Will Ferrell varð hugfanginn af Eurovision: „Þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 14:00 Will Ferrell elskar Eurovision. Svo mikið að hann ákvað að gera mynd um keppnina. Toppiði það. Vísir/EPA Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell var í heimsókn hjá skyldmennum eiginkonu sinnar í Svíþjóð þegar hann komst fyrst á snoðir um tilvist Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða Eurovision. Þá var ekki aftur snúið og síðan þá hefur hann verið hugfanginn af keppninni og því sem hún hefur upp á að bjóða. Þessu lýsir Ferrell í viðtali við breska spjallþáttastjórnandann Graham Norton. Ferrell var gestur þáttarins í gegn um netið og kynnti nýjustu mynd sína, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Samt eiginlega ekki. „Þetta gerðist fyrri tuttugu árum þegar við heimsóttum fjölskyldu eiginkonu minnar í Svíþjóð. Eitt kvöldið sagði frænka hennar „Eigum við að setjast niður og horfa á Eurovision?“ og ég sagði jájá. Við sátum þarna í þrjá heila klukkutíma og horfðum á úrslitakvöld Eurovision á meðan ég missti hökuna í gólfið. Ég trúði ekki eigin augum, þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð,“ sagði Ferrell. Hann segist allar götur síðan hafa haldið að einhver tæki upp á því að gera kvikmynd um Eurovision og allt sem keppninni fylgir. „En enginn hafði gert það og við byrjuðum á þessu verkefni fyrir um fjórum árum.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ferrell sem hefst eftir um 22 mínútur og 15 sekúndur. Eurovision Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell var í heimsókn hjá skyldmennum eiginkonu sinnar í Svíþjóð þegar hann komst fyrst á snoðir um tilvist Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða Eurovision. Þá var ekki aftur snúið og síðan þá hefur hann verið hugfanginn af keppninni og því sem hún hefur upp á að bjóða. Þessu lýsir Ferrell í viðtali við breska spjallþáttastjórnandann Graham Norton. Ferrell var gestur þáttarins í gegn um netið og kynnti nýjustu mynd sína, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Samt eiginlega ekki. „Þetta gerðist fyrri tuttugu árum þegar við heimsóttum fjölskyldu eiginkonu minnar í Svíþjóð. Eitt kvöldið sagði frænka hennar „Eigum við að setjast niður og horfa á Eurovision?“ og ég sagði jájá. Við sátum þarna í þrjá heila klukkutíma og horfðum á úrslitakvöld Eurovision á meðan ég missti hökuna í gólfið. Ég trúði ekki eigin augum, þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð,“ sagði Ferrell. Hann segist allar götur síðan hafa haldið að einhver tæki upp á því að gera kvikmynd um Eurovision og allt sem keppninni fylgir. „En enginn hafði gert það og við byrjuðum á þessu verkefni fyrir um fjórum árum.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ferrell sem hefst eftir um 22 mínútur og 15 sekúndur.
Eurovision Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira