Segir Fjölni ekki liggja á digrum sjóðum en menn standi við þá samninga sem eru gerðir Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 07:30 Ásmundur vill styrkja Fjölnisliðin áður en átökin hefjast. vísir/s2s Ásmundur Arnarson, þjálfari nýliða Fjölnis í Pepsi Max-deild karla, segir að Fjölnismenn ætla að sýna ábyrgð í rekstri og horfi frekar innanlands en út fyrir landsteinana í leit að styrkingu. Ásmundur var gestur í Sportinu í dag par sem hann ræddi um stöðuna á Fjölnisliðinu sem hefur misst máttarstólpa á borð við Bergsvein Ólafsson, Albert Brynjar Ingason og Rasmus Christiansen frá síðustu leiktíð. „Við höfum verið að horfa í það að við þurfum að styrkja liðið að einhverju leyti og vð höfum verið að reyna það en ekki viljað taka hvað sem er. Það hefur ekkert alveg dottið inn fyrir okkur en við erum enn að reyna,“ sagði Ásmundur og segir markaðinn erfiðari vegna kórónuveirufaraldursins. „Markaðurinn virðist vera erfiðari. Liðin þora ekki alveg að losa úr hópnum sínum eins og þau hefðu gert ella því það er spilað þéttar heldur en áður. Maður skilur það alveg. Líka er þetta pínu óvissa. Liðin eru að halda meira í hópana sína en áður og það er erfiðara að sækja innanlands.“ Ásmundur segir að Fjölnismenn hafi horft hingað til meira á innanlandsmarkaðinn og segir að sækja erlenda leikmenn í þessu ástandi sem nú blasir yfir sé ansi erfitt. En hversu samkeppnishæfir eru Fjölnismenn á markaðnum? „Buddan er mjög góð. Troðfull,“ sagði Ási í léttum tón. „Nei, það hafa ekki verið digrir sjóðir í Fjölni en það sem menn gera, plana og semja um það standa þeir yfirleitt við. Það hefur verið sagan hjá Fjölni. Þeir sýna ábyrgð í rekstrinum og eru sanngjarnir þar. Menn vilja ekki fara fram úr sér þó þeir vilji styrkja liðið og reyna festa liðið í efstu deild.“ Klippa: Sportið í dag - Ási um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Fjölnir Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Ásmundur Arnarson, þjálfari nýliða Fjölnis í Pepsi Max-deild karla, segir að Fjölnismenn ætla að sýna ábyrgð í rekstri og horfi frekar innanlands en út fyrir landsteinana í leit að styrkingu. Ásmundur var gestur í Sportinu í dag par sem hann ræddi um stöðuna á Fjölnisliðinu sem hefur misst máttarstólpa á borð við Bergsvein Ólafsson, Albert Brynjar Ingason og Rasmus Christiansen frá síðustu leiktíð. „Við höfum verið að horfa í það að við þurfum að styrkja liðið að einhverju leyti og vð höfum verið að reyna það en ekki viljað taka hvað sem er. Það hefur ekkert alveg dottið inn fyrir okkur en við erum enn að reyna,“ sagði Ásmundur og segir markaðinn erfiðari vegna kórónuveirufaraldursins. „Markaðurinn virðist vera erfiðari. Liðin þora ekki alveg að losa úr hópnum sínum eins og þau hefðu gert ella því það er spilað þéttar heldur en áður. Maður skilur það alveg. Líka er þetta pínu óvissa. Liðin eru að halda meira í hópana sína en áður og það er erfiðara að sækja innanlands.“ Ásmundur segir að Fjölnismenn hafi horft hingað til meira á innanlandsmarkaðinn og segir að sækja erlenda leikmenn í þessu ástandi sem nú blasir yfir sé ansi erfitt. En hversu samkeppnishæfir eru Fjölnismenn á markaðnum? „Buddan er mjög góð. Troðfull,“ sagði Ási í léttum tón. „Nei, það hafa ekki verið digrir sjóðir í Fjölni en það sem menn gera, plana og semja um það standa þeir yfirleitt við. Það hefur verið sagan hjá Fjölni. Þeir sýna ábyrgð í rekstrinum og eru sanngjarnir þar. Menn vilja ekki fara fram úr sér þó þeir vilji styrkja liðið og reyna festa liðið í efstu deild.“ Klippa: Sportið í dag - Ási um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Fjölnir Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira