Ætla að loka Langbarðalandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 22:03 Ung kona á Duomotorgi í Mílanó, höfuðborg Langbarðalands. Við hefðbundnar kringumstæður má sjá hundruð ef ekki þúsundir ferðamanna á torginu. EPA/MATTEO BAZZI Ríkisstjórn Ítalíu undirbýr nú að setja héraðið Langbarðaland, eða Lombardy á ensku, allt í sóttkví. Í raun að loka fjölmennasta og auðugasta héraði Ítalíu, þar sem um tíu milljónir manna búa. Er það liður í nýjum aðgerðum gegn nýju kórónuveirunni sem búist er við að verði samþykktar í kvöld eða nótt og eiga að taka gildi á morgun. Aðgerðir þessar fela meðal annars í sér að meina fólki að ferðast til héraðsins og ferðast frá því innan Ítalíu. Einnig er lagt til að íbúar Langbarðalands forðist að ferðast innan héraðsins. Sóttkvíin mun einnig gilda um ellefu sýslur í fjórum öðrum héröðum Ítalíu. Nánast öllum samkomustöðum verður lokað á þessum svæðum og fjöldasamkomur bannaðar. Þá eiga vinnuveitendur að gera starfsmönnum sínum kleift að vinna að heima, eins og auðið er, samkvæmt frétt Reuters. Kaffihús mega þó vera opin áfram, svo lengi sem hægt sé að tryggja minnst eins metra bil á milli viðskiptavina þeirra. Staðfestum smitum á Ítalíu hefur fjölgað um rúmlega 1.200 á einum sólarhring. Faraldur þar í landi er sá versti í Evrópu en í heildina er vitað til þess að 5.883 hafi smitast og 233 hafa dáið, samkvæmt frétt Guardian. Staðan er langverst í Langbarðalandi þar sem um 85 prósent staðfestra tilfella hafa komið upp og 92 prósent dauðsfalla. Eins og áður segir eru íbúar Lombardyhéraðs um tíu milljónir en heildar íbúafjöldi Ítalíu er um 60 milljónir. Það er því ljóst að aðgerðirnar eru gífurlega umfangsmiklar. Búist er við því að faraldurinn muni koma verulega illa á efnahagi Ítalíu og þá sérstaklega á ferðaþjónustunni þar í landi. Bætt við 23:40 - Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ekki skrifað undir aðgerðirnar eins og búist var við. Ríkisstjórar Langbarðalands og annarra héraða hafa mótmælt aðgerðunum fyrirhuguðu. Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Ríkisstjórn Ítalíu undirbýr nú að setja héraðið Langbarðaland, eða Lombardy á ensku, allt í sóttkví. Í raun að loka fjölmennasta og auðugasta héraði Ítalíu, þar sem um tíu milljónir manna búa. Er það liður í nýjum aðgerðum gegn nýju kórónuveirunni sem búist er við að verði samþykktar í kvöld eða nótt og eiga að taka gildi á morgun. Aðgerðir þessar fela meðal annars í sér að meina fólki að ferðast til héraðsins og ferðast frá því innan Ítalíu. Einnig er lagt til að íbúar Langbarðalands forðist að ferðast innan héraðsins. Sóttkvíin mun einnig gilda um ellefu sýslur í fjórum öðrum héröðum Ítalíu. Nánast öllum samkomustöðum verður lokað á þessum svæðum og fjöldasamkomur bannaðar. Þá eiga vinnuveitendur að gera starfsmönnum sínum kleift að vinna að heima, eins og auðið er, samkvæmt frétt Reuters. Kaffihús mega þó vera opin áfram, svo lengi sem hægt sé að tryggja minnst eins metra bil á milli viðskiptavina þeirra. Staðfestum smitum á Ítalíu hefur fjölgað um rúmlega 1.200 á einum sólarhring. Faraldur þar í landi er sá versti í Evrópu en í heildina er vitað til þess að 5.883 hafi smitast og 233 hafa dáið, samkvæmt frétt Guardian. Staðan er langverst í Langbarðalandi þar sem um 85 prósent staðfestra tilfella hafa komið upp og 92 prósent dauðsfalla. Eins og áður segir eru íbúar Lombardyhéraðs um tíu milljónir en heildar íbúafjöldi Ítalíu er um 60 milljónir. Það er því ljóst að aðgerðirnar eru gífurlega umfangsmiklar. Búist er við því að faraldurinn muni koma verulega illa á efnahagi Ítalíu og þá sérstaklega á ferðaþjónustunni þar í landi. Bætt við 23:40 - Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ekki skrifað undir aðgerðirnar eins og búist var við. Ríkisstjórar Langbarðalands og annarra héraða hafa mótmælt aðgerðunum fyrirhuguðu.
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
„Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01