Þurfum að hafa kjark og þor til að taka á móti ungum leikmönnum Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2020 07:00 Óli Stefán Flóventsson á æfingasvæði KA. VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Við komum vel út úr þessu og menn eru virkilega hungraðir í að byrja,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í fótbolta, nú þegar það styttist í að hefðbundnar liðsæfingar geti hafist eftir kórónuveiruhléið. Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst 13. júní og degi síðar sækir KA lið ÍA heim á Akranes. Óli Stefán segir undirbúning hafa gengið vel þrátt fyrir þær furðulegu aðstæður sem menn hafa þurft að glíma við í samkomubanni. Leikmenn eru mættir aftur til æfinga en verða að æfa í litlum hópum fram til 25. maí. „Þetta hefur verið krefjandi, því er ekki að neita. Við höfum þurft að skipuleggja vel og unnið mikið við tölvuna. Vinnan hefur náttúrulega legið svolítið hjá strákunum. Ég öfunda þá ekki að vera leikmenn í dag, á þessum tímum, en þeir hafa staðið sig gríðarlega vel og komið vel út úr ástandinu. Allar tölur sýna okkur það og við erum ánægðir með það,“ segir Óli Stefán við Tryggva Pál Tryggvason í Sportpakkanum, og bætir við: „Þetta hefur verið áskorun og svolítið ný vinna en maður lærir af öllu og það er hellingur sem að maður tekur úr þessu ástandi með sér inn í framtíðina. Hugsanlega hefur maður bætt sig eitthvað sem þjálfari.“ Mikkel Qvist og Hallgrímur Jónasson á æfingu KA um helgina.VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Blóðguðum nokkuð marga, unga í fyrra“ Elfar Árni Aðalsteinsson, aðalframherji KA, sleit krossband í hné í vetur eftir að hafa skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. „Það var mikið áfall fyrir okkur. Elfar Árni er rosalega mikilvægur póstur inni á velli og eins fyrir utan. En það er eins og með annað í þessu, þetta er áskorun. Við erum með töluvert breytt lið frá því í fyrra og höfum kannski misst fleiri leikmenn en við ætluðum okkur. Þar með er önnur dýnamík í liðinu. En það er það sem við þjálfarar þurfum að bregðast við. Þó að það sé ekki óskastaða ef maður ætlar að búa til einhvern stöðugleika, að missa marga og fá svo nýja inn, þá er það samt krefjandi og ég er rosalega spenntur fyrir þeirri vinnu að búa til nýja dýnamík. Vissulega er vont að missa Elfar Árna en í því felst tækifæri fyrir aðra í staðinn,“ segir Óli Stefán, sem ætlar sér að leyfa ungum leikmönnum að sýna sig og sanna í sumar: „Hér er mikill efniviður og margir leikmenn að koma upp, og við verðum að vera tilbúnir og hafa kjark og þor til að taka á móti þeim. Í fyrra blóðguðum við nokkuð marga, unga stráka sem eru þar með tilbúnari núna. Við viljum halda þeirri vinnu áfram, í bland við það að hérna eru kröfur. Við viljum árangur og stefnum ótrauðir á það að gera betur en í fyrra. Við vitum að það er krefjandi en þannig viljum við vinna,“ segir Óli Stefán en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Stefán um komandi tímabil hjá KA Pepsi Max-deild karla KA Sportpakkinn Tengdar fréttir Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45 Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15 Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
„Við komum vel út úr þessu og menn eru virkilega hungraðir í að byrja,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í fótbolta, nú þegar það styttist í að hefðbundnar liðsæfingar geti hafist eftir kórónuveiruhléið. Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst 13. júní og degi síðar sækir KA lið ÍA heim á Akranes. Óli Stefán segir undirbúning hafa gengið vel þrátt fyrir þær furðulegu aðstæður sem menn hafa þurft að glíma við í samkomubanni. Leikmenn eru mættir aftur til æfinga en verða að æfa í litlum hópum fram til 25. maí. „Þetta hefur verið krefjandi, því er ekki að neita. Við höfum þurft að skipuleggja vel og unnið mikið við tölvuna. Vinnan hefur náttúrulega legið svolítið hjá strákunum. Ég öfunda þá ekki að vera leikmenn í dag, á þessum tímum, en þeir hafa staðið sig gríðarlega vel og komið vel út úr ástandinu. Allar tölur sýna okkur það og við erum ánægðir með það,“ segir Óli Stefán við Tryggva Pál Tryggvason í Sportpakkanum, og bætir við: „Þetta hefur verið áskorun og svolítið ný vinna en maður lærir af öllu og það er hellingur sem að maður tekur úr þessu ástandi með sér inn í framtíðina. Hugsanlega hefur maður bætt sig eitthvað sem þjálfari.“ Mikkel Qvist og Hallgrímur Jónasson á æfingu KA um helgina.VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Blóðguðum nokkuð marga, unga í fyrra“ Elfar Árni Aðalsteinsson, aðalframherji KA, sleit krossband í hné í vetur eftir að hafa skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. „Það var mikið áfall fyrir okkur. Elfar Árni er rosalega mikilvægur póstur inni á velli og eins fyrir utan. En það er eins og með annað í þessu, þetta er áskorun. Við erum með töluvert breytt lið frá því í fyrra og höfum kannski misst fleiri leikmenn en við ætluðum okkur. Þar með er önnur dýnamík í liðinu. En það er það sem við þjálfarar þurfum að bregðast við. Þó að það sé ekki óskastaða ef maður ætlar að búa til einhvern stöðugleika, að missa marga og fá svo nýja inn, þá er það samt krefjandi og ég er rosalega spenntur fyrir þeirri vinnu að búa til nýja dýnamík. Vissulega er vont að missa Elfar Árna en í því felst tækifæri fyrir aðra í staðinn,“ segir Óli Stefán, sem ætlar sér að leyfa ungum leikmönnum að sýna sig og sanna í sumar: „Hér er mikill efniviður og margir leikmenn að koma upp, og við verðum að vera tilbúnir og hafa kjark og þor til að taka á móti þeim. Í fyrra blóðguðum við nokkuð marga, unga stráka sem eru þar með tilbúnari núna. Við viljum halda þeirri vinnu áfram, í bland við það að hérna eru kröfur. Við viljum árangur og stefnum ótrauðir á það að gera betur en í fyrra. Við vitum að það er krefjandi en þannig viljum við vinna,“ segir Óli Stefán en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Stefán um komandi tímabil hjá KA
Pepsi Max-deild karla KA Sportpakkinn Tengdar fréttir Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45 Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15 Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45
Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15
Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03