Einar sakar Hjálmar um öfund og gamalkunnan æsing Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2020 12:22 Einar hefur svarað kallinu og gefur sannast sagna ekki mikið fyrir skrif Hjálmars, segir hann gleyma því að rithöfundar eru ekki fastráðnir hjá ýmsum listastofnunum eins og eigi til að mynda við um leikara og tónlistarfólk. visir/vilhelm/LHÍ Einar Kárason rithöfundur telur skrif Hjálmars H. Ragnarssonar, sem snúa að misskiptingu aukalistamannalauna, einkennast af öfund. Vísir greindi frá því í morgun að Hjálmar H. Ragnarsson, fyrrverandi rektor Listaháskólans með meiru, hafi birt grein þar sem hann gagnrýnir það harðlega að rithöfundar fái stærri sneið af þeirri köku sem er að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar til listamanna eða 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Þetta sé ekki í nokkru samræmi við það á hverjum samkomubann vegna Covid-19 hefur helst bitnað en það eru sviðslistamenn, að sögn Hjálmars. Hjálmar kom að því að útfæra starfslaunakerfið Ríkisstjórnin úthlutaði aukalega 250 milljónum til listamanna sem útdeilt er í gegnum ríkjandi listamannalaunakerfi. Hjálmar vekur einmitt athygli á því í grein sinni að hann hafi komið að því á sínum tíma að skrúfa það saman. „Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust.“ Hjálmar bendir á að fáir hafi þorað öðru en tuða vegna ofríkis rithöfunda, enda hver vilji eiga reiði pennafærra rithöfunda yfir höfði sér? En Einar, sem sjaldan lætur menn eiga nokkuð inni hjá sér, hefur nú svarað kallinu og skrifar snarpa málsgrein á sína Facebooksíðu þar sem hann fer háðuglegum orðum um skrif Hjálmars. Margugginn pirringur um meint forréttindi „Hjálmar H. Ragnarsson, sá ágæti maður og fyrrum forseti Bandalags ísl listamanna, skrifar hér langhund með gamalkunnum æsingi yfir því að fleiri mánaðarlaunum sé úthlutað úr starfslaunasjóðum til rithöfunda en til dæmis tónlistar- og sviðslistafólks,“ segir Einar. Einar gefur ekki mikið fyrir greinina, segir Hjálmar gleyma því „eins og siðvenjan er, að taka með í reikninginn að enginn rithöfundur er á föstum launum hjá opinberum menningarstofnunum, með tilheyrandi atvinnu- og tekjuöryggi, á meðan fastlaunað sviðslista- og tónlistarfólk skiptir hundruðum, hjá leikhúsum, synfó, óperu, osfrv. Þessi öfund og margtuggna pirring út í einhver forréttindi rithöfunda stenst bara enga skoðun.“ Listamannalaun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur telur skrif Hjálmars H. Ragnarssonar, sem snúa að misskiptingu aukalistamannalauna, einkennast af öfund. Vísir greindi frá því í morgun að Hjálmar H. Ragnarsson, fyrrverandi rektor Listaháskólans með meiru, hafi birt grein þar sem hann gagnrýnir það harðlega að rithöfundar fái stærri sneið af þeirri köku sem er að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar til listamanna eða 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Þetta sé ekki í nokkru samræmi við það á hverjum samkomubann vegna Covid-19 hefur helst bitnað en það eru sviðslistamenn, að sögn Hjálmars. Hjálmar kom að því að útfæra starfslaunakerfið Ríkisstjórnin úthlutaði aukalega 250 milljónum til listamanna sem útdeilt er í gegnum ríkjandi listamannalaunakerfi. Hjálmar vekur einmitt athygli á því í grein sinni að hann hafi komið að því á sínum tíma að skrúfa það saman. „Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust.“ Hjálmar bendir á að fáir hafi þorað öðru en tuða vegna ofríkis rithöfunda, enda hver vilji eiga reiði pennafærra rithöfunda yfir höfði sér? En Einar, sem sjaldan lætur menn eiga nokkuð inni hjá sér, hefur nú svarað kallinu og skrifar snarpa málsgrein á sína Facebooksíðu þar sem hann fer háðuglegum orðum um skrif Hjálmars. Margugginn pirringur um meint forréttindi „Hjálmar H. Ragnarsson, sá ágæti maður og fyrrum forseti Bandalags ísl listamanna, skrifar hér langhund með gamalkunnum æsingi yfir því að fleiri mánaðarlaunum sé úthlutað úr starfslaunasjóðum til rithöfunda en til dæmis tónlistar- og sviðslistafólks,“ segir Einar. Einar gefur ekki mikið fyrir greinina, segir Hjálmar gleyma því „eins og siðvenjan er, að taka með í reikninginn að enginn rithöfundur er á föstum launum hjá opinberum menningarstofnunum, með tilheyrandi atvinnu- og tekjuöryggi, á meðan fastlaunað sviðslista- og tónlistarfólk skiptir hundruðum, hjá leikhúsum, synfó, óperu, osfrv. Þessi öfund og margtuggna pirring út í einhver forréttindi rithöfunda stenst bara enga skoðun.“
Listamannalaun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent