Dortmund aðeins stigi frá toppliði Bayern eftir stórsigur á Schalke Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2020 15:30 Håland fær hér aðhlynningu frá sjúkraþjálfurum Dortmund sem taka enga áhættu og eru með grímur. Alexandre Simoes/Getty Images Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að kórónufaraldurinn skall á. Lokatölur 4-0 heimamönnum í Dortmund í vil. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum á Signal Iduna Park, heimavelli Dortmund. Eftir frekar rólega byrjun var það að sjálfsögðu hinn ungi Erling Braut Håland sem braut ísinn fyrir heimamenn þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Raphael Guerreiro aukið forystu heimamanna og staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í þeim síðari bættu heimamenn við tveimur mörkum. Thorgan Hazard skoraði strax í upphafi síðari hálfleik og Guerreiro skoraði einkar snyrtilegt mark þegar rúmur klukkutími var liðinn. Leikmenn Dortmund fögnuðu mörkum sínum ekki eins og vani er en í stað faðmlaga þá fögnuðu menn með því að reka olnboga hvors annars saman. Celebrations in 2020. pic.twitter.com/F0nrltll6C— Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 16, 2020 Lokatölur 4-0 en ungstirnið Jadon Sancho, sem hefur verið mikið orðaður við Manchester United, byrjaði leikinn á varamannabekk Dortmund í dag. Dortmund er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 54 stig, aðeins stigi á eftir Bayern Munich en síðarnefnda liðið á leik til góða. Íslendingalið Augsburg tapaði naumlega gegn Wolfsburg en gestirnir skoruðu í blálokin. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var ekki í liði Augsburg vegna meiðsla. Þá gerði Paderborn 07 maralaust jafntefli við Fortuna Düsseldorf á útivelli. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira
Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að kórónufaraldurinn skall á. Lokatölur 4-0 heimamönnum í Dortmund í vil. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum á Signal Iduna Park, heimavelli Dortmund. Eftir frekar rólega byrjun var það að sjálfsögðu hinn ungi Erling Braut Håland sem braut ísinn fyrir heimamenn þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Raphael Guerreiro aukið forystu heimamanna og staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í þeim síðari bættu heimamenn við tveimur mörkum. Thorgan Hazard skoraði strax í upphafi síðari hálfleik og Guerreiro skoraði einkar snyrtilegt mark þegar rúmur klukkutími var liðinn. Leikmenn Dortmund fögnuðu mörkum sínum ekki eins og vani er en í stað faðmlaga þá fögnuðu menn með því að reka olnboga hvors annars saman. Celebrations in 2020. pic.twitter.com/F0nrltll6C— Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 16, 2020 Lokatölur 4-0 en ungstirnið Jadon Sancho, sem hefur verið mikið orðaður við Manchester United, byrjaði leikinn á varamannabekk Dortmund í dag. Dortmund er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 54 stig, aðeins stigi á eftir Bayern Munich en síðarnefnda liðið á leik til góða. Íslendingalið Augsburg tapaði naumlega gegn Wolfsburg en gestirnir skoruðu í blálokin. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var ekki í liði Augsburg vegna meiðsla. Þá gerði Paderborn 07 maralaust jafntefli við Fortuna Düsseldorf á útivelli.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira