Báðust afsökunar á því að hafa notað kynlífsdúkkur í stúkuna sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 09:30 Hér má sjá þessar frægu dúkkur í stúkunni á leik FC Seoul og Gwangju FC í fótboltadeildinni í Suður Kóreu. AP/Ryu Young-suk FC Seoul stillti upp fullt af gínum í stúkunni í fyrsta heimaleik liðsins eftir kórónuveiruhlé og ætlaði sér að reyna fela aðeins tómleikann á vellinum. FC Seoul mætti þar liði Gwangju FC og fór leikurinn fram á Sangam leikvanginum sem tekur yfir 66 þúsund manns í sæti. FC Seoul insisted they were "premium mannequins" rather than sex dolls - but did admit they came from a supplier that produces sex toys.https://t.co/xxHGIGvO0x— BBC News India (@BBCIndia) May 18, 2020 Fljótlega tóku þó skarpir sjónvarpsáhorfendur í Suður Kóreu eftir því að gínurnar voru merktar „BJ Chaero“ sem er þekkt nafn í kynlífsiðnaðinum í landinu og þá einkum fyrir að vera fyrirmyndin af svokölluðum kynlífsdúkkum. Strax komu upp vangaveltur að þessar gínur hafi í raun verið svokallaðar kynlífsdúkkur hannaðar eftir lögun og vexti umræddar „BJ Chaero“. Það kom síðan í ljós hvernig gínur þetta voru eftir allt saman þegar forráðamenn FC Seoul ákvaðu að senda frá sér afsökunarbeiðni. Forystumenn FC Seoul töluðum um að þarna hafi verið á ferðinni hinni frægi misskilningur en þessi misskilningur var við birgðasala gínanna. 'We are deeply sorry. There was a misunderstanding with the supplier' https://t.co/qAgQQl4WPC— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 18, 2020 FC Seoul kallaði þó gínurnar sínar ekki kynlífsdúkkur heldur vildi félagið meina að þarna hafi verið svonefndar bónusgínur eða „premium mannequins“ á ensku. „Við viljum biða stuðningsmenn okkar afsökunar. Við erum mjög leið yfir þessu. Það var okkar markmið að reyna að létta stemninguna á þessum erfiðu tímum,“ sagði í afsökunarbeiðni FC Seoul og þar var lofað betrumbætum. „Við munum hugsa vel og lengi um það hvað við þurfum að gera til að svona gerist ekki aftur hjá okkur.“ Það voru alls þrjátíu dúkkur í stúkunni, 25 voru kvenkyns en fimm karlkyns. Fótbolti Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
FC Seoul stillti upp fullt af gínum í stúkunni í fyrsta heimaleik liðsins eftir kórónuveiruhlé og ætlaði sér að reyna fela aðeins tómleikann á vellinum. FC Seoul mætti þar liði Gwangju FC og fór leikurinn fram á Sangam leikvanginum sem tekur yfir 66 þúsund manns í sæti. FC Seoul insisted they were "premium mannequins" rather than sex dolls - but did admit they came from a supplier that produces sex toys.https://t.co/xxHGIGvO0x— BBC News India (@BBCIndia) May 18, 2020 Fljótlega tóku þó skarpir sjónvarpsáhorfendur í Suður Kóreu eftir því að gínurnar voru merktar „BJ Chaero“ sem er þekkt nafn í kynlífsiðnaðinum í landinu og þá einkum fyrir að vera fyrirmyndin af svokölluðum kynlífsdúkkum. Strax komu upp vangaveltur að þessar gínur hafi í raun verið svokallaðar kynlífsdúkkur hannaðar eftir lögun og vexti umræddar „BJ Chaero“. Það kom síðan í ljós hvernig gínur þetta voru eftir allt saman þegar forráðamenn FC Seoul ákvaðu að senda frá sér afsökunarbeiðni. Forystumenn FC Seoul töluðum um að þarna hafi verið á ferðinni hinni frægi misskilningur en þessi misskilningur var við birgðasala gínanna. 'We are deeply sorry. There was a misunderstanding with the supplier' https://t.co/qAgQQl4WPC— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 18, 2020 FC Seoul kallaði þó gínurnar sínar ekki kynlífsdúkkur heldur vildi félagið meina að þarna hafi verið svonefndar bónusgínur eða „premium mannequins“ á ensku. „Við viljum biða stuðningsmenn okkar afsökunar. Við erum mjög leið yfir þessu. Það var okkar markmið að reyna að létta stemninguna á þessum erfiðu tímum,“ sagði í afsökunarbeiðni FC Seoul og þar var lofað betrumbætum. „Við munum hugsa vel og lengi um það hvað við þurfum að gera til að svona gerist ekki aftur hjá okkur.“ Það voru alls þrjátíu dúkkur í stúkunni, 25 voru kvenkyns en fimm karlkyns.
Fótbolti Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira