Vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá fyrirtækjalistanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2020 21:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/vilhelm Forseti ASÍ vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá birtingu lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Mikilvægt sé að birta upplýsingarnar til að koma í veg fyrir misnotkun. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að setja saman lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Von er á að listinn verði birtur eftir helgi. Stofnunin skoðar nú hvort undanskilja eigi fámenn fyrirtæki frá listanum. Forstjóri Vinnumálastofnunar hefur áhyggjur af því að með birtingu fámennra fyrirtækja sé auðveldara að leiða af þeim upplýsingum, persónuupplýsingar um þá sem sækja bæturnar. Persónuvernd segir að tilgangur með birtingu upplýsinganna sé að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi. Því er það mat persónuverndar að sá tilgangur náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingunni. Forseti ASÍ tekur í sama streng og Persónuvernd og telur að birta eigi lista yfir öll fyrirtæki óháð stærð. „Við höllum okkur að Persónuvernd. Okkur finnst mikilvægt að þetta sé eins gagnsætt og mögulegt er. Persónuvernd hefur í huga vernd persóna það er að segja launafólks og ef Persónuvernd er búin að úrskurða um það að það sé í lagi að birta listana án þess að það sé verið að uppljóstra um persónuupplýsingar launafólks þá höllum við okkur að þeirri skilgreiningu,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún vilji að upplýsingarnar séu birtar til að koma í veg fyrir að úrræðið sé misnotað. „Við erum þarna, við sem skattgreiðendur að greiða mjög háar fjárhæðir til stuðnings fyrirtækja, til stuðnings launafólks í gegnum fyrirtækin þannig að ef að listi yfir fyrirtækin eru birt en ekki launafólk þá er það fullnægjandi að okkar mati,“ sagði Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira
Forseti ASÍ vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá birtingu lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Mikilvægt sé að birta upplýsingarnar til að koma í veg fyrir misnotkun. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að setja saman lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Von er á að listinn verði birtur eftir helgi. Stofnunin skoðar nú hvort undanskilja eigi fámenn fyrirtæki frá listanum. Forstjóri Vinnumálastofnunar hefur áhyggjur af því að með birtingu fámennra fyrirtækja sé auðveldara að leiða af þeim upplýsingum, persónuupplýsingar um þá sem sækja bæturnar. Persónuvernd segir að tilgangur með birtingu upplýsinganna sé að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi. Því er það mat persónuverndar að sá tilgangur náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingunni. Forseti ASÍ tekur í sama streng og Persónuvernd og telur að birta eigi lista yfir öll fyrirtæki óháð stærð. „Við höllum okkur að Persónuvernd. Okkur finnst mikilvægt að þetta sé eins gagnsætt og mögulegt er. Persónuvernd hefur í huga vernd persóna það er að segja launafólks og ef Persónuvernd er búin að úrskurða um það að það sé í lagi að birta listana án þess að það sé verið að uppljóstra um persónuupplýsingar launafólks þá höllum við okkur að þeirri skilgreiningu,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún vilji að upplýsingarnar séu birtar til að koma í veg fyrir að úrræðið sé misnotað. „Við erum þarna, við sem skattgreiðendur að greiða mjög háar fjárhæðir til stuðnings fyrirtækja, til stuðnings launafólks í gegnum fyrirtækin þannig að ef að listi yfir fyrirtækin eru birt en ekki launafólk þá er það fullnægjandi að okkar mati,“ sagði Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira
Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40