Nigel Pearson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Watford, óttast dauðsfall í úrvalsdeildinni ef deildin fer of snemma af stað eftir að hafa verið frestað vegna kórónufaraldursins.
Samkvæmt Sky Sports munu forráðamenn deildarinnar hittast á mánudag og ræða möguleikann að lið fái að hittast að nýju og hefja æfingar. Þá er hefur verið rætt um að leiktíðin fari aftur af stað um miðjan júní.
Pearson hefur beðið fólk um að skoða alla möguleika og gæta ítrustu varúðar en England hefur komið einkar illa út úr faraldrinum til þessa.
Watford manager Nigel Pearson has raised concerns about a coronavirus-related death in the Premier League and urged caution before a decision is made about whether to resume the season.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2020
„Guð forði okkur frá dauðsfalli. Fólk er að loka augunum við ógninni. Að sjálfsögðu vill ég byrja að spila en það verður að vera öruggt. Við verðum að fara varlega. Þetta snýst um heilsu fólks,“ segir Pearson.
Þá hefur Pearson gagnrýnt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fyrir að setja of mikla ábyrgð á herðar leikmanna. Þjálfarinn er engan veginn sammála því að leikmenn séu skyldugir til þess að láta þjóðinni líða betur.