Ákæra klerk fyrir manndráp vegna fjölmennrar samkomu Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2020 09:38 Starfsmaður borgarinnar spautar sótthreinsiefni á götur Delhi. EPA/STR Yfirvöld Indlands hafa ákært múslímskan klerk fyrir manndráp vegna samkomu sem hann hélt í síðasta mánuði. Fjölmörg smit af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafa verið rakin til samkomunnar. Þúsundir sóttu samkomuna sem haldin var í Delhi. Í fyrstu var klerkurinn Muhamad Saad Kandhalvi, ákærður fyrir brot á reglum um fjöldasamkomur, en seinna meir var hann ákærður fyrir að valda dauða fólks. Hann gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Búið er að loka höfuðstöðvum samtakanna Tablighi Jamaat í Delhi og hafa þúsundir sem sóttu fundi þar verið skipaðir í sóttkví. Samkvæmt frétt Reuters segja embættismenn á svæðinu að í byrjun apríl hafi mátt reka þriðjung þeirra tæpu þrjú þúsund tilfella sem búið var að staðfesta til samkomu Tablighi. Síðan þá hefur bætt verulega í staðfestan fjölda smita. Þau eru nú 12.380 og minnst 414 hafa dáið. Á miðvikudaginn var búið að staðfesta 1.561 smit í Delhi og þar af eru 1.080 rakin til samkoma klerksins. Sjá einnig: Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í vikunni að útgöngubann þar í landi yrði framlengt til 3. maí. Embættismenn segjast ekki vera að beita samfélag múslima órétti og telja sig verða að refsa samtökunum og forsvarsmönnum þeirra því þeir hafi hagað sér með mjög óábyrgum hætti. Tablighi Jamaat eru umfangsmikil samtök með starfsemi í um 80 ríkjum. Samtökin eru einnig talin ábyrg fyrir fjölda smita í Pakistan, þar sem til stóð að halda sambærilega samkomu. Henni var frestað en þó ekki fyrr en þúsundir höfðu þegar komið saman. Svipaða sögu er að segja frá Malasíu og öðrum ríkjum í Suðaustur-Asíu. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Erlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Yfirvöld Indlands hafa ákært múslímskan klerk fyrir manndráp vegna samkomu sem hann hélt í síðasta mánuði. Fjölmörg smit af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafa verið rakin til samkomunnar. Þúsundir sóttu samkomuna sem haldin var í Delhi. Í fyrstu var klerkurinn Muhamad Saad Kandhalvi, ákærður fyrir brot á reglum um fjöldasamkomur, en seinna meir var hann ákærður fyrir að valda dauða fólks. Hann gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Búið er að loka höfuðstöðvum samtakanna Tablighi Jamaat í Delhi og hafa þúsundir sem sóttu fundi þar verið skipaðir í sóttkví. Samkvæmt frétt Reuters segja embættismenn á svæðinu að í byrjun apríl hafi mátt reka þriðjung þeirra tæpu þrjú þúsund tilfella sem búið var að staðfesta til samkomu Tablighi. Síðan þá hefur bætt verulega í staðfestan fjölda smita. Þau eru nú 12.380 og minnst 414 hafa dáið. Á miðvikudaginn var búið að staðfesta 1.561 smit í Delhi og þar af eru 1.080 rakin til samkoma klerksins. Sjá einnig: Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í vikunni að útgöngubann þar í landi yrði framlengt til 3. maí. Embættismenn segjast ekki vera að beita samfélag múslima órétti og telja sig verða að refsa samtökunum og forsvarsmönnum þeirra því þeir hafi hagað sér með mjög óábyrgum hætti. Tablighi Jamaat eru umfangsmikil samtök með starfsemi í um 80 ríkjum. Samtökin eru einnig talin ábyrg fyrir fjölda smita í Pakistan, þar sem til stóð að halda sambærilega samkomu. Henni var frestað en þó ekki fyrr en þúsundir höfðu þegar komið saman. Svipaða sögu er að segja frá Malasíu og öðrum ríkjum í Suðaustur-Asíu.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Erlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira