Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið verði því á svipuðum slóðum og á síðasta tímabili. Eftir að hafa fallið 2017, í þriðja sinn á tíu árum, fóru Skagamenn upp úr 1. deildinni í fyrstu tilraun. ÍA byrjaði síðasta tímabil frábærlega en loftið fór svo úr Skagablöðrunni og þeir enduðu í 10. sæti. ÍA vill festa sig í sessi á meðal þeirra bestu eftir að hafa flakkað á milli efstu og næstefstu deildar síðasta áratug. Skagamenn létu ekkert til sín taka á félagaskiptamarkaðnum en búa vel að ungum leikmönnum enda hefur 2. flokkur félagsins orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð. Þjálfari ÍA er Jóhannes Karl Guðjónsson. Eftir að hafa náð stórfínum árangri með HK fór Jóhannes Karl aftur upp á Akranes fyrir tímabilið 2018. Undir hans stjórn vann ÍA 1. deildina 2018 og hélt sér svo uppi í fyrra. Jóhannes Karl er með þjálfarablóð í æðum en faðir hans, Guðjón Þórðarson, gerði ÍA þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. ÍA á Akranesi 18 Íslandsmeistaratitlar 9 bikarmeistaratitlar 2 tímabil samfellt í efstu deild (2019-) 19 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (2001) 17 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2003) 8 ár frá sæti í efri hluta (2012) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 3 sinnum í 12. sæti Síðasta tímabil Skagamenn voru nýliðar í fyrra og komu inn í mótið af miklum krafti. Þeir byrjuðu sumarið frábærlega og voru í toppsætinu eftir sex umferðir með fimm sigra og tólf mörk í sex leikjum. Skagaliðið vann hins vegar aðeins tvo leiki í síðustu sextán umferðum og féll á sama tíma niður um níu sæti. Tryggvi Hrafn Haraldsson var besti maður deildarinnar í byrjun móts en honum og Skagamönnum tókst ekki að halda lengur úr en fyrsta þriðjung mótsins. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið ÍA í sumar.vísir/toggi ÍA teflir fram svipuðu byrjunarliði og á síðasta tímabili. Stærsta breytingin er að Skagamenn munu væntanlega spila með fjögurra manna vörn en ekki þriggja manna eins og í fyrra. Hörður Ingi Gunnarsson er horfinn á braut sem þýðir að hinn efnilegi Jón Gísli Eyland Gíslason ætti að fá fleiri tækifæri. Sömu sögu er að segja af öðrum ungum og efnilegum leikmönnum eins og Benjamín Mehic, Sigurði Hrannari Þorsteinssyni og Gísla Laxdal Unnarssyni. Þá ætti endurkoma Arnars Más Guðjónssonar að styrkja liðið. Lykilmennirnir Árni Snær Ólafsson, Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson.vísir/vilhelm/daníel Árni Snær Ólafsson (f. 1991): Breyttur leikstíll eður ei, frábær spyrnugeta Árna mun alltaf geta nýst Skagamönnum og hjálpað til við að búa til „einföld“ mörk. Hann mætti helst vera hávaxnari en er góður og traustur markvörður með mikið Skagahjarta og reynslu af því að hafa varið mark liðsins um langt árabil. Stefán Teitur Þórðarson (f. 1998): Eftir að hafa verið helsti markaskorari ÍA þegar liðið vann 1. deild 2018 var Stefán Teitur færður niður á miðjuna fyrir síðasta tímabil og það reyndist glimrandi ákvörðun þjálfara. Stefán Teitur átti mjög gott ár og var verðlaunaður með sínum fyrstu A-landsleikjum í janúar, eftir að hafa verið fastamaður í U21-landsliðinu. Norsku félögin Álasund og Sarpsborg fengu Stefán til reynslu í vetur og það kæmi ekki mikið á óvart ef að ÍA missti þennan kraftmikla mótor af miðjunni eftir sumarið. Tryggvi Hrafn Haraldsson (f. 1996): Tryggvi er einfaldlega einn besti leikmaður deildarinnar og það er afar dýrmætt fyrir ÍA að hafa haldið þessum fjölhæfa sóknarmanni. Hann átti mjög gott tímabil í fyrra, sérstaklega fyrri hluta sumars þegar ÍA gekk sem best, eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð. Hugur Tryggva leitar eflaust aftur út og þá skemmir ekki fyrir að hafa leikið með landsliðinu í janúar. Markaðurinn vísir/toggi Fréttir af slæmri fjárhagsstöðu ÍA kristallast í viðskiptum félagsins fyrir tímabilið. Eini leikmaðurinn sem bæst hefur við hópinn er 2. flokks strákur sem ekki er víst að spili í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍA hefur aftur á móti misst einn aðalmiðvörð sinn í Einari Loga Einarssyni og góðan bakvörð í Herði Inga Gunnarssyni sem eftir langan aðdraganda var á endanum seldur til FH, eftir „fáránlega gott tilboð“ FH-inga eins og Jóhannes Karl orðaði það. Minni söknuður ætti að vera af Zamorano, sem náði ekki að skora mark í búningi ÍA, og Alberti Hafsteins sem lék aðeins sex leiki í byrjunarliði í fyrra. Ætla mætti að lið sem endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð mætti illa við því að veikja hópinn svona en Skagamönnum hefur þó tekist að halda Tryggva Hrafni Haraldssyni sem verið hefur eftirsóttur. Þarf að gera betur en í fyrra Viktor Jónsson skoraði fjögur mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra.vísir/daníel Viktor Jónsson er alltof góður fyrir næstefstu deild en á eftir að sanna sig sem alvöru markaskorari í þeirri efstu. Hann hefur skorað 59 mörk í 84 leikjum í næstefstu deild en aðeins níu mörk í 61 leik í efstu deild. Fjögur þeirra komu á hans fyrsta tímabili með ÍA í fyrra. Aðeins liðin sem féllu (Grindavík og ÍBV) skoruðu færri mörk en ÍA í fyrra og Viktor þarf að hjálpa til að bæta úr því. Heimavöllurinn Akranesvöllur er einn sögufrægasti völlur landsins.mynd/ía Norðurálsvöllurinn var mjög vinsæll framan af síðustu leiktíð og yfir 1.500 manns mættu að meðaltali á fyrstu leikina, þar af yfir 2.000 manns þegar frítt var á leik við HK. Skagamenn elska sitt félag en eru þó ekki þekktir fyrir mikinn hávaða á leikjum eða stuðningssöngva. Í takti við versnandi gengi snarfækkaði gestum en þegar allt er talið voru þó yfir 1.000 manns á heimaleikjum ÍA að meðaltali. Fín stúka er við fallegan grasvöllinn en margir virðast kunna betur við sig í notalegri brekkunni gegnt henni, með útsýni út á hafið. Benda má á að í fjöruborðinu er baðlaugin Guðlaug, fyrir þá gesti sem vilja ræða leikinn nánar áður en hann hefst eða eftir að honum lýkur. Hvað segir sérfræðingurinn? „Ég hef áhyggjur fyrir hönd minna manna á Skaganum,“ segir Atli Viðar Björnsson, einn sérfræðinganna í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport í sumar. „Mér líst ekki vel á holninguna á þeim og ég held að það sé erfitt sumar fram undan hjá þeim. Jói Kalli kom fram með loforð í vetur og bjó til væntingar um skemmtilegri fótbolta en þeir stóðu fyrir í fyrra, en ég held að þeir ættu að halda hlutunum einföldum og leggja áherslu á stigasöfnun, alla vega til að byrja með,“ segir Atli Viðar. „Styrkleikarnir felast í sterkum varnarleik og því að vera fljótir fram og sækja hratt, eins og þeir gerðu hvað best í byrjun móts í fyrra. En svo eru líka mjög mikil einstaklingsgæði í leikmönnum í liðinu, og þessir leikmenn þurfa að sýna meiri stöðugleika og leiða liðið áfram,“ segir Atli Viðar og talar hreint út um síðasta tímabil: „Skaginn var annað af tveimur langlélegustu liðum deildarinnar í fyrra eftir 1. júní. Þeir tóku nánast öll sín stig í maí, en eftir það hrundi allt. Þeir þurfa að núllstilla sig og byrja upp á nýtt, fá fólkið með sér bæði uppi á Skaga og í knattspyrnuheiminum, og stimpla sig aðeins upp á nýtt.“ Lykilmennirnir sem Atli Viðar segir þurfa að leiða lið ÍA áfram eru fyrst og fremst tveir: „Ég hef miklar mætur á Stefáni Teit og mér finnst hann og Tryggvi Hrafn þurfa að stíga upp, sýna meiri stöðugleika, og þeir þurfa að bera liðið á herðum sér ef ekki á illa að fara á Skaganum.“ Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (7. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (5. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... A-deild (5. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... A-deild (4. sæti) Fyrir sextíu árum (1960) ... Íslandsmeistari Vísir/Toggi Ekkert félag hefur unnið fleiri Íslandsmeistaratitla síðan að Knattspyrnusamband Íslands var stofnað. Skagamenn hafa aldrei beðið jafnlengi eftir Íslandsmeistarabikarnum og einmitt núna eða í nítján ár. Skagamenn voru með yngsta byrjunarliðið í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð en þeir voru einnig það lið sem var minnst með boltann í leikjum sínum.Það er ljóst að Skagamenn þurfa að þora að vera meira með boltann í sumar ætli liðið að komast ofar í töfluna. Toppmenn ÍA í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Tryggvi Hrafn Haraldsson var bæði markahæstur í liði ÍA í Pepsi Max deild karla í fyrra (7) og sá sem gaf flestar stoðsendingar (4). Tryggvi Hrafn var mjög áberandi á topplistnum því hann átti líka þátt í flestum mörkum ÍA (11), var sá sem tók þátt í flestum markasóknum (15) og tók flest skot hjá ÍA-liðinu (58). Viktor Jónsson braut oftast af sér, Óttar Bjarni Guðmundsson vann oftast boltann og Tryggvi Hrafn Haraldsson reyndi flesta einleiki. Tryggvi Hrafn Haraldsson fiskaði flestar aukaspyrnur, Arnar Már Guðjónsson fór í flestar tæklingar og Marcus Johansson fór upp í flest skallaeinvígi. Að lokum Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, lætur venjulega vel í sér heyra á hliðarlínunni.vísir/daníel Skagamenn stefna hátt og vilja endurheimta stöðu sína í íslenskum fótbolta. Það er langtíma verkefni og það er erfitt að sjá ÍA gera mikið betur en á síðasta tímabili. Leikmannahópurinn er svipaður og ungir en efnilegir strákar orðnir árinu eldri og komnir með meiri reynslu. Einfaldur og beinskeyttur leikstíll skilaði ÍA fullt af stigum í upphafi síðasta tímabils en eftir að andstæðingar fundu svör við honum áttu Akurnesingar ekki krók á móti bragði. Skagamenn hafa reynt að þróa leikstíl sinn á undirbúningstímabilinu og það verður spennandi að sjá hvernig útkoman verður. ÍA náði aðeins í sextán stig á Norðurálsvellinum í fyrra og árangur liðsins á heimavelli verður að vera betri ætli Skagamenn sér að komast ofar í töfluna en í fyrra. Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið verði því á svipuðum slóðum og á síðasta tímabili. Eftir að hafa fallið 2017, í þriðja sinn á tíu árum, fóru Skagamenn upp úr 1. deildinni í fyrstu tilraun. ÍA byrjaði síðasta tímabil frábærlega en loftið fór svo úr Skagablöðrunni og þeir enduðu í 10. sæti. ÍA vill festa sig í sessi á meðal þeirra bestu eftir að hafa flakkað á milli efstu og næstefstu deildar síðasta áratug. Skagamenn létu ekkert til sín taka á félagaskiptamarkaðnum en búa vel að ungum leikmönnum enda hefur 2. flokkur félagsins orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð. Þjálfari ÍA er Jóhannes Karl Guðjónsson. Eftir að hafa náð stórfínum árangri með HK fór Jóhannes Karl aftur upp á Akranes fyrir tímabilið 2018. Undir hans stjórn vann ÍA 1. deildina 2018 og hélt sér svo uppi í fyrra. Jóhannes Karl er með þjálfarablóð í æðum en faðir hans, Guðjón Þórðarson, gerði ÍA þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. ÍA á Akranesi 18 Íslandsmeistaratitlar 9 bikarmeistaratitlar 2 tímabil samfellt í efstu deild (2019-) 19 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (2001) 17 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2003) 8 ár frá sæti í efri hluta (2012) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 3 sinnum í 12. sæti Síðasta tímabil Skagamenn voru nýliðar í fyrra og komu inn í mótið af miklum krafti. Þeir byrjuðu sumarið frábærlega og voru í toppsætinu eftir sex umferðir með fimm sigra og tólf mörk í sex leikjum. Skagaliðið vann hins vegar aðeins tvo leiki í síðustu sextán umferðum og féll á sama tíma niður um níu sæti. Tryggvi Hrafn Haraldsson var besti maður deildarinnar í byrjun móts en honum og Skagamönnum tókst ekki að halda lengur úr en fyrsta þriðjung mótsins. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið ÍA í sumar.vísir/toggi ÍA teflir fram svipuðu byrjunarliði og á síðasta tímabili. Stærsta breytingin er að Skagamenn munu væntanlega spila með fjögurra manna vörn en ekki þriggja manna eins og í fyrra. Hörður Ingi Gunnarsson er horfinn á braut sem þýðir að hinn efnilegi Jón Gísli Eyland Gíslason ætti að fá fleiri tækifæri. Sömu sögu er að segja af öðrum ungum og efnilegum leikmönnum eins og Benjamín Mehic, Sigurði Hrannari Þorsteinssyni og Gísla Laxdal Unnarssyni. Þá ætti endurkoma Arnars Más Guðjónssonar að styrkja liðið. Lykilmennirnir Árni Snær Ólafsson, Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson.vísir/vilhelm/daníel Árni Snær Ólafsson (f. 1991): Breyttur leikstíll eður ei, frábær spyrnugeta Árna mun alltaf geta nýst Skagamönnum og hjálpað til við að búa til „einföld“ mörk. Hann mætti helst vera hávaxnari en er góður og traustur markvörður með mikið Skagahjarta og reynslu af því að hafa varið mark liðsins um langt árabil. Stefán Teitur Þórðarson (f. 1998): Eftir að hafa verið helsti markaskorari ÍA þegar liðið vann 1. deild 2018 var Stefán Teitur færður niður á miðjuna fyrir síðasta tímabil og það reyndist glimrandi ákvörðun þjálfara. Stefán Teitur átti mjög gott ár og var verðlaunaður með sínum fyrstu A-landsleikjum í janúar, eftir að hafa verið fastamaður í U21-landsliðinu. Norsku félögin Álasund og Sarpsborg fengu Stefán til reynslu í vetur og það kæmi ekki mikið á óvart ef að ÍA missti þennan kraftmikla mótor af miðjunni eftir sumarið. Tryggvi Hrafn Haraldsson (f. 1996): Tryggvi er einfaldlega einn besti leikmaður deildarinnar og það er afar dýrmætt fyrir ÍA að hafa haldið þessum fjölhæfa sóknarmanni. Hann átti mjög gott tímabil í fyrra, sérstaklega fyrri hluta sumars þegar ÍA gekk sem best, eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð. Hugur Tryggva leitar eflaust aftur út og þá skemmir ekki fyrir að hafa leikið með landsliðinu í janúar. Markaðurinn vísir/toggi Fréttir af slæmri fjárhagsstöðu ÍA kristallast í viðskiptum félagsins fyrir tímabilið. Eini leikmaðurinn sem bæst hefur við hópinn er 2. flokks strákur sem ekki er víst að spili í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍA hefur aftur á móti misst einn aðalmiðvörð sinn í Einari Loga Einarssyni og góðan bakvörð í Herði Inga Gunnarssyni sem eftir langan aðdraganda var á endanum seldur til FH, eftir „fáránlega gott tilboð“ FH-inga eins og Jóhannes Karl orðaði það. Minni söknuður ætti að vera af Zamorano, sem náði ekki að skora mark í búningi ÍA, og Alberti Hafsteins sem lék aðeins sex leiki í byrjunarliði í fyrra. Ætla mætti að lið sem endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð mætti illa við því að veikja hópinn svona en Skagamönnum hefur þó tekist að halda Tryggva Hrafni Haraldssyni sem verið hefur eftirsóttur. Þarf að gera betur en í fyrra Viktor Jónsson skoraði fjögur mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra.vísir/daníel Viktor Jónsson er alltof góður fyrir næstefstu deild en á eftir að sanna sig sem alvöru markaskorari í þeirri efstu. Hann hefur skorað 59 mörk í 84 leikjum í næstefstu deild en aðeins níu mörk í 61 leik í efstu deild. Fjögur þeirra komu á hans fyrsta tímabili með ÍA í fyrra. Aðeins liðin sem féllu (Grindavík og ÍBV) skoruðu færri mörk en ÍA í fyrra og Viktor þarf að hjálpa til að bæta úr því. Heimavöllurinn Akranesvöllur er einn sögufrægasti völlur landsins.mynd/ía Norðurálsvöllurinn var mjög vinsæll framan af síðustu leiktíð og yfir 1.500 manns mættu að meðaltali á fyrstu leikina, þar af yfir 2.000 manns þegar frítt var á leik við HK. Skagamenn elska sitt félag en eru þó ekki þekktir fyrir mikinn hávaða á leikjum eða stuðningssöngva. Í takti við versnandi gengi snarfækkaði gestum en þegar allt er talið voru þó yfir 1.000 manns á heimaleikjum ÍA að meðaltali. Fín stúka er við fallegan grasvöllinn en margir virðast kunna betur við sig í notalegri brekkunni gegnt henni, með útsýni út á hafið. Benda má á að í fjöruborðinu er baðlaugin Guðlaug, fyrir þá gesti sem vilja ræða leikinn nánar áður en hann hefst eða eftir að honum lýkur. Hvað segir sérfræðingurinn? „Ég hef áhyggjur fyrir hönd minna manna á Skaganum,“ segir Atli Viðar Björnsson, einn sérfræðinganna í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport í sumar. „Mér líst ekki vel á holninguna á þeim og ég held að það sé erfitt sumar fram undan hjá þeim. Jói Kalli kom fram með loforð í vetur og bjó til væntingar um skemmtilegri fótbolta en þeir stóðu fyrir í fyrra, en ég held að þeir ættu að halda hlutunum einföldum og leggja áherslu á stigasöfnun, alla vega til að byrja með,“ segir Atli Viðar. „Styrkleikarnir felast í sterkum varnarleik og því að vera fljótir fram og sækja hratt, eins og þeir gerðu hvað best í byrjun móts í fyrra. En svo eru líka mjög mikil einstaklingsgæði í leikmönnum í liðinu, og þessir leikmenn þurfa að sýna meiri stöðugleika og leiða liðið áfram,“ segir Atli Viðar og talar hreint út um síðasta tímabil: „Skaginn var annað af tveimur langlélegustu liðum deildarinnar í fyrra eftir 1. júní. Þeir tóku nánast öll sín stig í maí, en eftir það hrundi allt. Þeir þurfa að núllstilla sig og byrja upp á nýtt, fá fólkið með sér bæði uppi á Skaga og í knattspyrnuheiminum, og stimpla sig aðeins upp á nýtt.“ Lykilmennirnir sem Atli Viðar segir þurfa að leiða lið ÍA áfram eru fyrst og fremst tveir: „Ég hef miklar mætur á Stefáni Teit og mér finnst hann og Tryggvi Hrafn þurfa að stíga upp, sýna meiri stöðugleika, og þeir þurfa að bera liðið á herðum sér ef ekki á illa að fara á Skaganum.“ Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (7. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (5. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... A-deild (5. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... A-deild (4. sæti) Fyrir sextíu árum (1960) ... Íslandsmeistari Vísir/Toggi Ekkert félag hefur unnið fleiri Íslandsmeistaratitla síðan að Knattspyrnusamband Íslands var stofnað. Skagamenn hafa aldrei beðið jafnlengi eftir Íslandsmeistarabikarnum og einmitt núna eða í nítján ár. Skagamenn voru með yngsta byrjunarliðið í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð en þeir voru einnig það lið sem var minnst með boltann í leikjum sínum.Það er ljóst að Skagamenn þurfa að þora að vera meira með boltann í sumar ætli liðið að komast ofar í töfluna. Toppmenn ÍA í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Tryggvi Hrafn Haraldsson var bæði markahæstur í liði ÍA í Pepsi Max deild karla í fyrra (7) og sá sem gaf flestar stoðsendingar (4). Tryggvi Hrafn var mjög áberandi á topplistnum því hann átti líka þátt í flestum mörkum ÍA (11), var sá sem tók þátt í flestum markasóknum (15) og tók flest skot hjá ÍA-liðinu (58). Viktor Jónsson braut oftast af sér, Óttar Bjarni Guðmundsson vann oftast boltann og Tryggvi Hrafn Haraldsson reyndi flesta einleiki. Tryggvi Hrafn Haraldsson fiskaði flestar aukaspyrnur, Arnar Már Guðjónsson fór í flestar tæklingar og Marcus Johansson fór upp í flest skallaeinvígi. Að lokum Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, lætur venjulega vel í sér heyra á hliðarlínunni.vísir/daníel Skagamenn stefna hátt og vilja endurheimta stöðu sína í íslenskum fótbolta. Það er langtíma verkefni og það er erfitt að sjá ÍA gera mikið betur en á síðasta tímabili. Leikmannahópurinn er svipaður og ungir en efnilegir strákar orðnir árinu eldri og komnir með meiri reynslu. Einfaldur og beinskeyttur leikstíll skilaði ÍA fullt af stigum í upphafi síðasta tímabils en eftir að andstæðingar fundu svör við honum áttu Akurnesingar ekki krók á móti bragði. Skagamenn hafa reynt að þróa leikstíl sinn á undirbúningstímabilinu og það verður spennandi að sjá hvernig útkoman verður. ÍA náði aðeins í sextán stig á Norðurálsvellinum í fyrra og árangur liðsins á heimavelli verður að vera betri ætli Skagamenn sér að komast ofar í töfluna en í fyrra.
ÍA á Akranesi 18 Íslandsmeistaratitlar 9 bikarmeistaratitlar 2 tímabil samfellt í efstu deild (2019-) 19 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (2001) 17 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2003) 8 ár frá sæti í efri hluta (2012) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 3 sinnum í 12. sæti
Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (7. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (5. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... A-deild (5. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... A-deild (4. sæti) Fyrir sextíu árum (1960) ... Íslandsmeistari
Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00