Ætla að loka Langbarðalandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 22:03 Ung kona á Duomotorgi í Mílanó, höfuðborg Langbarðalands. Við hefðbundnar kringumstæður má sjá hundruð ef ekki þúsundir ferðamanna á torginu. EPA/MATTEO BAZZI Ríkisstjórn Ítalíu undirbýr nú að setja héraðið Langbarðaland, eða Lombardy á ensku, allt í sóttkví. Í raun að loka fjölmennasta og auðugasta héraði Ítalíu, þar sem um tíu milljónir manna búa. Er það liður í nýjum aðgerðum gegn nýju kórónuveirunni sem búist er við að verði samþykktar í kvöld eða nótt og eiga að taka gildi á morgun. Aðgerðir þessar fela meðal annars í sér að meina fólki að ferðast til héraðsins og ferðast frá því innan Ítalíu. Einnig er lagt til að íbúar Langbarðalands forðist að ferðast innan héraðsins. Sóttkvíin mun einnig gilda um ellefu sýslur í fjórum öðrum héröðum Ítalíu. Nánast öllum samkomustöðum verður lokað á þessum svæðum og fjöldasamkomur bannaðar. Þá eiga vinnuveitendur að gera starfsmönnum sínum kleift að vinna að heima, eins og auðið er, samkvæmt frétt Reuters. Kaffihús mega þó vera opin áfram, svo lengi sem hægt sé að tryggja minnst eins metra bil á milli viðskiptavina þeirra. Staðfestum smitum á Ítalíu hefur fjölgað um rúmlega 1.200 á einum sólarhring. Faraldur þar í landi er sá versti í Evrópu en í heildina er vitað til þess að 5.883 hafi smitast og 233 hafa dáið, samkvæmt frétt Guardian. Staðan er langverst í Langbarðalandi þar sem um 85 prósent staðfestra tilfella hafa komið upp og 92 prósent dauðsfalla. Eins og áður segir eru íbúar Lombardyhéraðs um tíu milljónir en heildar íbúafjöldi Ítalíu er um 60 milljónir. Það er því ljóst að aðgerðirnar eru gífurlega umfangsmiklar. Búist er við því að faraldurinn muni koma verulega illa á efnahagi Ítalíu og þá sérstaklega á ferðaþjónustunni þar í landi. Bætt við 23:40 - Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ekki skrifað undir aðgerðirnar eins og búist var við. Ríkisstjórar Langbarðalands og annarra héraða hafa mótmælt aðgerðunum fyrirhuguðu. Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Ríkisstjórn Ítalíu undirbýr nú að setja héraðið Langbarðaland, eða Lombardy á ensku, allt í sóttkví. Í raun að loka fjölmennasta og auðugasta héraði Ítalíu, þar sem um tíu milljónir manna búa. Er það liður í nýjum aðgerðum gegn nýju kórónuveirunni sem búist er við að verði samþykktar í kvöld eða nótt og eiga að taka gildi á morgun. Aðgerðir þessar fela meðal annars í sér að meina fólki að ferðast til héraðsins og ferðast frá því innan Ítalíu. Einnig er lagt til að íbúar Langbarðalands forðist að ferðast innan héraðsins. Sóttkvíin mun einnig gilda um ellefu sýslur í fjórum öðrum héröðum Ítalíu. Nánast öllum samkomustöðum verður lokað á þessum svæðum og fjöldasamkomur bannaðar. Þá eiga vinnuveitendur að gera starfsmönnum sínum kleift að vinna að heima, eins og auðið er, samkvæmt frétt Reuters. Kaffihús mega þó vera opin áfram, svo lengi sem hægt sé að tryggja minnst eins metra bil á milli viðskiptavina þeirra. Staðfestum smitum á Ítalíu hefur fjölgað um rúmlega 1.200 á einum sólarhring. Faraldur þar í landi er sá versti í Evrópu en í heildina er vitað til þess að 5.883 hafi smitast og 233 hafa dáið, samkvæmt frétt Guardian. Staðan er langverst í Langbarðalandi þar sem um 85 prósent staðfestra tilfella hafa komið upp og 92 prósent dauðsfalla. Eins og áður segir eru íbúar Lombardyhéraðs um tíu milljónir en heildar íbúafjöldi Ítalíu er um 60 milljónir. Það er því ljóst að aðgerðirnar eru gífurlega umfangsmiklar. Búist er við því að faraldurinn muni koma verulega illa á efnahagi Ítalíu og þá sérstaklega á ferðaþjónustunni þar í landi. Bætt við 23:40 - Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ekki skrifað undir aðgerðirnar eins og búist var við. Ríkisstjórar Langbarðalands og annarra héraða hafa mótmælt aðgerðunum fyrirhuguðu.
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
„Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01