Fóru ránshendi um Kringluna og Smáralind Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 10:49 Stærsti þjófnaðurinn er talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind. vísir/vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir margvíslegt búðarhnupl á haustmánuðum ársins 2017 fram til byrjunar árs 2018. Hann er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Andvirði varningsins hljóp að jafnaði á tugum þúsunda en stórtækasta hnuplið var upp á næstum 400 þúsund krónur. Manninum hefur verið gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í júní til að svara fyrir sakirnar. Auk fyrrnefnds þjófnaðar er hann jafnframt sagður hafa gerst brotlegur við fíkniefna- og umferðarlög. Fjórum sinnum var hann stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og síðastliðið sumar fundust fíkniefni í fórum hans. Í ákærunni yfir manninum er þjófnaðarhrinan talin hafa hafist 11. september 2017. Þá er sá ákærði sagður hafa farið með félaga sínum inn í Bónus í Mosfellsbæ og stolið þaðan þremur pökkum af kjúklingabringum að óþekktu verðmæti. Næst er maðurinn sagður hafa herjað á Kringluna. Rúmlega mánuði eftir Bónusferðina er talið að hann hafi stolið fatnaði úr verslun Útilífs í Kringlunni fyrir næstum 111 þúsund krónur og hátalara úr Icephone sem metinn er á 25 þúsund. Manninum hefur verið gert að svara til saka fyrir Héraðsdómi Reykjaness í júní.vísir/vilhelm Næst er hann talinn hafa stolið margvíslegum varningi úr Krónunni í Nóatúni sem metinn var á rúmar 90 þúsund krónur, áður en hann á að hafa hnuplað tvívegis úr verslun Icewear á Laugavegi með mánaðar millibili. Heildarandvirði Icewear-varningsins er sagt um 100 þúsund krónur. Stærsti þjófnaðurinn er þó talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind í janúarlok 2018. Þaðan á hann að hafa gengið út með varning að verðmæti 396 þúsund króna. Í ákærunni er ekki tiltekið hvurslags vörur var um að ræða í þessu tilfelli. Í öllum ofangreindum málum er maðurinn sagður hafa verið í fylgd með einstaklingum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kann ekki deili á. Mál mannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 22. júní næstkomandi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum. Lögreglumál Verslun Reykjavík Kópavogur Kringlan Smáralind Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir margvíslegt búðarhnupl á haustmánuðum ársins 2017 fram til byrjunar árs 2018. Hann er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Andvirði varningsins hljóp að jafnaði á tugum þúsunda en stórtækasta hnuplið var upp á næstum 400 þúsund krónur. Manninum hefur verið gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í júní til að svara fyrir sakirnar. Auk fyrrnefnds þjófnaðar er hann jafnframt sagður hafa gerst brotlegur við fíkniefna- og umferðarlög. Fjórum sinnum var hann stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og síðastliðið sumar fundust fíkniefni í fórum hans. Í ákærunni yfir manninum er þjófnaðarhrinan talin hafa hafist 11. september 2017. Þá er sá ákærði sagður hafa farið með félaga sínum inn í Bónus í Mosfellsbæ og stolið þaðan þremur pökkum af kjúklingabringum að óþekktu verðmæti. Næst er maðurinn sagður hafa herjað á Kringluna. Rúmlega mánuði eftir Bónusferðina er talið að hann hafi stolið fatnaði úr verslun Útilífs í Kringlunni fyrir næstum 111 þúsund krónur og hátalara úr Icephone sem metinn er á 25 þúsund. Manninum hefur verið gert að svara til saka fyrir Héraðsdómi Reykjaness í júní.vísir/vilhelm Næst er hann talinn hafa stolið margvíslegum varningi úr Krónunni í Nóatúni sem metinn var á rúmar 90 þúsund krónur, áður en hann á að hafa hnuplað tvívegis úr verslun Icewear á Laugavegi með mánaðar millibili. Heildarandvirði Icewear-varningsins er sagt um 100 þúsund krónur. Stærsti þjófnaðurinn er þó talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind í janúarlok 2018. Þaðan á hann að hafa gengið út með varning að verðmæti 396 þúsund króna. Í ákærunni er ekki tiltekið hvurslags vörur var um að ræða í þessu tilfelli. Í öllum ofangreindum málum er maðurinn sagður hafa verið í fylgd með einstaklingum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kann ekki deili á. Mál mannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 22. júní næstkomandi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum.
Lögreglumál Verslun Reykjavík Kópavogur Kringlan Smáralind Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent