Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2020 13:09 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Aðsend Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. Útgerðirnar tvær sem eftir standa ráða nú ráðum sínum. Sjávarútvegsfyrirtækin fimm sem ákváðu í gær að falla frá málsókninni eru Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganesvegstaka. Í tilkynningu frá félögunum í gær vísa þau í áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð og íslenskt samfélag sem ástæðu að baki ákvörðun sinni. Huginn ehf. og Vinnslustöðin hf. eiga enn aðild að málsókninni á hendur ríkinu þar sem útgerðirnar sjö kröfðust alls 10,2 milljarða króna bóta. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir í samtali við fréttastofu að stjórn fyrirtækisins muni funda um málið klukkan fjögur í dag. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að tilkynnt verði um ákvörðunina fyrr en á morgun. „Það er auðvitað þannig að við höllumst í aðra hvora áttina en við þurfum að ræða öll sjónarmið í báðar áttir og það er bara skynsamlegt að gera það,“ segir Sigurgeir. Fréttastofa hefur ekki náð í Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra Hugins, en hann segir í samtali við Stundina í morgun að hann sé enn á þeirri skoðun að útgerðin eigi að sækja áfram skaðabætur til ríkisins - en bendir á að hann ráði því þó auðvitað ekki einn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skoraði á útgerðirnar að draga kröfur sínar til baka á Alþingi í fyrradag. Útgerðarfélögin höfðuðu málið á hendur ríkinu vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna rangrar úthlutunar makrílkvóta frá árinu 2011 til 2018. Sjávarútvegur Dómsmál Tengdar fréttir Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. Útgerðirnar tvær sem eftir standa ráða nú ráðum sínum. Sjávarútvegsfyrirtækin fimm sem ákváðu í gær að falla frá málsókninni eru Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganesvegstaka. Í tilkynningu frá félögunum í gær vísa þau í áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð og íslenskt samfélag sem ástæðu að baki ákvörðun sinni. Huginn ehf. og Vinnslustöðin hf. eiga enn aðild að málsókninni á hendur ríkinu þar sem útgerðirnar sjö kröfðust alls 10,2 milljarða króna bóta. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir í samtali við fréttastofu að stjórn fyrirtækisins muni funda um málið klukkan fjögur í dag. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að tilkynnt verði um ákvörðunina fyrr en á morgun. „Það er auðvitað þannig að við höllumst í aðra hvora áttina en við þurfum að ræða öll sjónarmið í báðar áttir og það er bara skynsamlegt að gera það,“ segir Sigurgeir. Fréttastofa hefur ekki náð í Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra Hugins, en hann segir í samtali við Stundina í morgun að hann sé enn á þeirri skoðun að útgerðin eigi að sækja áfram skaðabætur til ríkisins - en bendir á að hann ráði því þó auðvitað ekki einn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skoraði á útgerðirnar að draga kröfur sínar til baka á Alþingi í fyrradag. Útgerðarfélögin höfðuðu málið á hendur ríkinu vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna rangrar úthlutunar makrílkvóta frá árinu 2011 til 2018.
Sjávarútvegur Dómsmál Tengdar fréttir Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45
Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13
Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59