sumir eru einfaldlega rasistar.“ „Þú getur ekki skellt skuldinni á stuðningsmenn ef þeir púa á leikmann. Þú borgar þig inn og átt þinn rétt á að verða ósáttur. Leikmenn verða þola það. Þegar leikmaður fær líflátshótanir þá er farið yfir línuna. Það voru nokkrar þannig en ég tók þeim ekki alvarlega. Þetta er fólk sem skrifar ekki undir nafni og er ekki einu sinni með mynd af andlitinu þeirra á prófílnum þeirra,“ sagði Karus. Hann hefur eins og áður segir ekki spilað leik fyrir rauða herinn eftir mistökin 2018 en hann hefur verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi þar sem hann hefur ekki vakið mikla lukku. Óvíst er hvað verður um hann í sumar en hann er á samningi hjá Liverpool til ársins 2022. #Loris #Karius über #Bundesliga-Rückkehr, #Jürgen #Klopp und Patzer gegen #Real #Madrid https://t.co/nFjnF5Tdej— SPORT BILD (@SPORTBILD) April 15, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Markvörðurinn gerði tvö skelfileg mistök er Liverpool tapaði gegn Real Madrid í Kiev árið 2018 en lokatölur urðu 3-1. Fyrru mistökin gerði hann þegar hann rétti Karim Benzema næstum því boltann og hann missti svo skot Gareth Bale af löngu færi í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir við þann þýska. Sumir gengu þó langt yfir strikið og fékk hann meðal annars líflátshótanir eftir leikinn en hann hefur ekki spilað leik fyrir félagið eftir leikinn afdrifaríka. Hann opnaði sig um þetta í viðtali við þýska blaðið Bild. „Trúðu mér. Ég hef lært mikið af þessu. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn þá hefði ég átt að svara meira opinberlega fyrir mig. Ég fékk heilahristing eftir samstuð við Ramos sem takmarkaði sjón mína. Þetta var staðfest af einum færasta heilalækni í heimi,“ sagði sá þýski við Bild. „Ég var ánægður að vita hvað hafði gerst í leiknum og ég vildi ekki gera það opinbert. Þegar niðurstöðurnar koma út, þá voru margir sem komu með móðganir og illsku ummæli, sem voru oftast fyrir neðan belti. Ég notaði þetta aldrei sem afsökun en þegar fólk gerir grín að einhverjum sem meiddist illa á höfði þá skil ég ekkert.“ Loris Karius regrets how he dealt with fallout of Liverpool's 2018 Champions League final defeat following his costly errors https://t.co/6lK5UCE8yo— MailOnline Sport (@MailSport) April 15, 2020 „Leikmenn mæta miklum fjandskap á netinu. Ef þú myndir lesa öll skilaboð sem væru skrifuð um þig þá myndiru ekki sofa í tvo daga. Það er ótrúlegt hvað fólk skrifar um annað fólk undir nafnleysi og sumir eru einfaldlega rasistar.“ „Þú getur ekki skellt skuldinni á stuðningsmenn ef þeir púa á leikmann. Þú borgar þig inn og átt þinn rétt á að verða ósáttur. Leikmenn verða þola það. Þegar leikmaður fær líflátshótanir þá er farið yfir línuna. Það voru nokkrar þannig en ég tók þeim ekki alvarlega. Þetta er fólk sem skrifar ekki undir nafni og er ekki einu sinni með mynd af andlitinu þeirra á prófílnum þeirra,“ sagði Karus. Hann hefur eins og áður segir ekki spilað leik fyrir rauða herinn eftir mistökin 2018 en hann hefur verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi þar sem hann hefur ekki vakið mikla lukku. Óvíst er hvað verður um hann í sumar en hann er á samningi hjá Liverpool til ársins 2022. #Loris #Karius über #Bundesliga-Rückkehr, #Jürgen #Klopp und Patzer gegen #Real #Madrid https://t.co/nFjnF5Tdej— SPORT BILD (@SPORTBILD) April 15, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira