Föngum sleppt út fyrr vegna kórónuveirunnar Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2020 13:31 Fangelsið á Hólmsheiði. Í fyrsta kastinu hefur verið gripið til þess að sleppa milli tíu og tuttugu föngum lausum fyrr en til stóð vegna kórónuveirunnar. visir/vilhelm Milli tíu til tuttugu föngum verður sleppt úr afplánun fyrr en til stóð. Þetta er í fyrsta kastinu en gripið hefur verið til þessa vegna kórónuveirunnar og styttist þannig afplánun nokkurra fanga um sem nemur nokkrum mánuðum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta í samræmi við viðbragðsáætlun fangelsisyfirvalda sem snýr að því komi til faraldurs af því tagi sem nú er við að eiga. „Okkar verkefni er að tryggja að fangelsi landsins geti tekið á móti nýjum föngum og gæsluvarðhaldsföngum í neyð. Í því felst að við þurfum að hafa tiltækar deildir fyrir þessa einstaklinga þannig að þeir umgangist ekki aðra fanga í fangelsinu. Vegna þess þurfum við að færa fanga til og í ákveðnum tilvikum að taka sérstaklega ákvarðanir um reynslulausnir og losun tiltekinna fanga, þó þannig að jafnræðis sé gætt innan hópsins,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að gripið hafi verið til þessa vegna mjög óvenjulegra aðstæðna sem myndast hafa í samfélaginu.Vísir/Baldur Hann útskýrir að um sé að ræða tiltekinn hóp fanga sem falla undir þessa undanþágu og búið er að ræða við þá sem um ræðir. Þeir uppfylla að öðru leyti skilyrði til þess að fá reynslulausn. „Það eru uppi mjög sérstakar aðstæður og þá gilda allt aðrar reglur. En, megin atriði er að halda uppi lögum og reglu í fangelsunum og það gerum við,“ segir Páll. Samkvæmt heimildum Vísis hefur það lagst misvel í fanga aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirunnar, svo sem þær að fangar fá nú ekki lengur dagleyfi og heimsóknir eru ekki leyfðar. Jafnvel svo að óróa hefur gætt. Að sögn Páls hafa fangelsisyfirvöld gert ýmislegt til að mæta þessu. „Svo sem auka aðgengi að síma og fjarfundabúnaði til að gera þeim lífið bærilegra.“ Wuhan-veiran Fangelsismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Milli tíu til tuttugu föngum verður sleppt úr afplánun fyrr en til stóð. Þetta er í fyrsta kastinu en gripið hefur verið til þessa vegna kórónuveirunnar og styttist þannig afplánun nokkurra fanga um sem nemur nokkrum mánuðum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta í samræmi við viðbragðsáætlun fangelsisyfirvalda sem snýr að því komi til faraldurs af því tagi sem nú er við að eiga. „Okkar verkefni er að tryggja að fangelsi landsins geti tekið á móti nýjum föngum og gæsluvarðhaldsföngum í neyð. Í því felst að við þurfum að hafa tiltækar deildir fyrir þessa einstaklinga þannig að þeir umgangist ekki aðra fanga í fangelsinu. Vegna þess þurfum við að færa fanga til og í ákveðnum tilvikum að taka sérstaklega ákvarðanir um reynslulausnir og losun tiltekinna fanga, þó þannig að jafnræðis sé gætt innan hópsins,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að gripið hafi verið til þessa vegna mjög óvenjulegra aðstæðna sem myndast hafa í samfélaginu.Vísir/Baldur Hann útskýrir að um sé að ræða tiltekinn hóp fanga sem falla undir þessa undanþágu og búið er að ræða við þá sem um ræðir. Þeir uppfylla að öðru leyti skilyrði til þess að fá reynslulausn. „Það eru uppi mjög sérstakar aðstæður og þá gilda allt aðrar reglur. En, megin atriði er að halda uppi lögum og reglu í fangelsunum og það gerum við,“ segir Páll. Samkvæmt heimildum Vísis hefur það lagst misvel í fanga aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirunnar, svo sem þær að fangar fá nú ekki lengur dagleyfi og heimsóknir eru ekki leyfðar. Jafnvel svo að óróa hefur gætt. Að sögn Páls hafa fangelsisyfirvöld gert ýmislegt til að mæta þessu. „Svo sem auka aðgengi að síma og fjarfundabúnaði til að gera þeim lífið bærilegra.“
Wuhan-veiran Fangelsismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira