Nærmynd af Ragnari Bjarnasyni Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2020 12:28 Vilmælendur Íslands í dag lýsa Ragnari sem góðum og yndislegum manni. mynd/stöð 2 Á föstudaginn var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna, borinn til grafar í kyrrþey. Ísland í dag bað samferðafólk hans að rifja upp sögur af þessum vinsæla skemmtikrafti og lýsa fyrir okkur hvernig vinur Raggi Bjarna var. „Hann var bara eins og ljósviti sem lýsti upp alla þjóðina. Það geislaði góðmennskan,“ segir Ómar Ragnarsson, vinur Ragga til margra ára. „Honum var svo umhugað um þína líðan og hvernig þér leið og hafði raunverulegan áhuga á þér,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld sem vann nokkuð mikið með Ragnari. „Ef maður myndi sletta dönsku þá var hann svona lige glad enda hafði hann gaman af því að leika danskan búfræðing í sumargleðinni og fór með alla dönsku frasana. Hann var mjög skemmtilegur maður og einlægur og var ekkert að gera vesen úr smáatriðum,“ segir söngkonan Þuríður Sigurðardóttir. „Hann var mikill mannþekkjari og enginn las salinn betur,“ segir stórvinur Ragnars Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður. Raggi Bjarna fæddist í Reykjavík árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, var sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Því má segja má að tónlistaráhuginn hafi verið honum í blóð borinn, en ferill Ragnars hófst þó ekki við hljóðnemann, heldur fyrir aftan trommusettið í hljómsveit föður síns þegar Raggi var 13 ára. Mikil félagsvera Ferill hans spannaði því rúma sjö áratugi eða eins og Ólafur Ragnar Grímsson orðaði það: „Söngur þinn er jafnvel eldri en lýðveldið sjálft.“ Ragnar var hluti af Sumargleðinni sem lifði í fimmtán ár en þar komu Raggi Bjarna og Ómar Ragnarsson fram ásamt hinum ýmsu listamönnum. Má þar nefna Þorgeir Ástvaldsson, Diddú, Magnús Ólafsson, bræðurna Halla og Ladda, Bessa Bjarnason og Þuríði Sigurðardóttur sem segir Ragga hafa notið sín mjög að koma fram á sviði víða um land á þessum tíma. „Hann hafði bara svo gaman að því að skemmta fólki og vera með fólki. Hann var mjög mikil félagsvera og það fór ekkert á milli mála, hann skemmti sér oft best af öllum,“ segir Þuríður. Alls gaf Ragnar út níu plötur frá 2004 til 2014 og hélt tónleika víða um land. Þorgeir segir að endurkoman hafi í raun hafist í 70 ára afmæli Ragga. „Þetta var rosaleg skemmtun. Prógrammið fór allt úr böndunum en það var bara betra og stóðu tónleikar yfir í fjóra klukkutíma,“ segir Þorgeir. Allir viðmælendur Íslands í dag eru sammála um að Raggi hafi verið ljúfur og góður maður, vinur í raun en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Á föstudaginn var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna, borinn til grafar í kyrrþey. Ísland í dag bað samferðafólk hans að rifja upp sögur af þessum vinsæla skemmtikrafti og lýsa fyrir okkur hvernig vinur Raggi Bjarna var. „Hann var bara eins og ljósviti sem lýsti upp alla þjóðina. Það geislaði góðmennskan,“ segir Ómar Ragnarsson, vinur Ragga til margra ára. „Honum var svo umhugað um þína líðan og hvernig þér leið og hafði raunverulegan áhuga á þér,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld sem vann nokkuð mikið með Ragnari. „Ef maður myndi sletta dönsku þá var hann svona lige glad enda hafði hann gaman af því að leika danskan búfræðing í sumargleðinni og fór með alla dönsku frasana. Hann var mjög skemmtilegur maður og einlægur og var ekkert að gera vesen úr smáatriðum,“ segir söngkonan Þuríður Sigurðardóttir. „Hann var mikill mannþekkjari og enginn las salinn betur,“ segir stórvinur Ragnars Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður. Raggi Bjarna fæddist í Reykjavík árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, var sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Því má segja má að tónlistaráhuginn hafi verið honum í blóð borinn, en ferill Ragnars hófst þó ekki við hljóðnemann, heldur fyrir aftan trommusettið í hljómsveit föður síns þegar Raggi var 13 ára. Mikil félagsvera Ferill hans spannaði því rúma sjö áratugi eða eins og Ólafur Ragnar Grímsson orðaði það: „Söngur þinn er jafnvel eldri en lýðveldið sjálft.“ Ragnar var hluti af Sumargleðinni sem lifði í fimmtán ár en þar komu Raggi Bjarna og Ómar Ragnarsson fram ásamt hinum ýmsu listamönnum. Má þar nefna Þorgeir Ástvaldsson, Diddú, Magnús Ólafsson, bræðurna Halla og Ladda, Bessa Bjarnason og Þuríði Sigurðardóttur sem segir Ragga hafa notið sín mjög að koma fram á sviði víða um land á þessum tíma. „Hann hafði bara svo gaman að því að skemmta fólki og vera með fólki. Hann var mjög mikil félagsvera og það fór ekkert á milli mála, hann skemmti sér oft best af öllum,“ segir Þuríður. Alls gaf Ragnar út níu plötur frá 2004 til 2014 og hélt tónleika víða um land. Þorgeir segir að endurkoman hafi í raun hafist í 70 ára afmæli Ragga. „Þetta var rosaleg skemmtun. Prógrammið fór allt úr böndunum en það var bara betra og stóðu tónleikar yfir í fjóra klukkutíma,“ segir Þorgeir. Allir viðmælendur Íslands í dag eru sammála um að Raggi hafi verið ljúfur og góður maður, vinur í raun en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira